Slóði mælakvarðana

Eftirlitsmenn með veðurstöðvum eru nú á leið um hálendið til að sannreyna kvörðun mælitækja. Eitt af því sem þeir gera er að hita mæla upp í um 20 stig og kæla niður í um 20 stiga frost um leið og samanburður er gerður við tæki sem þeir hafa með sér. Stöðvar sem þeir heimsækja taka allar þessa sveiflu og senda hana frá sér í gagnagrunn Veðurstofunnar. Þar eru þær hreinsaðar út en ekki samstundis. Tölurnar komast því gjarnan inn á hámarks- og lágmarkslista á vefnum um tíma. Vanir notendur ættu í flestum tilvikum að geta greint villur af þessu tagi frá raunverulegum athugunum. Kvörðun af þessu tagi er mjög mikilvæg í rekstri stöðvanna.

Önnur villa er algeng í þessum listum. Óskiljanlegur galli í sjálfvirku veðurstöðinni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum veldur því að hitinn hrekkur stundum fyrirvaralaust í tölurnar 19 stig og 1 stig. Þessar tölur lenda gjarnan inni á útgildalistanum en á misáberandi hátt. Sé hámarks- eða lágmarkshiti á stöðinni annað hvort 19 eða 1 stig á að hafa varann á.

Fleiri stöðvar eru erfiðar, en þeim er haldið utan við listana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 2461304

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 587
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband