Blaut klukkustund

Hér kemur loksins hratið af pistlinum sem átti að birtast í gærkvöldi (miðvikudagskvöld 28. sept). Hungurdiskar hafa sem sagt náð tölvusambandi að nýju (hvað sem það svo endist).

Mikil rigningarhryðja gekk yfir höfuðborgina að kvöldi miðvikudagsins 28. september. Úrkoman var langstríðust milli kl. 19 og 20 en þá mældist hún 6,2 mm í Veðurstofureit. Þann 10. maí í vor  birtist á hungurdiskum pistill um úrkomuákefð. Þar var áhrifum úrkomuákefðar lýst og var þetta sagt um 4 til 10 mm á klukkustund:

4 mm/klst: Hellirigning, regn slettist af gangstígum þannig að þeir sem ekki eru í stígvélum blotna, frakkaklæddir leita skjóls, stórir pollar myndast. Rúðuþurrkur á fullu, ökumenn hægja á sér (vonandi).

Þeir sem voru útivið í rigningunni í gær ættu að kannast við þetta.

En er óvenjulegt að ákefð sé svo mikil í Reykjavík? Ekki er það met - svo mikið er víst - en verður samt að teljast óvenjulegt. Þetta slagar upp í met septembermánaðar sjálfvirku stöðvarinnar í Reykjavík en það er 7,3 mm. Mælingar hófust 1997. Októbermetið er 8,0 mm.

Þegar mikil úrkomusvæði koma upp að landinu er algengast að Bláfjöll eða Hengill taki mestan hluta þess vatns sem er í framboði áður en það kemur til Reykjavíkur. Að þessu sinni hagaði þannig til að úrkomusvæðið gat stolist yfir fjöllin því undir því var vindur hægur. Þá var ákefðin í Bláfjöllum og í Hellisskarði svipuð og í Reykjavík. Septembermet Bláfjalla er hins vegar 23,1 mm - miklu meira heldur en í Reykjavík. Óvíst er hvernig frárennsliskerfi borgarinnar gengi að innbyrða það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband