Júníhiti í Stykkishólmi afbrigðilegur undanfarin ár

Við lítum nú á júníhita í Stykkishólmi frá upphafi mælinga. Fyrir 8 árum (2003) var ég spurður um það í dagblaði fyrstu dagana í júní hvernig útlitið væri. Ég var auðvitað mjög varkár í orðum og lét hafa eftir mér að útlitið væri nokkuð gott - en ólíklegt væri þó að sá mánuður sem fór í hönd yrði jafnhlýr og sá árið áður (2002).

Þetta var ekki aðeins vitlaust það árið heldur hafa allir júnímánuðir síðan nema einn verið hlýrri en júní 2002. Árið 2006 var hann lítillega kaldari, en ómarktækt. Þetta þýðir að hitareynsla fortíðar segir lítt eða ekki neitt um framtíðina. En auðvitað hlýtur þessi röð hlýrra júnímánaða að taka enda.

w-t78-juni

Þetta sést mjög vel á myndinni. Við sjáum að júníhitar síðustu ára eru beinlínis úti úr myndinni miðað við önnur tímabil. Júní áranna 2001 til 2010 voru að meðaltali 1,4 stigi hlýrri heldur en meðalhiti sama mánaðar á árunum 1961 til 1990 og um 0,3 stigum hlýrri en júní áranna 1932 til 1941 sem er það 10 ára tímabil sem næst kemst því nýliðna. Þá skaust einn mikill spillimánuður inn í safnið, 1937 en þá var meðalhiti aðeins 7,2 stig.

Ef til vill höfum við átt hlýindin inni því áður en þau hófust svo snögglega hafði hiti aðeins einu sinni (1953) náð þeirri makalausu röð hlýinda sem fylgt hefur okkur á 21. öldinni.

Hlýir júnímánuðir um 1830 eru ekki fastir í hendi - reiknast trúlega eitthvað niður í næstu umferð yfir tímann fyrir 1840. En reglan er sú að eftir að fyrst er reiknað eru grunsamlega hlýir mánuðir ekki bara þurrkaðir út vegna þess að veðurfræðingnum finnst þeir reiknast of hlýir.

En hvað með okkur nú? Er einhver von fyrir veðurfræðinginn nú hefur í 9 ár beðið eftir júnímánuði kaldari heldur en 2002? Ekki fer hann að segja að kaldir júnímánuðir séu úr sögunni? Nei, þeir eiga eftir að koma í röðum - vonandi fáum við samt frest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En nú kemur sá fyrsti i köldu röðinni. Annars má ég hundur heita!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2011 kl. 08:49

2 identicon


Þið gleymið júní 2009. Hann byrjaði leiðinlega, nokkrir dagar í röð voru sólarlausir þrátt fyrir að mjög öflug hæð væri yfir landinu, það andaði af hafi og náði hitinn ekki  yfir 10 c° nokkra daga í röð. Ég var að bera út póstinn þetta sumar og mér var svo skítkallt á höndunum! Svo reyndar endaði mánuðurinn með sól og hlýju og við tók enn eitt gullið sumar!

Það er reynsla mín að júní byrjar ekki alltaf vel, en það er enginn fyrirboði um nokkurn skapaðan hlut.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 15:41

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ekki vil ég spá um nýhafinn júni, það er rétt að fyrstu dagarnir ráða engu einir og sér.

Trausti Jónsson, 4.6.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 2327
  • Frá upphafi: 2413761

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2146
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband