7.10.2011 | 01:14
Af ástandinu á norðurhveli rúma viku af október
Við lítum á kort sem sýnir hæð 500 hPa-flatarins yfir norðurhveli jarðar eins og henni er spáð á laugardaginn. Það er reiknimiðstöð evrópuveðurstofa sem sér um að upplýsa okkur um það.
Fastir lesendur eru vonandi farnir að venjast kortinu, en það sýnir norðurhvel jarðar suður fyrir 30. breiddargráðu. Höfin eru blá og löndin ljósbrún. Ísland er neðan við miðja mynd. Bláu og rauðu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Því þéttari sem línurnar eru því meiri er vindurinn milli þeirra. Þykka, rauða línan markar 5460 metra hæð, en sú mjóa sýnir hæðina 5820 metra.
Hin mjóa rauða línan (sú nærri norðurpólnum) markar 5100 metra hæð 500 hPa flatarins. Hún umlykur nú snarpan kuldapoll. Innsta bláa línan er alveg niðri í 4860 metrum - það er alvöruvetur. Þykktin við kuldapollinn er líka mjög lítil, aðeins 4920 metrar. Það rétt hefur borið við að þykktin yfir Íslandi hafi orðið lægri en það - en þá er frost á Fróni (eða afskapaveður). Spár sýna þennan litla kuldapoll þokast til Síberíu. Þar á hann að grynnast.
Við sjáum að vestanvindabeltið, meginrastir og skotvindar þess eru í miklu fjöri í kringum 5460 metra jafnhæðarlínuna (þykka rauða línan). Þar eru ótal stuttar bylgjur. Stuttar bylgjur hreyfast venjulega hratt til austurs með tilheyrandi lægðum. Skiptast gjarnan dagar á með úrkomu austan við bylgjurnar en björtu veðri í þeim vestanverðum. Þar er lægðardragið vestan Íslands einna öflugast og hæðarlínurnar sýnast þar hvað þéttastar í draginu suðaustanverðu. Enda er spáð úrkomu og hvassviðri þegar dragið nálgast með skila- og færibandasúpu sinni.
Sunnar, við 5820 metra línuna (þá mjóu rauðu) eru bylgjurnar mun færri en ná hins vegar yfir mörg breiddarstig. Þessar bylgjur eru hægfara og þokast botnar þeirra jafnvel vestur á bóginn á móti vindi. Ég þarf að láta tölvur segja mér hvað þær gera af sér, ekki veit ég það af hyggjuviti einu. Svo virðist sem einhverjir hryggjanna á milli lægðardraganna eigi að brotna fram fyrir sig og þar með myndi 5820 metra línan lokaða hringi, það sem við köllum afskornar lægðir.
Við sjáum votta fyrir tveimur fyrirstöðuhæðum (afskornum). Önnur þeirra er suðvestur af Bretlandseyjum. Þar nær óvenjuhlýtt loft langt norður á bóginn og mun Írland næstu daga verða á milli 5580 og 5640 metra þykktarlínanna. Það verður varla betra á svo norðlægu breiddarstigi - sé það í kantinum á hægfara háþrýstisvæði. Hin fyrirstöðuhæðin er yfir Bandaríkjunum austanverðum. Suður af hæðinni er áttin austlæg - sú átt beinir mjög röku lofti inn yfir Flórída og fleiri ríki. Nefnt hefur verið að þar gæti rignt úr hófi.
Norðan við meginvinda vestanvindabeltisins er talsverð flatneskja. Það er hið venjulega ástand, það er einnig venjulegt að í því séu stakir krappir kuldapollar, rétt eins og við sjáum í dag þann sem minnst var á hér að ofan. Þeir reika um sléttunnar slóð og alltaf er rétt að gefa þeim gætur.
Fellibylurinn Philippe er við góða heilsu en fer nú að slappast. Hann á að hoppa á vestanvindabeltið á laugardaginn - en spár eru ekki alveg sammála um það hvernig til tekst. Líklegast er að hann kremjist til bana upp úr helginni áður en hingað er komið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 193
- Sl. sólarhring: 240
- Sl. viku: 2652
- Frá upphafi: 2432303
Annað
- Innlit í dag: 167
- Innlit sl. viku: 2230
- Gestir í dag: 155
- IP-tölur í dag: 152
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.