6.6.2011 | 00:38
Beint frá norðurpólnum?
Örlitlar ýkjur felast í þeirri fullyrðingu að nú (sunnudagskvöld 5. júní) sé loft yfir okkur sem upprunnið er á norðurpólnum, en kalt er það.
Þetta er hefðbundin mynd af ástandinu í 500 hPa fletinum. Jafnhæðarlínurnar eru svartar og heildregnar, merktar í dekametrum (dam = 10 metrar). Vindur blæs nokkurn veginn samsíða jafnhæðarlínunum, með hærri flöt til hægri við vindstefnuna. Rauðu strikalínurnar sýna þykktina á milli 500 hPa og 1000 hPa þrýstiflatanna, einnig i dekametrum. Því lægri sem hún er því kaldara er loftið í neðri hluta veðrahvolfs.
Það er 5220 metra jafnþykktarlínan sem snertir norðurströnd Íslands. Þetta er um 200 metrum lægra heldur en það sem sæmilegt þykir á þessum tíma árs. Þumalfingursregla er að hverjir 20 metrar í þykkt jafngildi 1 stigi í hita. Óánægja okkar nemur því að minnsta kosti 10 stigum. Þykktin 5220 býður upp á næturfrost um mestallt land. Gaddfrost meira að segja þar sem vindur er hægur.
En á móti kemur í björtu veðri í júní að sólin er dugleg og þar sem lygnt er getur hitamunur dags og nætur hæglega orðið 15 til 20 stig - og þá auðvitað kuldi aftur næstu nótt.
Ég hef merkt áköfustu framrás kuldans á kortið með blárri línu - kuldaásinn. Svo vill til að ekki er mjög langt í hlýrra loft vesturundan og smávægilegar sveiflur í samspili þykktar- og jafnhæðarlína gætu dregið úr afli frostsins aðra nótt vestast á landinu - en ekki veit ég um það.
Lofti sem berst hratt til suðurs er boðið upp á að fletjast út í neðri lögum. Við það dragast veðrahvörfin ofan við niður og - hókus-pókus - til verður snörp háloftalægð, kuldapollur. Þetta er auðvitað illskiljanlegt en samt mikilvægur hluti af veðurævintýrinu mikla sem við fylgjumst með frá degi til dags.
Norðanáhlaup dagsins er á kortinu (gildir kl.15 á mánudag 6.6.) búið að mynda svona lægð sunnan við land. Hún dýpkar og strandar við Bretlandseyjar. Þar verður boðið upp á mikið skítkast næstu daga. Á kortinu er síðan að verða til önnur ámóta lægð fyrir norðan land. Hún fer suður yfir landið á miðvikudag eða svo og eftir það er fyrst von um að kuldakastinu linni.
Jafnframt þessari atburðarás hér við land, ryðst hlýtt loft langt úr suðri norður um Skandinavíu. Satt best að segja eru spár um hlýindin þar nærri því með ólíkindum. Þykktin yfir Nordland í Noregi (í námunda við Bodö) á að fara upp í 5650 metra á fimmtudag og föstudag, slík tala getur boðið upp á hitamet - yfir 30 stig við bestu skilyrði önnur. Við getum ornað okkur við það að hlýtt loft tempraðabeltisins er á fleygiferð um þessar mundir og með smáheppni (réttara væri að segja með stórheppni) gætum við orðið á vegi þess - en ekki alveg næstu daga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 81
- Sl. sólarhring: 386
- Sl. viku: 2403
- Frá upphafi: 2413837
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 2218
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Við skulum vona að heppnin verði með okkur á næstunni.
Frábærir pistlar
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 6.6.2011 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.