8.6.2011 | 00:23
Eitthvað skárra?
Nú skríður síðari hluti kuldans slæma suður yfir landið í nótt og á morgun. Þá tekur eitthvað skárra við. Skárra í þeirri merkingu að heldur hlýnar en ósagt skal látið um annað.
Kortið er þykktarspá sem gildir klukkan 9 að morgni miðvikudags 8. júní. Svörtu heildregnu línurnar sýna þykktina í dekametrum (dam=10 metrar), en lituðu fletirnir hita í 850 hPa fletinum. Lægsta jafnþykktarlínan yfir landinu er 5200 metrar. Það er með því lægsta sem vænta má í júnímánuði.
Sólinni tókst i dag að kreista skúrir út úr kalda loftinu á stöku stað og þegar þetta er skrifað (um miðnætti) hefur útgeislun ekki enn tekist að ganga frá öllum skýjum dagsins. Lágmarkshiti næturinnar fer nokkuð eftir því hvort skýjað er eða ekki. Þrátt fyrir skýin fer hiti samt víða niður fyrir frostmark að næturlagi. Þar sem úrkoma er á annað borð yfir nóttina og fram á morgun er jafnlíklegt að hún falli sem snjór.
En kuldinn á að fara suður yfir land og hringsólar milli Íslands og Bretlands næstu daga, en sjávarhitinn dregur smám saman úr honum mesta broddinn. Á kortinu má sjá að fyrir austan land er mikill þykktarbratti - hiti vex hratt til austurs. Þetta loft sækir til vesturs fyrir norðan land. Meðan á framsókn þess stendur hvessir eitthvað hér á landi. Við látum veðurspámenn um að dreifa upplýsingum um þann vind og úrkomu sem fylgir. En lítum á 500 hPa-kort af stærra svæði.
Þetta er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir hún um hádegi á fimmtudag (9. júní). Línurnar á myndinni sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum, sú rauða, þykka, er 5460 metra jafnhæðarlínan og sú þynnri rauða er 5820 metrar. Að undanförnu höfum við verið að sjá að svæðin sem liggja neðar en 5460 metra línan minnka stöðugt að flatarmáli. Sumarið er að stækka yfirráðasvæði sitt.
Kalt loft hefur á kortinu lokast inni sunnan Íslands, vel aðskilið frá öðrum köldum svæðum. Mikil hæð er yfir Finnlandi norðanverðu og beinir hún mjög hlýju lofti til norðvesturs, í svipaða stefnu og rauðbrúna örin sýnir. Því miður nær það varla til Íslands, en þó nóg til þess að koma þykktinni upp fyrir 5400 metra um helgina. Það þýðir að við fáum yfir okkur loft sem er 10 stigum hlýrra heldur en það sem nú er yfir landinu og munar um minna. Hvenær nákvæmlega það verður kemur í ljós í veðurfréttum næstu daga.
En við þyrftum helst að losna við 5460 metra línuna frá landinu til þess að almennilega hlýni. Framtíðarspár eru hikandi hvað það varðar. En hlýja loftið um helgina ýtir eitthvað við henni þó ekki sé nema í bili.
Í viðhenginu má sjá dægurlágmörk júnímánaðar fyrir Reykjavík og Akureyri. Þar skal taka eftir því að Reykjavíkurröðin er tvískipt, skipt er um 1949. Á Akureyri voru engar lágmarkshitamælingar fyrir 1937. Í leit að eldri gildum þurfti að líta til lægsta hita á athugunartíma. Í júní er dægursveifla hitans hvað eindregnust og kerfisbundinn munu er þá á lágmarkshita og hita á fyrsta athugunartíma morgunsins. Þetta er ekki eins áberandi þegar sól er lægra á lofti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 593
- Sl. sólarhring: 654
- Sl. viku: 3755
- Frá upphafi: 2428477
Annað
- Innlit í dag: 515
- Innlit sl. viku: 3359
- Gestir í dag: 492
- IP-tölur í dag: 468
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.