Snjóleysismet í Reykjavík?

Ekki hefur enn orðið alhvítt í haust í Reykjavík. Það er ekki óvenjulegt. Snjóhula hefur verið athuguð í Reykjavík frá því seint í janúar 1921. Fáeina daga vantar - en það kemur ekki að sök að því er ég tel. Sé miðað við tímabilið allt er að meðaltali aðeins einn alhvítur dagur í október, 6 í nóvember og 12 í desember. Meðaltalið frá upphafi ársins til októberloka er hins vegar 40 dagar. Nú bregður svo við að aðeins 9 sinnum hefur orðið alhvítt í Reykjavík það sem af er árinu, 31 degi færri en í meðalári.

Því má spyrja hvort eitthvað ámóta hafi gerst áður. Svarið er já. Árið 1977 var fádæma snjólétt, þá höfðu eins og nú aðeins 9 dagar verið alhvítir á árinu þegar komið var í upphaf nóvember. Í nóvember og desember bættust við 15 dagar. Alhvítir dagar 1977 voru því 24.

Árið 1965 voru dagarnir líka 9 til byrjunar nóvember, en ekki nema 8 árið áður, 1964. Árið 1965 endaði í 20 dögum, en 1964 í 30. Alhvítir dagar voru 18 í desember einum 1964. Metið, miðað við upphaf nóvember, er frá árinu 1929, þá höfðu einungis fimm dagar verið alhvítir á árinu. En - í nóvember og desember urðu alhvítu dagarnir 30 samtals, hvítt var annan hvern dag. Metárið í snjóleysi - eftir þessum ákveðna mælikvarða er 1965 með sína 20 daga. Og þangað til alhvítt hefur orðið 10 daga í nóvember og desember nú, á árið 2010 möguleika í metið.

alhvitt-i-rvk

Myndin sýnir fjölda alhvítra daga í Reykjavík á hverju ári frá 1921 til 2009. Við sjáum að mjög miklar áratugasveiflur eru í fjöldanum. Lágmarkið milli 1960 og 1970 sker sig úr en allan tímann frá og með 2001 hefur verið mjög snjólétt í Reykjavík. Mikið hámark var frá því um 1980 og fram til 2000. Talvert hámark var einnig á síðari hluta sjötta áratugarins, rétt fyrir 1960.

Flestir urðu alhvítir dagar á ári 1990, 110. Ekki eigum við möguleika í það met. En allir möguleikar eru enn opnir fyrir veturinn 2010 til 2011. Veturinn er auk þess eðlilegra viðmið um snjóþunga - frekar en árið. Tölur fyrir einstaka mánuði má sjá í viðhengi bloggsins.

Fyrir norðan - á Akureyri eru alhvítu dagarnir nú orðnir 55 það sem af er ári. Það er 17 dögum færra en í meðalári. Þetta er svipað og undanfarin ár, árið 2010 sker sig ekki sérstaklega úr þeim. Árið á ekki lengur möguleika á meti á Akureyri, aðeins var alhvítt i 54 daga, kraftaverkaár norðlensks veðurfars, 1933. Alhvítu dagarnir á Akureyri urðu flestir 1999, 161.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að þegar menn tala um að hafi verið svo mikill snjór áður fyrr, en nú svo lítill, séu einmitt að miða mikið við snjóatímabilið mikla frá 1980 og næstu 20 ár og jafnvel mest við hámark þess um 1990. En ég held að sé ekki rétt að láta sem þetta tímabil sé dæmigert fyrir þann snjó sem menn vonast nú til að fá fyrir þá sem vonast eftitr snjó.  Þetta tímabil var ekki ''eðlilegt'' heldur fremur ''óeðlilegt'. Ekki er gott að kvarta um ''snjóleysi'' almennt með vísnum til mesta snjóatimabilsins. Þegar ég var unglingur um og eftir 1960 var sáralítill snjór og mönnum fannst það svo sem bara vera eins og venjulega, enginn kvartaði um sjóleysi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 123
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 2044
  • Frá upphafi: 2412708

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 1791
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband