Hlýjustu nóvemberdagarnir (með utanefnisinngangi)

Fyrst eru nokkur orð utan meginefnis pistilsins. Lægðirnar sem fjallað var um í pistli hungurdiska í gær (föstudagskvöld) eru við góða heilsu. Sú fyrri hefur reyndar dottið í sundur (óvænt?) og sendir frá sér mjög snarpan afleggjara sem spár segja að muni fara yfir landið austanvert á morgun (sunnudag). Gert er ráð fyrir hvassviðri þar um slóðir fyrir og fram yfir miðjan dag. Þeir sem vilja fylgjast með því ættu að líta við á vef Veðurstofunnar - þar eru spár endurnýjaðar eftir þörfum.

Hungurdiskum er ómögulegt að fylgjast með í þeim smáatriðum sem raunverulegar veðurspár krefjast. Áhrifasvæði síðari lægðarinnar er á áætlun hér við land síðla mánudags. Henni á að fylgja óvenjuhlýtt loft - hvort það fýkur yfir höfðum okkar eða nær til jarðar er enn óljóst en við fylgjumst betur með því þegar nær dregur.

En snúum okkur að meginefninu, hlýjustu dögum á Íslandi í nóvember frá 1949 til 2010. Hér er litið á landið í heild - en ekki einstakar veðurstöðvar, methiti þeirra var tíundaður á hungurdiskum fyrir nokkrum dögum.

Fyrst er listi yfir hæsta meðalhita sólarhringsins.

hæsti landsmeðalhiti skeytastöðva
ármándagurmet
1999111111,00
1999111010,14
19561179,97
20041169,68
199911199,55
19751179,42
195611169,36
19561169,32
195811229,32
19561128,85
195511208,76
19641188,65
´

Hlýjasti dagurinn er 11. nóvember 1999 og dagurinn áður, sá 10. er næsthlýjastur. Þessir dagar eiga líka hæsta hita sem nokkru sinni hefur mælst á landinu í nóvember. Trúlega eru þeir í raun og veru hlýjustu nóvemberdagar mun lengra tímabils heldur en þeirra 60 ára sem hér eru undir. Meðalhitinn þann 11. hefði nægt í 6. hæsta sæti októberhlýinda. Annar dagur úr sama mánuði, sá 19. er hér í 5. sæti. Þá var settur fjöldi stöðvameta, eins og áður hefur verið fjallað um.

Í þriðja sæti er 7. nóvember 1956 - fáir ef nokkrir lesendur hungurdiska muna hann sem slíkan - enda 55 ár síðan. En því fleiri muna vikurnar á undan sem eina af spennuþrungnustu stundum kalda stríðsins. Meira að segja þeir sem voru fimm ára þá - eins og sá sem þetta ritar.

Hlýindin í nóvember 1999 hirða fjögur af efstu sætunum á meðalhámarkshitalistanum.

hæsta landsmeðalhámark
ármándagurmet
1999111112,65
1999111912,54
1999111212,14
1999111011,86
200411611,75

Um þetta leyti stóð hér yfir fundur norrænna veðurgagnahirða - verst að hann skyldi ekki vera haldinn fyrir austan en ekki í súldinni og myrkrinu í Reykjavík.

Nóvember 1999 einokar ekki listann yfir hæsta lágmarkshitann. Að sumarlagi segir listi um hæsta lágmark til um það hver er hlýjasta nóttin. Þegar komið er fram í nóvember eru lágmarks- og hámarkshiti ekki jafn bundin sólargangi. Hæsti hiti sólarhringsins getur jafnt orðið að nóttu sem degi. Þar ræður vindur og brot vindstrengja við fjöll mun meiru en sólarhæð. Lágmarkshitinn í nóvember ræðst einnig frekar af stöðu lægða- og hæðaumferðar heldur en sólargangi.

hæsta landsmeðallágmark
ármándagurmet
199911118,95
19561178,31
19871157,60
19931127,24
19561117,16

Ellefti nóvember 1999 er þarna enn á toppnum, en 7. nóvember 1956 er kominn í annað sæti og 1. nóvember 1956 er í fimmta sætinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Trausti

Hef gaman af að spá í lægðagangi og veðrum, þá sérstaklega m.t.t komu fugla til landsins. Sérstaklega gaman er að spá fyrir um komur flækingsfugla í kjölfar vor- og haustlægða en þær sjá til þess að hingað til lands berast fjölmargir flækingar bæði frá N-Ameríku og Evrasíu. Man eftir að þú fjallaðir lítillega um http://ready.arl.noaa.gov/HYSPLIT_traj.php til að reikna út ferðir lofts aftur í tímann. Hef ekki enn lært nógu vel á þetta en var að velta fyrir mér hvort þú gætir reiknað út fyrir mig ferð lægðarinnar sem gekk yfir SA-land nú í morgun (sunnudag)? Getur verið að þessi lægð hafi verið yfir Nýfundnalandi aðfaranótt föstudagsins (sbr http://www.wetterzentrale.de/archive/2011/brack/bracka20111104.gif )? Á Kvískerjum sást nefnilega fugl sem talinn er vera náttfari (e. european nightjar) nú síðdegis en þetta er fremur seint fyrir þessa tegund. Hins vegar er ein nauðalík tegund í Ameríku sem á það til að berast austur yfir Atlantshaf, jafnvel svo seint á haustin - húmfari (e. common nighthawk). Ef að loftið í þessari lægð kom hratt að vestan þá er vel hugsanlegt að um amerísku tegundina hafi verið að ræða þó hitt sé ekki útilokað.

Með fyrirfram þökk, og takk fyrir þetta fróðlega blogg

Yann Kolbeinsson

Yann (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:05

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Yann, ég skal athuga málið lauslega næstu daga.

Trausti Jónsson, 7.11.2011 kl. 00:41

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Yann, sendu mér póst á trj@simnet.is og sendi ég þér þá hysplit-niðurstöðuna.

Trausti Jónsson, 7.11.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 103
  • Sl. sólarhring: 217
  • Sl. viku: 2425
  • Frá upphafi: 2413859

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 2240
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband