Hćsti hiti á veđurstöđvum í janúar

Í viđhengi er tafla sem sýnir hćsta hámarkshita sem mćlst hefur á öllum veđurstöđvum í janúar frá og međ 1924 til 2010. Hún er fjórskipt eins og fyrri ámóta mánađatöflur sem birst hafa hér á blogginu. Ţeir sem nenna ađ lesa hana verđa ađ athuga ađ í sumum tilvikum hafa mćlingar ekki stađiđ nema í einn janúarmánuđ. Ţađ er oftast janúar 2010, ţá á stöđvum sem hófu mćlingar á árinu 2009. Fáein önnur ámóta tilvik eru í töflunni.

Hćstu gildin á sjálfvirku stöđvunum eru:

2000 15 19,6° Dalatangi sjálfvirk stöđ
2000 15 18,4° Eskifjörđur
2005 30 18,0° Teigarhorn sjálfvirk stöđ
2010 25 17,6° Skjaldţingsstađir sjálfvirk stöđ

Eins og venjulega ţegar um vetrarmet er ađ rćđa eru ţetta stöđvar nćrri bröttum fjöllum á Austurlandi, Örćfajökull getur einnig gefiđ ámóta árangur í vestlćgum áttum á stöđvum austan viđ hann. Suđlćgar áttir eru hlýjastar og einmitt viđ ţá stađhćtti sem ríkja á ţessum stöđvum eru mestar líkur til ađ ná lofti úr fjallahćđ niđur í stöđvarhćđ. Ţetta er loft sem hafiđ fyrir sunnan land hefur ekki náđ ađ kćla. Allt loft sem ađ Suđurlandi kemur úr suđri hefur veriđ í nánum samskiptum viđ yfirborđ sjávar.

Nú stendur svo illa á ađ sjálfvirku stöđvarnar á Dalatanga og á Skjaldţingsstöđum eru bilađar, lítil von er ţví um háar tölur frá ţeim í ţessum mánuđi jafnvel ţótt hlýir dagar stingi niđur fćti.

Í hćstu tölunum frá vegagerđarstöđvunum er ein undantekning frá reglunni hér ađ ofan. Nćsthćsta talan er nefnilega frá Steinum undir Eyjafjöllum. Sennilega í hvassri vestnorđvestanátt. Ég hallast ađ ţví ađ trúa ţessu vegna ţess ađ ţetta er sama skiptiđ og metiđ frá Kvískerjum. Mćlirinn á Steinum hefur stundum hrokkiđ upp um nokkur stig - síđast núna fyrir nokkrum dögum. En ég leyfi tölunni ađ hanga međ ţar til stađan hefur veriđ athuguđ. Hćstu tölurnar á vegagerđarstöđvunum eru ţví:

2007 25 17,0 Kvísker Vegagerđarstöđ
2007 24 16,2 Steinar
2010 25 15,3 Siglufjarđarvegur
2010 25 15,0 Hámundarstađaháls

Hér má nefna ađ lítiđ hefur hingađ til veriđ af láglendisstöđvum eystra hjá Vegagerđinni en nýlega hafa bćđi Streiti á Berufjarđarströnd og hringvegur í Hamarsfirđi bćst viđ. Met eru alveg hugsanleg í vestanáttinni á ţeim stöđvum, rétt eins á Teigarhorni. Hćsti hiti á Hvalsnesi er nokkuđ hár og ekki útilokađ ađ eitthvađ gerist ţar. Mér finnast hinir stađirnir samt líklegri til stórrćđa.

Fyrri hluti töflunnar međ mönnuđu stöđvunum nćr frá 1961 til 2010:

2010 1992 14 18,8 Dalatangi
2010 1992 14 17,5 Akureyri
2002 1992 26 17,5 Seyđisfjörđur
2010 2010 25 16,9 Skjaldţingsstađir

Hér eru bćđi Dalatangi og Skjaldţingsstađir. Mönnuđu stöđvarnar eru í ágćtu lagi ţessa dagana og methiti á ţessum stöđvum fer ţví varla fram hjá okkur ţótt ţćr sjálfvirku svíki. Janúar 1992 kom viđ sögu hér á blogginu fyrir nokkrum dögum.

Síđasti hluti töflunnar nćr yfir mannađar stöđvar á árunum 1924 til 1960:

1949 9 17,0 Dalatangi
1940 10 15,2 Fagridalur
1935 21 14,0 Akureyri
1935 21 14,0 Húsavík

Tvö metanna eru úr sömu hitabylgjunni 1935, mjög hlýtt varđ ţá víđar um land. Ţá voru engar stöđvar á Dalatanga eđa Skjaldţingsstöđum. Athugađ var í Fagradal í Vopnafirđi en sá stađur er út međ firđinum ađ sunnanverđu og nýtur fjallanna miklu milli Vopnafjarđar og Hérađs - rétt eins og Skjaldţingsstađir.

Í eldri gögnum er litiđ um háar janúartölur, ţó má nefna 14,7 stig á Seyđisfirđi ţann 5. 1910.

Međ rýni í töflurnar má finna slćđing af athyglisverđum tölum, t.d. 14,0 stig á Arnarstapa á Snćfellsnesi 5. janúar 1964. Mćtti athuga ţađ nánar. Hiti komst í 14,1 stig í Oddsskarđi í sömu syrpu og ţegar 17 stigin mćldust á Kvískerjum og 16 stigin á Steinum 2007.

En ég veit ađ nördin sleppa ekki freistingu viđhengisins.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hef lengi pćlt í ţessum hita á Arnarstapa. Mesti hiti á athugunartima (kl. 15) sem voru reyndar fáir, var 7,5 stig og ţađ var hvöss sunanátt og víđa mikil rigning en hiti fór í 8,5 í Stykkishólmi og svipađ í Reykajavík.  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 16.1.2011 kl. 13:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg081025b
  • w-blogg081025a
  • w-blogg061025b
  • w-blogg061025a
  • w-blogg041025a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 113
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 1947
  • Frá upphafi: 2504067

Annađ

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 1761
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband