Ţuklađ á júlí - helstu júlímet - sett á daga

Í upphafi júlí 2011 er ágćtt ađ líta á helstu landsmet mánađarins. Viđ ćttum ţó ađ hafa óvissu í huga, en metalistar eru alltaf til skemmtunar, rétt eins og úrslit íţróttamóta.

Hćsti hiti sem mćlst hefur á landinu í júlí (svo viđurkennt sé) eru 30,0 stig, mćlt á Hallormsstađ 17. júlí 1946. Á Hallormsstađ var hámark yfirleitt ekki lesiđ nema međ 0,5 stiga nákvćmni ţannig ađ ákveđin óvissa fylgir af ţeim sökum. Hćsti hiti sem var lesinn af ađalmćli stöđvarinnar var 27,0 stig. Ţann 11. júlí 1911 varđ jafnhlýtt á Akureyri ţegar hitinn mćldist 29,9 stig. Gríđarleg hitabylgja var á norđan- og austanverđu landinu ţennan dag og hiti kl. 17 var 28,9 stig á Seyđisfirđi en ţar voru engar hámarkshitamćlingar. Hitans gćtti ekki suđvestanlands í suddaveđri sem ţar var.

Geta má ţess ađ um svipađ leyti (1911) fór hiti yfir 20 stig í Fćreyjum og mánuđi síđar gerđi gríđarlega hitabylgju í Danmörku (yfir 35 stig) og á Bretlandseyjum (yfir 37 stig).

Hćsti hiti sem mćlst hefur í Reykjavík í júlí var hinn minnisstćđa 30. áriđ 2008, 25,7 stig. Ţá mćldist hiti á Ţingvöllum 29,7 stig, ţađ mesta sem mćlst hefur á sjálfvirkri stöđ á Íslandi. Er tími kominn á ađ 30 stiga múrinn verđi rofinn ađ nýju.

Lćgsti hiti sem mćlst hefur á landinu í júlí er -4,1 stig í Möđrudal ţann 21. áriđ 1986. Ámóta lágur hiti, -4,0 stig, mćldist í Núpsdalstungu í Miđfirđi ţann 27. áriđ 1944. Miđfjörđurinn er ţekktur međal veđurnörda fyrir lágan lámarkshita í júlí og ágúst (án ţess ađ ţar sé sérlega kalt ađ öđru leyti). Frost mćldist á fleiri stöđvum nóttina köldu 1944 en viku áđur var yfirstandandi einhver besta og mesta hitabylgja sem vitađ er um um landiđ suđvestan- og vestanvert.

Ţćr miklu hćđir sem valda hitabylgjunum hafa tilhneigingu til ađ fćrast til vesturs og austan viđ ţćr er ţá miskunnarlaus norđanátt beint úr Norđuríshafi. Lćgsti hiti sem vitađ er um á Akureyri í júlí er -1,0 stig. Ţetta var 1. dag mánađarins 1915. Rúmri viku síđar gerđi mjög hart norđanveđur međ snjókomu í byggđum norđaustanlands og sunnanlands lömdust kartöflugrös og skemmdust.  

Lćgsti hiti sem mćlst hefur í júlí í Reykjavík er 1,4 stig. Ţađ var ţann 25. áriđ 1963. Persónulega minnist ég ţessa dags sérstaklega ţví ţá snjóađi niđur í Brekkufjall viđ Borgarfjörđ en ţađ er ađeins 400 metra hátt.

Mesta snjódýpt sem mćlst hefur á veđurstöđ í byggđ í júlí er 10 cm, ţann 24. 1966 í ţví veđri sem sennilega hefur verst orđiđ allra júlíveđra síđustu 90 árin. Ţá fuku ţök af húsum bćđi sunnanlands og norđan, trillur sukku í höfnum og gróđur stórspilltist. Mesta snjódýpt á veđurstöđ mćldist viđ Snćfellsskála 17. júlí 1995, 15 cm, en ţađ er hátt til fjalla og ekki sambćrilegt viđ byggđastöđvar.

Mesta sólarhringsúrkoma í júlí á veđurstöđ mćldist á Hánefsstöđum viđ Seyđisfjörđ ţann 4. áriđ 2005, 201,1 mm. Ţá urđu miklir vatnavextir eystra og fokskađar bćđi í Hornafirđi og á Snćfellsnesi.

Loftţrýstiútgildin eru bćđi úr Stykkishólmi. Lćgsti ţrýstingur í júlí mćldist í Stykkishólmi ţann 18. áriđ 1901, 974,1 hPa. Ţá urđu skađar í ofsavestanveđri austanlands. Mjög fátítt er ađ ţrýstingur fari niđur fyrir 980 hPa í júlí. Ţrýstihámarkiđ mćldist ţann 3. áriđ 1917, 1034,5 hPa.

Viđ nefnum afbrigđilega júlímánuđi vonandi eftir nokkra daga. Annars má geta ţess í framhjáhlaupi ađ fimm daga tölvuspár og lengri eru međ eindćmum óstöđugar ţessa dagana, ýmist spáđ miklum hlýindum eđa afbrigđilegum kuldaköstum eđa skakviđri. Sennilega rétt ađ trúa engu. En viđ fylgjumst međ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hvađ var úrkoman á Hánefsstöđum?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 4.7.2011 kl. 14:13

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Úrkoman á Hánefsstöđum var 201,1 mm.

Trausti Jónsson, 4.7.2011 kl. 14:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 72
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 2839
  • Frá upphafi: 2427391

Annađ

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2542
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband