3.6.2011 | 00:06
Mikil veðrabreyting - að litlu gagni?
Fram til laugardags (4. júní) verða miklar breytingar í skipan háloftaveðurkerfa við norðanvert Atlantshaf. Í stað þess að kalt loft hefur verið ríkjandi fyrir suðvestan og vestan okkur tekur hlýtt loft völdin á þeim slóðum. Óvíst er hvort þetta gagnast framsókn sumarsins hér á landi. En lítum á málið. Fyrst er þykktarspákort fyrir föstudagsmorgun (3. júní) kl. 9.
Þetta kort ætti að vera orðið kunnuglegt föstum lesendum hungurdiska, það sýnir myndarlegan kuldapoll á austurleið yfir Vestfjörðum. Jafnþykktarlínur eru svartar og sýna þykktina í dekametrum (dam = 10 metrar). Því lægri sem hún er, því kaldara er loftið. Á sumrin viljum við helst ekki sjá þykkt sem er minni en 5400 metrar. Hér er hún innan við 5240. Kuldapollurinn er á miklu skriði þannig að óvíst er hvort hann muni valda miklum skúrum þegar hann fer hjá - ekki alveg víst það.
Lituðu svæðin sýna hita í 850 hPa - hér í um 1450 metra hæð. Þeir sem sjá vel greina lítinn blett yfir landinu þar sem frostið er meira en 8 stig. Þetta er allt of kalt, frostmarkið er kannski í 500 metra hæð yfir sjó, og næturfrost verður í byggð þar sem vindur er hægur og lítið af skýjum.
En nú verða hins vegar veruleg umskipti til laugardagskvölds (4. júní) kl. 21.
Þetta er eitthvað annað, blái liturinn nærri kominn út af kortinu. Framrás hlýindanna er svo snörp að aftasti hluti kalda loftsins lokast inni og hrekst nú til Bretlandseyja. Skyldi hann valda þrumuveðri þar? Við Hvarf á Grænlandi er hlýr hóll, þar er þykktin 5600 metrar - hitabylgjutala. Það er 5460 metra línan sem strýkur vestur- og suðurströnd Íslands. Frostlaust er í 850 hPa víðast hvar á kortinu. Nú á eftir að losna við svalt sjávarloftið í neðstu lögum við landið. Það tekst ekki nema þar sem vindur stendur af landi og sólin skín. Ég hef ekki litið á það í smáatriðum hvort hiti muni einhvers staðar ná 20 stigunum. Það kemur bara í ljós.
En - en þið sjáið að jafnþykktarlínurnar eru gríðarlega þéttar fyrir norðvestan land og þar liggur kuldaboli í leyni - tilbúinn til sóknar suður um Ísland strax á sunnudag. Lítum betur á það.
Við horfum á þessa mynd í tveimur áföngum. Fyrst er það norðurhvelið allt - bera má saman við myndir hér á blogginu fyrir nokkrum dögum. En kortið sýnir spá um legu 500 hPa-flatarins yfir norðurhveli um hádegi á laugardag (4. júní). Jafnhæðarlínur eru teiknaðar með bláum og rauðum heildregnum línum. Þykka rauða línan er 5460 metrar. Fyrir aðeins nokkrum dögum var hún langt sunnan Íslands en fer norður yfir landið á morgun (föstudag).
Við sjáum líka að hin sjaldgæfa 5820 metra lína (rauð) hefur tekið á sig mikinn krók langt fyrir suðvestan land. Það er skemmtilegt að sjá hvernig vestanáttarhringrásin mikla um norðurhvel hefur nú brotnað niður í fjölmargar smálægðir (kuldapolla) sem spilla (?) veðri hver á sínum stað. Undir hæðinni miklu yfir Bandaríkjunum er þykktin orðin meir en 5760 metrar. Það fer að verða óþægilegt, sérstaklega þar sem rakur vindur stendur af hlýjum Mexíkóflóanum. Þar fer fellibyljatíminn að hefjast og hitabeltislægðir fara að komast á kreik þegar hvarfbaugsröstin mikla slaknar nægilega. Hún býr við veðrahvörfin og sést á 200 hPa-kortum.
Fjólubláu svæðin á kortunum sýna hvar tölvan telur spána óvissa sem nemur 2 til 4 dekametrum. En Ísland er þarna einhvers staðar og við lítum á sömu mynd, nú sýnir hún minna svæði.
Kortið gildir á hádegi á laugardag (4. júní). Hér sjáum við hæðina miklu og 582 dam (= 5820 metrar) línan sést vel. Kuldapollurinn sem lokaðist inni er hér sem mjög snarpt lægðardrag suður af landinu á leið til Bretlands. Síðan er mikill vindstrengur yfir Grænlandi og honum fylgir snarpt lægðardrag. Ég hef merkt það sem gula ör sem stefnir skammt norðan Íslands.
Nú er spurningin hvað úr verður á sunnudag og síðan áfram. Lægðardragið fer fljótt hjá en á eftir því kemur síðan hæðarhryggur norður úr hæðinni miklu. Hvar lendir hann? Hversu þrálátur verður hann? Verðum við í hæðar- eða lægðarbeygju í næstu viku? Endist hæðin mánuðinn út? [Þessi síðasta spurning er vafasöm - við getum ekkert um það vitað - spáið frekar í kaffibolla].
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 879
- Sl. viku: 2330
- Frá upphafi: 2413764
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Má þá ekki búast við þrumum og eldingum hér og jafn vel haglélum þegar svo skörp hitaskil ýta í burtu köldu lofti? Hvað með framhaldið mun kalda tungan taka við völdum aftur eftir helgi?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 14:38
Var að ganga í Esjuhlíðum seinnipartinn í dag. Slapp við rigningu en lenti í smá hundslappadrífu í neðsta parti stígsins. Trausti, takk fyrir sumarspána!
Tími til kominn!
Jóhanna Hákonardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 21:34
Trausti er flottur eins og venjulega.
Aðalsteinn Agnarsson, 3.6.2011 kl. 23:45
Hermundur: Þrumur og hagl fylgja oft snörpum kuldapollum en landið hefur tæpast verið nægilega hlýtt í dag til að setja slíka atburðarás af stað. Köld tunga úr norðri á að taka völdin eftir helgi - sé að marka tölvuspár.
Annars takk fyrir hrósið.
Trausti Jónsson, 4.6.2011 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.