Dægurhámörk í apríl

Að hætti hungurdiska er hér línurit sem sýnir hæsta hámarkshita hvers dags í apríl. Ekki er listinn þó alveg skotheldur og ritstjóra þætti gott að fá ábendingar um vankanta. Listinn að baki myndinni fylgir í viðhengi.

w-txd-april

Við sjáum daga mánaðarins á lárétta ásnum, en hitakvarðinn er á þeim lóðrétta. Rauða línan og punktarnir sýna dægurhámörkin en sú blástrikaða leitnina yfir mánuðinn. Hún stígur frá 16 stigum og upp í 20 á 30 dögum. Furðuhátt gildi er þann 3. Hiti komst í 21,2 stig í Neskaupstað á þessum degi 2007 í mjög óvenjulegri hitabylgju. Á Kollaleiru í Reyðarfirði fór hiti sama dag upp í 20,9 stig og 19,1 á Eskifirði. Sama hitabylgja á líka metið daginn eftir.

Apríl 2007 varð hálfgerður kraftaverkamánuður því undir lok hans kom önnur afbrigðileg hitabylgja. Það er hún sem á hæsta hita sem mælst hefur í apríl á landinu, 23,0 stig í Ásbyrgi þann 29. Litlu munaði að það yrði hæsti hiti ársins. Mörg stöðvamet eru úr þessum hitabylgjum tveimur og einnig þeirri þriðju sem gerði um miðjan apríl 2003. Topparnir þann 18. og 19. á myndinni eru úr síðastnefndu bylgjunni. Hún var mest austanlands og toppaði á Hallormsstað.

Toppurinn þann 16. 21,4 stig sýnir elsta metið á myndinni, sett á Seyðisfirði 1908. Önnur gömul en ófallin met eru þann 5. en þá mældust 18,3 stig á Eiðum 1929 og þann 6. en 1913 mældust 15,3 stig á Seyðisfirði. Þorvaldsstaðir í Bakkafirði eiga líka metið þann 11., frá 1929. Góð hitabylgja 1938 á enn tvö met, þann 12. á Hallormsstað og þann 13. í Fagradal í Vopnafirði.

Það met sem best liggur við höggi fyrir nýtt met er talan þann 7. 13,4 stig sem mældust á Akureyri í þeim frábæra aprílmánuði 1974. En met hvaða dags sem er gæti svosem fallið. Neskaupstaðarmetið þann 3. ætti þó að verða erfiðast að slá. Hversu gamalt skyldi það verða, meir en 100 ára eins og metið þann 16. á Seyðisfirði?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tekurðu ekki mark á 16,9 stigunum á Kollsá þ. 13. 1929, sem var reyndar líka daginn áður. Svo er Neskaupstaður með 20,1 þ. 25. 1984 samkv. Veðráttunni. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.4.2011 kl. 01:42

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, örugglega - þetta er svoddan samtíningur, bæði þessi gildi hef ég fyrir framan mig og kunna því að vera fleiri. En bestu þakkir.

Trausti Jónsson, 4.4.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 262
  • Sl. sólarhring: 462
  • Sl. viku: 2057
  • Frá upphafi: 2413077

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 1848
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 245

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband