Eitthvađ skárra?

Nú skríđur síđari hluti kuldans slćma suđur yfir landiđ í nótt og á morgun. Ţá tekur eitthvađ skárra viđ. Skárra í ţeirri merkingu ađ heldur hlýnar en ósagt skal látiđ um annađ.

w-blogg080611a

Kortiđ er ţykktarspá sem gildir klukkan 9 ađ morgni miđvikudags 8. júní. Svörtu heildregnu línurnar sýna ţykktina í dekametrum (dam=10 metrar), en lituđu fletirnir hita í 850 hPa fletinum. Lćgsta jafnţykktarlínan yfir landinu er 5200 metrar. Ţađ er međ ţví lćgsta sem vćnta má í júnímánuđi.

Sólinni tókst i dag ađ kreista skúrir út úr kalda loftinu á stöku stađ og ţegar ţetta er skrifađ (um miđnćtti) hefur útgeislun ekki enn tekist ađ ganga frá öllum skýjum dagsins. Lágmarkshiti nćturinnar fer nokkuđ eftir ţví hvort skýjađ er eđa ekki. Ţrátt fyrir skýin fer hiti samt víđa niđur fyrir frostmark ađ nćturlagi. Ţar sem úrkoma er á annađ borđ yfir nóttina og fram á morgun er jafnlíklegt ađ hún falli sem snjór.

En kuldinn á ađ fara suđur yfir land og hringsólar milli Íslands og Bretlands nćstu daga, en sjávarhitinn dregur smám saman úr honum mesta broddinn. Á kortinu má sjá ađ fyrir austan land er mikill ţykktarbratti - hiti vex hratt til austurs. Ţetta loft sćkir til vesturs fyrir norđan land. Međan á framsókn ţess stendur hvessir eitthvađ hér á landi. Viđ látum veđurspámenn um ađ dreifa upplýsingum um ţann vind og úrkomu sem fylgir. En lítum á 500 hPa-kort af stćrra svćđi.

w-blogg080611b

Ţetta er spá evrópureiknimiđstöđvarinnar og gildir hún um hádegi á fimmtudag (9. júní). Línurnar á myndinni sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum, sú rauđa, ţykka, er 5460 metra jafnhćđarlínan og sú ţynnri rauđa er 5820 metrar. Ađ undanförnu höfum viđ veriđ ađ sjá ađ svćđin sem liggja neđar en 5460 metra línan minnka stöđugt ađ flatarmáli. Sumariđ er ađ stćkka yfirráđasvćđi sitt.

Kalt loft hefur á kortinu lokast inni sunnan Íslands, vel ađskiliđ frá öđrum köldum svćđum. Mikil hćđ er yfir Finnlandi norđanverđu og beinir hún mjög hlýju lofti til norđvesturs, í svipađa stefnu og rauđbrúna örin sýnir. Ţví miđur nćr ţađ varla til Íslands, en ţó nóg til ţess ađ koma ţykktinni upp fyrir 5400 metra um helgina. Ţađ ţýđir ađ viđ fáum yfir okkur loft sem er 10 stigum hlýrra heldur en ţađ sem nú er yfir landinu og munar um minna. Hvenćr nákvćmlega ţađ verđur kemur í ljós í veđurfréttum nćstu daga.

En viđ ţyrftum helst ađ losna viđ 5460 metra línuna frá landinu til ţess ađ almennilega hlýni. Framtíđarspár eru hikandi hvađ ţađ varđar. En hlýja loftiđ um helgina ýtir eitthvađ viđ henni ţó ekki sé nema í bili.

Í viđhenginu má sjá dćgurlágmörk júnímánađar fyrir Reykjavík og Akureyri. Ţar skal taka eftir ţví ađ Reykjavíkurröđin er tvískipt, skipt er um 1949. Á Akureyri voru engar lágmarkshitamćlingar fyrir 1937. Í leit ađ eldri gildum ţurfti ađ líta til lćgsta hita á athugunartíma. Í júní er dćgursveifla hitans hvađ eindregnust og kerfisbundinn munu er ţá á lágmarkshita og hita á fyrsta athugunartíma morgunsins. Ţetta er ekki eins áberandi ţegar sól er lćgra á lofti.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband