24.4.2011 | 01:26
Mynd af páskalægðinni
Þótt myndir berist nú stöðugt frá gervihnöttum eru þær af misjöfnum gæðum - en maður þakkar þó fyrir það sem er. Skásta myndin sem ég fann af páskalægðinni var höluð niður í Dundee í Skotlandi fyrr í kvöld (laugardagskvöldið 23. apríl) og verð því að notast við hana. Mun betri mynd veður vonandi fáanleg seint í nótt (en þá verð ég löngu farinn að sofa).
Myndin var tekin klukkan 20 að kvöldi 23. apríl, útlínur Íslands og Grænlands eru merktar inn á myndina. Þetta er hitamynd, því hvítari sem skýin eru því kaldari og hærri eru þau. Meginskýjabakkinn er yfir Íslandi og undir honum er austanillviðri með rigningu eða slyddu (snjókomu til fjalla). Þegar þetta er skrifað (uppúr miðnætti) er þessi bakki kominn langleiðina norður af og skýlitla svæðið tekið við. Þar eru skúraklakkar á stangli þar sem uppstreymi hefur tekist að brjótast í gegnum teppi af hlýju niðurstreymislofti sem liggur ofan á.
Lægðarmiðjan er ekki fjarri suðvesturjaðri þessa skýlitla svæðis. Skammt sunnan við hana eru tveir krókar eða sveipir. Ég ætla ekki að ræða uppruna þeirra hér en krókar af þessu tagi koma og fara, en ganga hver á fætur öðrum kringum lægðarmiðjuna og vefjast smám saman alveg kringum hana.
Veðrið er trúlega verst austan við austari krókinn sem merktur er á myndina. Nú er engar vindmælingar að hafa frá þessu svæði. Slík staða er óþægileg í meira lagi og verður að treysta á tölvuspár sem nær aldrei eru alveg samhljóða. Síðan er að fylgjast með vindhraða, vindátt og loftþrýstingi í Grindavík, Keflavíkurflugvelli og á Garðskagavita og bera þær upplýsingar saman við myndirnar sem berast frá sístöðuhnettinum yfir miðbaug. Þær myndir hafa þann kost að koma oft en þann ókost að þær eru ekki mjög greinilegar hér á norðurslóðum. Þær má þó nota til samaburðar við ratsjármyndirnar, en því miður er vindhraðamælieining veðursjárinnar á Miðnesheiði biluð sem stendur.
Já, bláa örin á myndinni sýnir áætlaða braut smákuldapolls sem enn er vestan Grænlands en á að styrkja og kæla suðvestanáttina hér á landi annað kvöld og aðra nótt. Ekki er það sérstakt áhyggjuefni að öðru leyti en því að hálkan gæti heimsótt okkur aftur skamma stund. Varla þarf að taka fram að veður er langoftast mun verra á fjallvegum heldur en á láglendi. Það ætti að vera almenn regla ferðamanna að líta á vef Vegagerðarinnar þegar ekið er um heiðar, ekki aðeins þegar spáð er illu eins og nú er, heldur yfirleitt. Sömuleiðis að líta á vef Veðurstofunnar, þar eru nýjustu spárnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 54
- Sl. sólarhring: 277
- Sl. viku: 1849
- Frá upphafi: 2412869
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 1646
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hvað er að gerast með veðrið?
Veðrið hefur verið hreint út sagt ömurlegt þessa páska.
Enn eru endalausar s/v-lægðir með éljum og maí er í næstu viku.
Samkvæmt dagatalinu er sumarið löngu komið, en ekkert bólar á sumarveðrinu. Var einhver að tala um "global warming"?
Alla vegana er þetta eitthvað sem er á undanhaldi hér á landi.
Á meðan mun apríl slá öll met í Bretlandi hvað sól og hita varðar, og sumarið er löngu komið í Evrópu. Aftur á móti herðir veturinn bara tökin hér á landi, og það er ekkert fararsnið á honum.
Þetta hlýtur að vera sólarminnsti apríl í háa herrans tíð og úrkoman er sennilega í meira lagi. Páskarnir eru seint í ár, svo varla er hægt að bera þessa páska saman við páska hér áður fyrr. Kannski við páska hér á árunum fyrir 1900.
Ég tel þetta verðurlag mjög óvenjulegt. Búið að vera s/v hvassviðri og úrkomusamt meira eða minna allt þetta ár, og ekkert bendir til þess að þetta fari að breytast. Amk. gera allar langtímaspár ekki ráð fyrir því.
Sigurgeir Fr. Ólafsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 23:49
Þakka athugasemdina Sigurgeir. Úrkoma það sem af er mánuðinum er í meira lagi hér á Suður- og Vesturlandi, en hitinn er vel yfir meðallagi - meira að segja í Reykjavík. Óvenjuleg hlýindi hafa verið um landið norðaustan- og austanvert. Þeir dæmigerðu vordagar með sólskini og hita sunnan undir vegg (en kulda í forsælunni) hafa verið fáir nú í apríl hér í Reykjavík og skakviðri hafa vissulega verið með meira móti. Við bíðum auðvitað öll spennt eftir sumrinu og rétt eins og alltaf að grípa þá daga sem gefast.
Trausti Jónsson, 25.4.2011 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.