Dćgursveifla í júlí - mest og minnst

Hér er, til gamans, listi yfir ţćr sjálfvirkar veđurstöđvar sem mćla mesta og minnsta dćgursveiflu í júlí. Dćgursveifluna er hćgt ađ skilgreina á tvennan hátt. Annars vegar sem mismun á lágmarkshita og hámarkshita sólarhringsins [köllum ţađ ađferđ A] en hins vegar út frá svonefndum klukkumeđaltölum. Ţá er reiknađur međalhiti á klukkustundarfresti allan sólarhringinn og munur reiknađur á hćsta og lćgsta međaltalinu [köllum ţađ ađferđ B].

Á ţeim tíma árs sem sólargangur rćđur mestu um dćgursveifluna (sumar) er ekki mjög mikill munur á ađferđunum tveimur, en hins vegar er hann mjög mikill á vetrum, einkum í svartasta skammdeginu. Á ţeim tíma árs rćđur tilfallandi stađa veđurkerfa mestu og hámarkshiti getur allt eins veriđ ađ nóttu frekar en degi. Útkoma úr ađferđ A er alltaf stćrri en útkoman úr ađferđ B. Hlutfalliđ B/A getur ţví mest orđiđ 1,0 - en er oftast minna. Viđ getum ţess í framhjáhlaupi ađ ţađ má kalla festu dćgursveiflunnar. Ef til vill má fjalla nánar um hana síđar.

Hér ađ neđan er miđađ viđ ađferđ B. Töflurnar sýna minnstu og mestu dćgursveifluna í júlímánuđi. Fyrst eru stöđvar minnstu sveiflu. Dálkarnir eru, röđ, hćsta klukkumeđaltal, lćgsta klukkumeđaltal og munur ţeirra beggja, allt í °C. Nafn stöđvarinnar er síđan aftast.

röđhćstlćgstmismStöđ
18,137,220,91Seley
28,016,871,14Fontur
39,338,131,20Bjarnarey
48,747,481,26Papey
510,018,671,34Straumnesviti
69,528,151,37Skagatá
75,974,531,44Brúarjökull
89,377,901,47Hornbjargsviti
99,287,771,51Dalatangi
1010,348,801,54Bjargtangar
1111,109,541,56Ingólfshöfđi
128,747,111,63Kambanes

Hér sést ađ allar stöđvarnar nema ein eru á eyjum og annesjum. Austurlandsstöđvarnar sem eru nćrri ţví ofan í köldum Austuríslandsstraumnum taka fjögur efstu sćtin, síđan koma stöđvar viđ sjóinn á norđanverđum Vestfjörđum ásamt Skagatá. Á milli ţessara stöđva er síđan stöđin á Brúarjökli, í sjöunda sćti. Jökulyfirborđiđ stelur mestöllum sólarvarma dagsins bćđi viđ stöđina og einnig yfirborđs ofar á jöklinum ţađan sem loftiđ sem streymir hjá stöđinni er oftast komiđ. Í 9 til 12 sćti eru síđan ađrar nesjastöđvar.

Takiđ líka eftir hitatölunum sjálfum. Ţegar ţćr eru skođađar verđur ađ hafa í huga ađ mishlýir júlímánuđir eru í safni hverrar stöđvar, alla vega er mikiđ óráđ ađ fara út í mikinn samanburđ sem byggir á aukastöfum. Ingólfshöfđi er ţó trúlega hlýjastur ţessara stađa og Brúarjökull kaldastur.

röđhćstlćgstmismStöđ
113,506,167,34Brú á Jökuldal
214,717,387,33Reykir í Fnjóskadal
315,768,717,05Hjarđarland í Biskupstungum
414,657,686,97Húsafell 
513,476,626,85Möđrudalur
614,647,816,83Ţingvellir
714,247,626,62Bjarnarflag
814,567,946,62Básar á Gođalandi
914,838,236,60Ásgarđur í Dölum
1014,547,986,56Hallormsstađur
1114,948,416,53Torfur í Eyjafirđi
1215,108,606,50Kálfhóll á Skeiđum

Dálkarnir eru ţeir sömu og í fyrri töflunni. Brú á Jökuldal er efsta stöđ listans, ekki munar ţó nema 0,01 stigi á henni og stöđinni í öđru sćti sem er Reykir í Fnjóskadal. Ekki skulum viđ taka ţennan mun hátíđlega - vanda ţarf reikningana betur ef greina á milli - kannski er ţađ ekki hćgt. Síđan kemur hver stöđin á fćtur annarri, langflestar á sléttlendi eđa í dalbotnum í öruggri fjarlćgđ frá ströndinni. Rita mćtti langt mál um áhrif landslags á hverjum stađ og gaman vćri ađ líta nánar á ţađ - en verđur auđvitađ ekki gert hér. En takiđ samt eftir ţví ađ enginn ţessara stöđva er inni á sjálfu hálendinu. Hvernig stendur á ţví?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2838
  • Frá upphafi: 2427390

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2541
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband