Getur þetta verið rétt?

Þykktarspáin fyrir tímann frá mánudagskvöldi 7. nóvember til þriðjudagsmorguns er óvenjuleg. Evrópureiknimiðstöðin segir þykktina yfir Norðausturlandi fara þá yfir 5600 metra og hita í 850 hPa-fletinum (1300 m yfir sjávarmáli) fara í +13 stig. Hirlam-líkanið er aðeins neðar, þykktin þar á að fara yfir 5580 metra á sama stað á sama tíma. Frostlaust á að verða upp í rúmlega 3 km hæð og hitinn í 500 hPa á að fara í -12°C. Allt er þetta mjög óvenjulegt í nóvember.

w-blogg081111

Heildregnu línurnar á kortinu sýna þykktina (á milli 500 og 1000 hPa-flatanna) í dekametrum (1 dam = 10 metrar) og litakvarðinn sýnir hita í 850 hPa-fletinum. Við sjáum að hlýja loftið þekur mjög stórt svæði suðaustur og austur af landinu. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er loftið.

En nú eru þessar spár ekkert endilega réttar og harla óvíst hvort hlýja loftið berst óspillt hingað til lands í raun og veru. En hlýtt loft er létt og getur auðveldlega flotið ofan á kaldara lofti sem er undir því. Það er því langt í frá gefið að þessa mikla hita gæti á veðurstöðvum landsins á þessum tíma - jafnvel þótt þessi spá eigi við rök að styðjast. Ef hægt væri að koma 13 stiga heitu lofti í 1300 metra hæð niður til sjávarmáls væri hitinn í því þar +26°C. Líkurnar á slíku meti eru ekki núll en hins vegar afskaplega litlar - en samt ábyggilega umtalsvert meiri heldur en líkur á öllum tölum réttum í lottóinu.

En það verður gaman að fylgjast með hitamælingum á landinu meðan hlýja loftið fer hjá. Það gerist á tímabilinu frá mánudagskvöldi og fram undir hádegi á þriðjudag. Spár gera ráð fyrir mikilli þykkt næstu daga - en ekki alveg svona óvenjulegri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 90
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 2011
  • Frá upphafi: 2412675

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 1761
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband