Hlýjustu og köldustu ágústdagarnir - landiđ allt

Hér er fjallađ um hlýjustu og köldustu ágústdaga. Athugunin nćr ađeins aftur til 1949 rétt eins og sambćrileg athugun sem gerđ var á júlímánuđi hér á hungurdiskum ţann 26. júlí.

Fyrst eru ţeir tíu dagar ţar sem međalhiti sólarhringsins fyrir landiđ allt er hćstur í °C.

ármándagurmeđaltal
200481115,90
200481015,53
201081514,94
20048914,30
20038914,04
201081213,84
200382513,83
199581013,80
20088113,80
198182713,70

Tveir hlýjustu dagarnir og sá fjórđi hlýjasti eru allir úr hitabylgjunni miklu 2004. Í júlípistlinum kom fram ađ 11. ágúst 2004 er hlýjasti dagur landsins ţótt miđađ sé viđ allt áriđ. Ţađ kemur á óvart ađ 8 dagar af tíu eru frá frá 2003 og síđar. Ţetta er langt yfir vćntigildi, áratugirnir í gagnasafninu eru rúmlega sex og síđustu tíu árin hefđu ađeins átt ađ eiga 1 eđa 2 daga. Hér sést enn hversu óvenjulegur ágústmánuđur hefur veriđ á síđustu árum.

Síđan koma ţeir tíu dagar ţegar međalhámark var hćst.

ármándagurmeđaltal
200481121,55
200481020,44
200481320,40
200481419,72
19808119,32
200481219,29
20048918,39
199781318,30
20088118,07
199781218,06

Ţađ hefur ađeins gerst örfáum sinnum ađ međalhámarkhiti á landinu sé meiri en 20 stig. Hitabylgjan 2004 á hér sex daga af tíu. Talan frá 1. ágúst 1980 er undir örlítiđ fölsku flaggi ţví hún fćr ađstođ frá síđdeginu og kvöldinu áđur, 31. júlí. Hér skorar hitabylgjan í ágúst 1997 líka vel. Hún var sérstaklega hitagćf á hálendinu. Ég hef ekki reiknađ međaltöl fyrir hálendiđ sérstaklega.

Viđ látum hćsta međallágmarkiđ fylgja međ. Ţađ er mćlikvarđi á hlýjar nćtur. Algengt er ađ hlýjasta nótt ársins sé í ágúst og hefur einnig veriđ í september.

ármándagurmeđaltal
201081512,73
200382511,94
201081311,88
199581011,54
20038911,54
200481111,41
199581111,35
20098611,26
201081411,23
20048311,12

Ţetta eru nýlegar tölur, ţrjár ágústnćtur á síđasta ári eru á listanum ţar á međal sú hlýjasta. Ágústmánuđur í ár hefur ekki veriđ líklegur til stórrćđa enn sem komiđ er.

Viđ skautum líka yfir kuldana, en lengri töflur eru í viđhenginu.

Lćgsti međalhiti ágústdags:

ármándagurmeđaltal
19568274,49

Međalhiti landsins alls var ekki nema 4,5 stig ţann 27. ágúst 1956 - enda voru sett kuldamet víđs vegar um land.

Sami dagur á lćgsta landsmeđallágmarkiđ

ármándagurmeđaltal
19568270,70

Ţađ var 0,7 stig.

Og ađ lokum lćgsti landsmeđalhámarkshiti

ármándagurmeđaltal
19778317,21

Haustiđ kom óvenju snögglega 1977. Hitabylgja hafđi gengiđ yfir um miđjan mánuđ - ein af bestu hitabylgjum ágústmánađar. Ţann 27. gerđi mikiđ illviđri af suđaustri. Ţađ var sérstakt fyrir ţađ hversu mikiđ af trjám brotnađi enda ţung af laufi. Allt í einu var komiđ haust og ţađ stađfestist nćstu daga međ nćturfrostum og snjó á fjöllum. En haustiđ varđ samt hagstćtt úr ţví - en ţađ var haust en ekki sumar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţökkum ţennan fróđleik. Stöđugt bćtist viđ í bankann og sífellt lćrir mađur meira. Ef ég er ekki ađ misskilja ţví meira (sem getur jú vel veriđ!) ţá vekur ţađ athygli mína ađ síđari hluti sjöunda áratugarins, ţ.e. árin frá 1966 til og međ 1970, koma ekkert sérstaklega sterkt fram í lágmörkum. Í minni okkar, sem vorum á virkasta lífaldri á ţeim tíma, voru ţessi ár ansi köld og kom ţađ víđa fram, ekki síst varđandi allan jarđargróđur. Mér eru t.d. afskaplega minnisstćđ sumrin 1968 og 1969 fyrir ţessar sakir. Í júlí 1969 snjóađi í fjöll í nćr öllum vikum sumarsins og frostnćtur ţó nokkrar, ţrátt fyrir langan sólargang á ţessum árstíma. Ţá spyr mađur sjálfan sig hvort svikult veđurminni sé ađ blekkja mann? Voru t.d. orsakir gríđarlegs kals í túnum ekkert síđur af völdum rangrar áburđarnotkunar, óheppilegrar samsetningar frćtegunda viđ túnrćktun, skorts á réttri tćkni viđ ađ "kýfa" slétturnar ţannig ađ ţćr veittu af sér leysingarvatni ađ vetrum til viđbótar viđ ađ hin gríđarmikla sókn í ţurrkađ votlendi til túnrćktunar leiddi af sér alltof súran jarđveg fyrir túngrös? Ekki ćtlast ég til ađ fá svör hjá ţér viđ ţessu, Trausti, ţađ vćri ósanngjarnt enda veđurfrćđin ekki rétta greinin til ađ svara slíkum spurningum.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 15.8.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţorkell, veđurminni ţitt er ábyggilega gott - enda punktar ţú í dagbók - er ţađ ekki? Ágústmánuđir áranna 1966 til 1970 voru ekki kaldir, fyrri mánuđir sumarsins voru ţađ hins vegar margir. Mikill munur var á veđurgćđum septembermánađanna 1968 og 1969, hinn fyrri međ ólíkindum hlýr og góđur en sá síđari alveg sérlega leiđinlegur og kaldur. Ég get ekki dćmt um orsakir kalsins mikla sem plagađi menn á ţessum árum - en áfređar voru mjög miklir. Sjálfsagt hefur fleira komiđ til. Ţađ er mér bara minnisstćtt ţegar Húnvetningar komu suđur og slógu hluta Hvanneyrarengja sem ég man ekki til ađ hafi veriđ nýttar síđan til heyöflunar.

Trausti Jónsson, 16.8.2011 kl. 01:10

3 identicon

Ţví miđur ná veđurdagbćkur mínar ekki nema 10 ár aftur í tímann. Hefđi betur byrjađ á ţessu fyrr!

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 16.8.2011 kl. 21:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 94
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 1059
  • Frá upphafi: 2420943

Annađ

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 935
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband