Nýútkomin grein

Í dag kom út grein í Vikuriti bandaríska jarðeðlisfræðifélagsins þar sem ég er meðhöfundur. Greinin nefnist á ensku: Air temperature variations on the Atlantic-Arctic boundary since 1802 eða Hitabreytileiki á mörkum Atlantshafs og n-heimsskautssvæðisins síðan 1802. Fjallað er um þróun hitafars á svæðinu frá V-Grænlandi í vestri austu til Hvítahafs i Rússlandi.

Ég mun síðar fjalla nánar um þennan breytileika, en helstu niðurstöður eru þær að erfitt eða ómögulegt sé að sjá að reglubundnar hitasveiflur hafi átt sér stað á svæðinu. Hins vegar eru miklar óreglulegar náttúrulegar sveiflur áberandi. Mest þeirra er hlýskeiðið á árunum 1925 til 1965. Sömuleiðis kemur í ljós að góð fylgni er með hitafari sjávar norðarlega í Atlantshafi og sjávarhita miklu sunnar, í námunda við Golfstrauminn austan við Bandaríkin.

Greinin er því miður ekki enn aðgengileg í heild á netinu (nema greitt sé fyrir), en vonandi verður bætt úr því síðar. Minn hlutur í greininni er vinna við framlengingu hitaraðarinnar úr Stykkishólmi á tímabilinu 1798 til 1845 sem ég hef unnið að í rúm 20 ár. Léttir er nú að hægt sé fyrir mig að benda á tilvitnanlega grein hvað þetta verk varðar. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 212
  • Sl. sólarhring: 263
  • Sl. viku: 1487
  • Frá upphafi: 2497542

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 1332
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband