Lausafréttir af hlýindum

Það fór svo að hlýindin settu nýtt landsdægurmet fyrir 30. september. Gamla metið, 18,5 stig, var reyndar slegið á nokkrum stöðvum. Hæst fór hitinn í 19,6 stig í Skaftafelli. Það var milli kl. 4 og 5. síðastliðna nótt. Af ritstjórnarskrifstofu hungurdiska er ekki beinn aðgangur að stóru dægurmetatöflunni í gagnagrunni Veðurstofunnar. Þannig að talning metanna verður að bíða betri tíma. Hitinn á Krossanesbrautinni á Akureyri komst í 18,0 stig og er það yfir dægurmeti mönnuðu stöðvarinnar.

En komum okkur nú niður á jörðina því 30. september lá óvenju vel við höggi. Gamla metið (frá Dratthalastöðum á Héraði 1973) var sérlega aumt miðað við metin dagana á undan og eftir. Met 29. september er 22,3 stig og 1. október 23,5 stig. Met dagsins (19,6 stig) hefði ekki heldur hnikað gömlu meti fyrr en 5. október. Tími var greinilega kominn á 30. september. Það er athyglisvert hversu gömul fjölmörg hámarksmet í október eru orðin gömul.

Enda verður það að segjast eins og er að október hefur staðið sig heldur slaklega innan um öll hlýindin undanfarin ár. Sé meðaltal áranna 2001 til 2010 borið saman við meðaltalið 1961-1990 eru 9 mánuðir meir en 1 stigi hlýrri á nýju öldinni heldur en gamla meðaltalið í Reykjavík. Hinir þrír mánuðirnir eru febrúar (vik = 0,18), maí (vik = 0,70) og október (vik = 0,51). Febrúar var, í langtímasamhengi, mjög hlýr á tímabilinu 1961 til 1990. Skyldu októbermánuðir halda áfram að vera svona slakir miðað við aðra almanaksmánuði?

Nú, svo eru lausafréttir um óvenju hlýjan september í norðanverðri Skandinavíu. Þarlendar veðurstofur segja að mánuðurinn hafi aldrei verið svo hlýr á sumum svæðum. Hiti á Svalbarða mun vera sá næsthæsti sem vitað er um og þriðji hæsti á Jan Mayen. Hér á landi var líka hlýtt en langt frá methita. Svo vill til að margir septembermánuðir í Reykjavík eru í hnapp nærri 9,4 stigum. Úr röðinni greiðist eftir helgina.

Hlýjan hér á landi í dag (föstudag) voru í jaðri þeirra miklu hlýinda sem umlykja Bretlandseyjar og gætir einnig í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Enda er þykktin yfir Bretlandi yfir 5640 metrum þessa dagana. Vetrarástand er varla hafið í hitafari á norðurhveli, en tveggja til þriggja daga norðanátt hér á landi myndi þó auðvitað minna okkur á veturinn.

Annars er vestanvindabeltið óðum að komast í vetrargírinn, lægðagangur síðustu daga og áframhald hans ber þess (fagurt-ófagurt?) vitni. ´

Af stafrófsstormunum er það að frétta að Ófelía (Ophelia) er nú þriðja stigs fellibylur - hefur aldeilis risið upp frá dauðum. Sýnir þetta best hversu erfitt er að spá fyrir um þróun fellibylja þrátt fyrir stórbatnandi líkön. Líkönin ýmist drepa Ófelíu aftur eða koma henni alla leið til Bretlands eða Færeyja í miðri næstu viku. Ekki tökum við afstöðu í því máli.

Philippe er á líkbörunum, þó ekki alveg talinn af. Skyldi hann hressast líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..........takk fyrir pistilinn Trausti. Já , veturinn er að ferðbúast vestan og

norðanað og blessuð slydduélin fara brátt að strjúka vanga landsmanna.

En það er þetta með hlýindin. Það er slæmur mælikvarði á góðviðri. Þó leiðinda

lægðarbeyglur  beri til okkar nokkrar aukagráður , þá er passað uppá að

þær eru alltaf með í farteskinu súran ábæti í líki ofsaveðra sem við værum

stórum bættari að vera án. "Góðviðri"  er að mínu mati hægviðri , nokkurn veginn

sama hvað Selsíusinn er góðglaður. En slíkur munaður er sjaldséður á þessu

útskeri .

óli hilmar briem (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 11:56

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er rétt Óli Hilmar að góðviðri og hlýindi fara ekki alltaf saman - en hlý ofsarok eru samt skárri heldur en köld.

Trausti Jónsson, 2.10.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 54
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 1975
  • Frá upphafi: 2412639

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 1728
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband