Úrkomumet í september

Mesta sólarhringsúrkoma á mannaðri stöð á landinu í september mældist við virkjunina á Nesjavöllum 17. september 2008. Ef ekki er annað tekið sérstaklega fram er sólarhringsúrkoma miðuð við næstliðinn sólarhring á undan mælitímanum sem er klukkan 9 að morgni.

Flestar mannaðar stöðvar Veðurstofunnar senda daglega eða oftar skeyti til hennar um úrkomumagn. Stöðin á Nesjavöllum er ein fárra (um 10 talsins) sem gera það ekki, þaðan koma athuganir aðeins einu sinni í mánuði. Því fréttist ekki af metinu fyrr en í október og mælingarinnar ekki getið í sérstökum fróðleikspistli sem skrifaður var um veðrið nokkrum dögum síðar og birtist á vef Veðurstofunnar.

Þar kom reyndar fram að enn meiri úrkoma mældist þennan dag á Ölkelduhálsi, ekki svo langt frá Nesjavöllum, 201 mm, munar aðeins 4 mm. Stöðin sú stöð er sjálfvirk og telst talan met fyrir sjálfvirkar stöðvar.

Þetta veður var í einhverjum skilningi tengt leifum fellibylsins Ike sem hafði valdið miklu tjóni á Kúbu og í Texas nokkrum dögum áður. Fjallað er um leiðir loftsins til Íslands í fróðleikspistlinum sem tengillinn að ofan vísar í.

Heildarúrkoma á Nesjavöllum í september 2008 varð einnig met: 665,9 mm, mesta mánaðarúrkoma í september á landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg170325a
  • w-blogg160325a
  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 262
  • Sl. sólarhring: 515
  • Sl. viku: 1942
  • Frá upphafi: 2454204

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 1796
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband