24.2.2011 | 00:45
Næsta færibandaskýringarmynd - takk
Fyrir nokkrum dögum bar færibönd hér á góma. Orðið færiband er leiðindahráþýðing úr ensku - en hér á hungurdiskumeru vond íslensk orð miklu betri heldur en ensk og því nota ég þetta þar til annað birtist. Ef til vill náðu færibandafræðin hápunkti í bókinni eftir Bader og félaga (1997) sem má sjá í listanum undir pistlinum. Þar er greint á milli 6 mismunandi færibandakerfa og hvert þeirra sýnt á þremur þróunarstigum - 18 færibandamyndir alls - hálfgert flokkunarfyllerí - ágætt samt. Bókin hefur því miður verið ófáanleg um margra ára skeið. Boðin notuð á Amazon fyrir 400 dollara - ekki kaupi ég hana fyrir það verð hvað sem öðru líður.
Í grein sem birtist í ritinu Meteorolocial Applications (Semple, 2003) er fjallað um lægðamyndun og þróun eins og hún birtist í nokkrum mismunandi huglíkönum auk þess sem tilraun er gerð til þess að sameina nokkur líkön í eitt. Lægðategundirnar verða þá sjö. Færibönd fá þar hófstillta meðferð. Greinin skilar sér vonandi til áhugamanna í tenglinum hér að ofan. En titillinn (sjá neðar) finnst einnig í gúgli.
En lítum á færibandamynd:
Sá er munurinn á þessari mynd og hinni fyrri er að lítið ber á kalda færibandinu. Hlýja færibandið (H1) byrjar í 600 hPa (um 4 km hæð) og lyftist upp í 300 hPa (9 km). Annað hlýtt færiband (H2) flagnar undan því efra. Á þessari mynd greinist það í tvennt, annar hlutinn gengur upp og lyftist úr 900 hPa (1 km) og upp í 400 hPa (7 km) en hinn hlutinn fer til vesturs og síðan í kringum lægðarmiðjuna án þess að lyftast að ráði. Þurra rifan er ekki alveg jafn afgerandi í þessu kerfi eins og í því líkani sem við litum á fyrir nokkrum dögum.
Semple greinarhöfundur notar orðið extrusion um neðra bandið, við getum þar til annað er ákveðið kallað það útskotsband. Annars er þessi nafnasúpa tilgangslítil - en orð eiga víst að vera til um allt og þetta er sannarlega ákveðið velskilgreint fyrirbrigði.
Hlýja færibandið H1 nær sjaldnast til Íslands á leið sinni með lægðinni. Algengt er að teikna samskil ofan í vesturhluta H2. Þegar lægðir dýpka mjög mikið og verða hægfara má oft sjá hvert útskotsbandið á fætur öðru skjótast undan hlýja færibandinu H1 og ganga ýmist vinstrileiðina (algengara) eða upp og til hægri. Þetta tekur furðustuttan tíma og var nánast útlokað að fylgja þessum fyrirbrigðum eftir fyrir tíma gervihnattamynda.
Vitnað var til:
Images in Weather Forecasting: A Practical Guide for Interpreting Satellite and Radar Imagery,
M. J. Bader (Editor), G. S. Forbes (Editor), J. R. Grant (Editor), R. B. E. Lilley (Editor), A. J. Waters (Editor) Cambridge University Press, 1997
Semple, A.T. (2003). A review and unification of conceptual models of cyclogenesis, Meteorol. Appl. 10, 3959.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 30
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 1951
- Frá upphafi: 2412615
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1704
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti og takk enn fyrir góða og fróðlega pistla!
Varðandi orðaval og þýðingar úr ensku þá dettur mér í hug (eins og eflaust þér) að nota "togbraut" í stað "færibands". Orðið togbraut þekkist meðal annars úr Slippnum - sem á víst skammt eftir skilst mér á fréttum. Annað orð sömu eða svipaðrar merkingar er "togrein".
Annars er orðið "færiband" væntanlega al-íslenskt nýyrði yfir hugtakið sem á ensku nefnist "conveyor belt" og "transportbånd" á dönsku (önnur mynd, "færibelti", þekkist reyndar yfir þetta fyrirbæri). Fleiri íslenskar þýðingar gætu þá verið "togbelti", "skriðbelti", "skriðrein" osfrv. Einn ókostur við orðið "færiband" er að á íslensku er það einnig notað yfir hugtakið "assembly line", "samlebånd" á dönsku.
Ég er sammála þér um að orðið "færiband" er ekki sérsatklega hljómfagurt en ég get ekki séð að það sé endilega minna íslenskt en mörg önnur nýyrði. Varðandi "extrusion" þá er "útskot" ágætis þýðing ("útkotsband" er ofþýðing en hugsanlega nauðsynleg í þessu tiltekna samhengi). Betra þætti mér þó "afrein" eða "hliðarrein" sem merkja það sama en gefa til kynna að hér sé um aðra leið að ræða, ekki "skot" eða horn til að fela sig í.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.2.2011 kl. 09:32
Þakka feitar athugasemdir Brynjólfur. Nú er það ekki svo að ég hafi neitt á móti orðinu sjálfu - færiband. Það er meira að segja mjög gott orð fyrir þetta ákveðna tæki. Það sem ég er hins vegar að reyna að benda er að ef við notum orðið í yfirfærðri merkingu um lægðahringrás erum við þar með að nota sömu yfirfærslu og virðist vera eðlileg í ensku. En er e.t.v. eitthvað annað í okkar eigin umhverfi eða sögu sem eðlilegra væri að nota til að lýsa því sem enska hugtakið gerir á því máli? Fjölmörg dæmi um svona nokkuð blasa við - og það er það sem ég hef almennar áhyggjur af fyrir hönd hugsunar á íslensku. En fyrst þú nefnir það þá eru veðurfæriböndin ekki síður það sem á ensku nefnist „assembly line“ frekar en „conveyor belt“. Þá er spurningin sú hvort eitthvað annað íslenskt orð en færiband er til sem þýðing á „assembly line“, sé svo dettur manni e.t.v. í hug rétta orðið yfir fyrirbrigðið.
Trausti Jónsson, 25.2.2011 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.