Fáeinar tölur úr sunnudagsillviðrinu (10. apríl 2011)

Hér er til gamans samantekt um illviðrið á sunnudaginn (10. apríl 2011). Í viðhengi má finna lista yfir mesta vindhraða og mestu vindhviðu á sjálfvirkum veðurstöðvum. Í listanum er þess einnig getið hvaða vindátt var þegar meðalvindhraðinn var mestur. Athugið að þarna er einnig dálkur þar sem greint er á milli vegagerðarstöðva (vg) og annarra sjálfvirkra (sj). Á flestum vegagerðarstöðvunum miðast vindhviður við 1 til 2 sekúndna gildi, en 2-4 sekúndna á öðrum stöðvum. Listanum er raðað eftir 10-mínútna hámörkunum - mesti vindhraði efstur - en síðan koll af kolli. Þeir sem vilja geta afritað listann yfir í töflureikni og raðað að vild.

w-illv100411a

Á myndinni má sjá að það var kl. 17 sem flestar stöðvar náðu hámarki sínu í veðrinu. Bæði var snerpan í veðrinu sennilega mest þá, en auk þess fór það þá yfir stöðvaþéttasta svæði landsins. Enn var að hvessa á fáeinum stöðvum um miðnættið. Fylgjast má með framrás veðursins með því að rýna listann í viðhenginu.

w-illv_100411c

Myndin hér að ofan sýnir af hvaða átt veðrið var þegar vindhraði var mestur á stöðvunum. Sjá má að „vinsælasta“ vindáttin var 190 gráður eða rétt vestan við hásuður. Tíðnin er ekki samhverf um þá átt heldur eru vestlægu áttirnar heldur algengari en þær austlægu.

Áhugasamir geta líka dundað sér við að sjá hvaða vindátt var verst á hverri stöð. Það er fróðlegur lestur. Einnig má reikna hviðuhlutfall, hlutfallið milli mestu vindhviðu og mesta meðalvinds. Af þeim stöðvum þar sem mesti vindur náði 20 m/s var Grundarfjörður með langhæsta hviðuhlutfallið, 2,54 en hæst var hviðuhlutfallið á Vattarnesi 2,74. Algengustu gildin eru í kringum 1,3 til 1,4. Lægst var hlutfallið við Sátu - veðurstöð norðan Hofsjökuls.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nú vaknar auðvitað upp sú spurning hvenær síðast var svona hvasst, t.d. í Reykjavík. Mér fannst þetta vera versta rokið í vetur en er ekki viss um hvenær 10 mín. meðalvindhraði náði síðast 20 metrum á sekúntu. Tala nú ekki um 22,8 m/s.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.4.2011 kl. 23:11

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Svarið hef ég ekki alveg á reiðum höndum - best er að fletta því upp svo misminnið taki ekki völdin - ég man vonandi eftir því á morgun. En ég veit þó að aðfaranótt 13. desember 2007 fór vindur á Veðurstofutúninu í 24,0 m/s og þá mældist hviða 37,2 m/s, hvoru tveggja er aðeins meira en á sunnudaginn (10.). Nú eru tvær stöðvar á Veðurstofutúninu, sú sem heitir „Reykjavík“ og önnur, „Reykjavík búveðurstöð“. Hámarks-10-mínútnavindhraði var nánast sá sami á stöðvunum. Í listanum sem fylgdi bloggfærslunni má sjá að mesta hviða búveðurstöðvarinnar mældist 41,8 m/s, en 36,1 m/s í „Reykjavík“ aðeins nokkra metra í burtu. Á flugvellinum var 10-mínútna vindurinn heldur meiri en á túnstöðvunum.

Trausti Jónsson, 12.4.2011 kl. 00:05

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Það vantar mjög mikið vindsamasta veðurstöðin þarna, hún heitir Stórhöfði. Enn hún er búinn að vera óþarflega lengi biluð. Sem mér þýkir ekki sniðugt þar sem stöðin er það gömul, og getur skekt meðaltalsútreikninga. Er það ekki annars?

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.4.2011 kl. 01:13

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Sjálfvirki vindmælirinn á Stórhöfða bræddi úr sér fyrir nokkru en sendir ennþá vitaus skeyti um úrbræddan vind. Ég vona svo sannarlega að skipt verði um mæli sem fyrst - margir hafa kvartað. Því miður ræð ég engu um viðgerðaforgang, en það er mikið verk að halda umfangsmiklu kerfi sjálfvirka stöðva í toppstandi í því mannahallæri sem ríkir á Veðurstofunni. Á meðan reiðum við okkur á mönnuðu athuganirnar. Bestu þakkir Pálmi.

Trausti Jónsson, 12.4.2011 kl. 01:24

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Emil: Vindur náði síðast 20 m/s í „Reykjavík“ 8. febrúar 2008. Þá mældist mesti 10-mínútna meðalvinhraði 23,9 m/s - nánast sama og nú á dögunum. Meir en þrjú ár voru því á milli atburðanna og sýnir vel hversu Reykjavíkurstöðin er orðin vel varin miklum vindi. Á sama tíma hefur vindur 12 sinnum náð 20 m/s á Reykjavíkurflugvelli, en þar var veðurstöðin „Reykjavík“ á árunum 1950 til 1973, síðast 5. mars síðastliðinn.

Trausti Jónsson, 12.4.2011 kl. 21:06

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk, þetta stemmir. Ég hef punktað hjá mér „óveður“ þennan dag (eða kvöld) en hef síðan ekki séð ástæðu til þess fyrr en núna á sunnudaginn.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.4.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1029
  • Sl. sólarhring: 1117
  • Sl. viku: 3419
  • Frá upphafi: 2426451

Annað

  • Innlit í dag: 917
  • Innlit sl. viku: 3073
  • Gestir í dag: 891
  • IP-tölur í dag: 825

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband