16.1.2011 | 01:30
Hæsti hiti á veðurstöðvum í janúar
Í viðhengi er tafla sem sýnir hæsta hámarkshita sem mælst hefur á öllum veðurstöðvum í janúar frá og með 1924 til 2010. Hún er fjórskipt eins og fyrri ámóta mánaðatöflur sem birst hafa hér á blogginu. Þeir sem nenna að lesa hana verða að athuga að í sumum tilvikum hafa mælingar ekki staðið nema í einn janúarmánuð. Það er oftast janúar 2010, þá á stöðvum sem hófu mælingar á árinu 2009. Fáein önnur ámóta tilvik eru í töflunni.
Hæstu gildin á sjálfvirku stöðvunum eru:
2000 15 19,6° Dalatangi sjálfvirk stöð
2000 15 18,4° Eskifjörður
2005 30 18,0° Teigarhorn sjálfvirk stöð
2010 25 17,6° Skjaldþingsstaðir sjálfvirk stöð
Eins og venjulega þegar um vetrarmet er að ræða eru þetta stöðvar nærri bröttum fjöllum á Austurlandi, Öræfajökull getur einnig gefið ámóta árangur í vestlægum áttum á stöðvum austan við hann. Suðlægar áttir eru hlýjastar og einmitt við þá staðhætti sem ríkja á þessum stöðvum eru mestar líkur til að ná lofti úr fjallahæð niður í stöðvarhæð. Þetta er loft sem hafið fyrir sunnan land hefur ekki náð að kæla. Allt loft sem að Suðurlandi kemur úr suðri hefur verið í nánum samskiptum við yfirborð sjávar.
Nú stendur svo illa á að sjálfvirku stöðvarnar á Dalatanga og á Skjaldþingsstöðum eru bilaðar, lítil von er því um háar tölur frá þeim í þessum mánuði jafnvel þótt hlýir dagar stingi niður fæti.
Í hæstu tölunum frá vegagerðarstöðvunum er ein undantekning frá reglunni hér að ofan. Næsthæsta talan er nefnilega frá Steinum undir Eyjafjöllum. Sennilega í hvassri vestnorðvestanátt. Ég hallast að því að trúa þessu vegna þess að þetta er sama skiptið og metið frá Kvískerjum. Mælirinn á Steinum hefur stundum hrokkið upp um nokkur stig - síðast núna fyrir nokkrum dögum. En ég leyfi tölunni að hanga með þar til staðan hefur verið athuguð. Hæstu tölurnar á vegagerðarstöðvunum eru því:
2007 25 17,0 Kvísker Vegagerðarstöð
2007 24 16,2 Steinar
2010 25 15,3 Siglufjarðarvegur
2010 25 15,0 Hámundarstaðaháls
Hér má nefna að lítið hefur hingað til verið af láglendisstöðvum eystra hjá Vegagerðinni en nýlega hafa bæði Streiti á Berufjarðarströnd og hringvegur í Hamarsfirði bæst við. Met eru alveg hugsanleg í vestanáttinni á þeim stöðvum, rétt eins á Teigarhorni. Hæsti hiti á Hvalsnesi er nokkuð hár og ekki útilokað að eitthvað gerist þar. Mér finnast hinir staðirnir samt líklegri til stórræða.
Fyrri hluti töflunnar með mönnuðu stöðvunum nær frá 1961 til 2010:
2010 1992 14 18,8 Dalatangi
2010 1992 14 17,5 Akureyri
2002 1992 26 17,5 Seyðisfjörður
2010 2010 25 16,9 Skjaldþingsstaðir
Hér eru bæði Dalatangi og Skjaldþingsstaðir. Mönnuðu stöðvarnar eru í ágætu lagi þessa dagana og methiti á þessum stöðvum fer því varla fram hjá okkur þótt þær sjálfvirku svíki. Janúar 1992 kom við sögu hér á blogginu fyrir nokkrum dögum.
Síðasti hluti töflunnar nær yfir mannaðar stöðvar á árunum 1924 til 1960:
1949 9 17,0 Dalatangi
1940 10 15,2 Fagridalur
1935 21 14,0 Akureyri
1935 21 14,0 Húsavík
Tvö metanna eru úr sömu hitabylgjunni 1935, mjög hlýtt varð þá víðar um land. Þá voru engar stöðvar á Dalatanga eða Skjaldþingsstöðum. Athugað var í Fagradal í Vopnafirði en sá staður er út með firðinum að sunnanverðu og nýtur fjallanna miklu milli Vopnafjarðar og Héraðs - rétt eins og Skjaldþingsstaðir.
Í eldri gögnum er litið um háar janúartölur, þó má nefna 14,7 stig á Seyðisfirði þann 5. 1910.
Með rýni í töflurnar má finna slæðing af athyglisverðum tölum, t.d. 14,0 stig á Arnarstapa á Snæfellsnesi 5. janúar 1964. Mætti athuga það nánar. Hiti komst í 14,1 stig í Oddsskarði í sömu syrpu og þegar 17 stigin mældust á Kvískerjum og 16 stigin á Steinum 2007.
En ég veit að nördin sleppa ekki freistingu viðhengisins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 35
- Sl. sólarhring: 296
- Sl. viku: 2802
- Frá upphafi: 2427354
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2512
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hef lengi pælt í þessum hita á Arnarstapa. Mesti hiti á athugunartima (kl. 15) sem voru reyndar fáir, var 7,5 stig og það var hvöss sunanátt og víða mikil rigning en hiti fór í 8,5 í Stykkishólmi og svipað í Reykajavík.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2011 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.