Af afbrigđilegum júlímánuđum - annar áfangi

Lítum nú létt á fáeina afbrigđilega júlímánuđi til viđbótar. Fyrir nokkrum dögum var fjallađ um ţá hlýjustu og köldustu, ţurrustu og votustu en í ţetta sinn höllumst viđ meir ađ nördahorninu og horfum á mánađameđaltöl loftţrýstings og vinda.

Ţađ ţarf ađ grafa djúpt í vasana til ađ finna hćsta og lćgsta mánađarmeđalloftţrýsting. Háţrýstiúthaldiđ er mest hjá júlí 1824, 1021,7 hPa. Magnús Stephensen skrifar í Klausturpóstinn um haustiđ (bls. 164, stafsetningu hnikađ til nútímamáls):

Sumariđ, ţegar útrunniđ, reyndist víđast hér á landi hlýtt, frjósamt og indćlt, gaf og ríkulegan heyfeng flestum nema hvar votlendi gerđu hann, ţá út hallađi, endasleppan af haustrigningum.

Ađrir háţrýstimánuđir eru 1968 og 1832. Lágţrýstingur entist lengst og mest í júlí 1876, 1000,5 hPa - ótrúlega lágt. Um hann segir í hnotskurn:

Rigningasamt nyrđra, snjór til fjalla, lengst af kuldar. Ekki sérlega uppörvandi eđa hitt ţó heldur. Nćstir í röđ lágţrýstimánađa eru 1861 og 1935. Síđarnefndi mánuđurinn kom viđ sögu í afbrigđapistlinum á dögunum sem rigningamánuđur á Suđurlandi. - Mikiđ af lćgđum, greinilega.

Ţegar meta á tíđni vindátta eru margir röđunarmöguleikar. Fyrir nokkru litum viđ á mestu norđanţráviđri í júní - en lítum nú á sama fyrir júlí. Inngangstexti er endurtekinn úr fyrri pistli (19. júní).

1. Mismunur á loftţrýstingi austanlands og vestan. Ţessi röđ nćr sem stendur aftur til 1881. Gengiđ er út frá ţví ađ sé ţrýstingur hćrri vestanlands heldur en eystra séu norđlćgar áttir ríkjandi. Líklegt er ađ ţví meiri sem munurinn er, ţví ţrálátari hafi norđanáttin veriđ. Ákveđin atriđi flćkja ţó máliđ - en viđ tökum ekki eftir ţeim hér. Samkvćmt ţessum mćlikvarđa er júlí 1993 á toppnum, síđan kemur 1970. 

2. Styrkur norđanáttarinnar eins og hann kemur fram ţegar reiknuđ er međalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuđum) veđurstöđvum. Ţessi röđ nćr ađeins aftur til 1949. Eftir ţessum mćlikvarđa er júlí 1993 líka í fyrsta sćti og 1970 í öđru. 

3. Gerđar hafa veriđ vindáttartalningar fyrir ţćr veđurstöđvar sem lengst hafa athugađ samfellt og vindatugunum skipt á 8 höfuđvindáttir og prósentur reiknađar. Síđan er tíđni norđvestan, norđan, norđaustan og austanáttar lögđ saman. Ţá fćst heildartala norđlćgra átta. Samkvćmt ţessari mćlitölu er júlí 1915 í fyrsta sćti, síđan 1931 og 1993 í ţví ţriđja.

4. Fjórđi mćlikvarđinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nćr hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verđum viđ ţó ađ taka niđurstöđum greiningarinnar međ varúđ. Í ţessum lista er júlí 1993 enn í fyrsta sćti en 1931 í öđru.

5. Fimmti kvarđinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvađ hér er reiknađ í 500 hPa-fletinum. Hér er 1890 í fyrsta sćti en 1993 í öđru. 

Viđ sjáum ađ norđanáttin hefur veriđ sérlega ţaulsetin í júlí 1993 enda var mánuđurinn afspyrnuslćmur norđanlands. Ţađ er hins vegar júlí 1955 sem rađast í efstu sćti flestra sunnanáttarrađanna, nćr fjórum sćtum af fimm. Glćsilegur árangur.

Rólegastur júlímánađa á mćlikvarđa loftţrýstióróa er 1888. Sá mánuđur fékk góđa dóma nema í hafsíssveitum norđaustanlands en ţar var mjög dauf tíđ. Sá órólegasti var júlí 1983 - sumariđ ţegar mótmćlastađan var viđ Veđurstofuna. Ţetta er versta sumar í mínu minni og fádćma kalt ţótt suđvestlćgar áttir vćru ríkjandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Fádćma kalt ţó suđvestlćgar áttir vćru ríkjandi, júlí 1983. Ţá vaknar spurningin auđvitađ; hvers vegna er stundum svona kalt í suđvestanátt en stundum, 1955 t.d. miklu hlýrra.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.7.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Sá virđist eini munur á ţessum tveimur júlímánuđum vera ađ 1955 var vindátt íviđ suđlćgari heldur en 1983, suđvestan í stađ vestsuđvestan. Ţykktin var meira ađ segja svipuđ ţrátt fyrir mikinn hitamun.

Trausti Jónsson, 13.7.2011 kl. 00:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1070
  • Sl. sólarhring: 1106
  • Sl. viku: 3460
  • Frá upphafi: 2426492

Annađ

  • Innlit í dag: 957
  • Innlit sl. viku: 3113
  • Gestir í dag: 927
  • IP-tölur í dag: 859

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband