Dægurlágmörk í júní

Það er ágætt að hafa við höndina lista með lægstu dægurlágmörkum júnímánaðar, ef kuldinn skyldi ofbjóða okkur. Listinn fyrir byggðir og landið allt er í viðhenginu en við kíkjum lauslega á mynd.

w-d_tn-juni

Landsmetið er frá stöðinni í Nýjabæ á Nýjabæjarfjalli inn af Eyjafirði en þar var starfrækt mönnuð veðurstöð í eitt ár. Sennilega mesta veðravíti allra mannaðra stöðva á landinu. Helstu keppinautar eru Sandbúðastöðin sem rekin var í fimm ár mönnuð og stöðin á Jökulhálsi við Snæfellsjökul veturinn 1932 til 1933. Kuldakastið 1973 er eftirminnilegt, ég var að vísu ekki á landinu. Var ekki hvítasunnufagnaður unglinga í Þjórsárdal - þar sem snjóaði? Athugulir lesendur sjá smávillu í myndinni og í viðhenginu en hún ætti ekki að koma að sök.

Byggðarmetið er gamalt, úr Grímsey 3. júní 1890. Sennilega er vissara að athuga það nánar, en kuldakastið í upphafi júní það ár var alvöru. Þennan dag var hámarkshiti í Reykjavík 3,5 stig og hefur aldrei orðið lægri í júní. Tveimur dögum síðar gerði ökklasnjó í Vestmannaeyjum og bátur fórst á leið frá Akranesi í Borgarnes.

Í viðhenginu má sjá að háfjallastöðvarnar eru smám saman að hirða upp dægurmetin fyrir landið í heild. Gagnheiði á 11 dægurmet, Skálafell 4 og Sandbúðir 6 (samtals mannað og sjálfvirkt). Í byggð er Grímsstaðir á Fjöllum metasæknust stöðva, í þessum mánuði drýgri heldur en Möðrudalur - ég veit ekki hvers vegna. Staðarhóll í Aðaldal sækir í sig veðrið þegar líður á mánuðinn en síðan eru stöðvar á stangli um landið með met, syðra eru það bæði Þingvellir og Stórinúpur. Stórinúpur á 2 dægurmet í byggð.

Lengi var tala úr Möðrudal frá 1917 að flækjast fyrir sem landsmet. En athugun á skýrslunni sýnir ekki þá tölu úr hendi athugunarmanns. Einhver góður maður á dönsku veðurstofunni hefur krotað -11 ofan í aðra miklu trúlegri lágmarkstölu seint í mánuðinum. Engin skýring er gefin og málið því líklega úr sögunni.

Á myndinni má sjá talsvert þrep í kringum þann 10. Þá hækka lágmörkin um 2 til 3 stig en hækka hægar eftir það.

Verða kuldamet slegin næstu daga? Það er hugsanlegt þar til síðari háloftalægðin sem minnst var á hér á hungurdiskum í gær er gengin hjá á miðvikudaginn (þann 8.). Júní 2011 hefur því tvær nætur til að reyna. Við hugum frekar að júnímetum næstu daga.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 581
  • Sl. viku: 3780
  • Frá upphafi: 2429202

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 3302
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband