Hlýtt loft strýkur landið

Nú strýkst mjög hlýtt loft við landið.

w-blogg300911b

Við þykktarmenn höfum ætíð gaman af því að sjá hlýindin. Varla er þess þó að vænta að þau nýtist í eitt eða neitt. Mikill hraði er á þessum hlýja geira og hann er líka þröngur, sjálfsagt undirstunginn af kaldara lofti á báða vegu. En tölurnar eru góðar, þarna er spáð 5580 til 5590 metrum um hádegi á föstudag - það hefur varla orðið mikið hærra í sumar. Og hitinn í 850 hPa (lituðu fletirnir) er heldur ekkert slor, 8 til 10 stig austast á landinu.

Enda voru hitatölurnar harla góðar nú á miðnætti, 12 stundum áður en kortið gildir hafði hámarkshiti klukkustundarinnar farið í 13,5 stig á Hvanneyri - undir 5520 metra þykkt og fór í 17,4 stig fyrr í kvöld á stöð Vegagerðarinnar við Sandfell í Öræfum. Þar blés vindur væntanlega úr upphæðum. Við skulum vona að við fáum að sjá hærri tölur um það leyti sem kortið gildir - en það er þó alls ekki víst. Þykktinni fylgja engar tryggingar.

Af stafrófsstormaslóðum er það að frétta að Ófelía hefur risið upp aftur - eftir að fellibyljamiðstöðin hafði gefið út dánarvottorð fyrir nokkrum dögum. Stormurinn (jafnvel fellibylur) fer svipaða slóð og fyrri fellibyljir þessa árs - og á víst að komast til Bretlands í næstu viku. Stormurinn Philippe er að vestlast upp skammt frá riðafeninu sem hefur reynst stormunum svo erfitt í haust. Leið hans er þó eitthvað norðar en fyrri storma. Fellibyljamiðstöðin afskrifar hann ekki alveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hlýindin voru á fleygiferð hér á Reyðarfirði í dag, sjá HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1955
  • Frá upphafi: 2412619

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband