9.9.2010 | 00:26
Veðurbók frá Álandseyjum
Álandseyjasafnið (Ålands museum) minntist aldamótanna strax árið 2001 og gaf út bókina Ålands väder under 1900-talet eftir Göran Stenlid prófessor í plöntulífeðlisfræði við sænska landbúnaðarháskólann í Uppsölum. Stenlid á rætur að rekja til Álandseyja, sonur þekkts baráttumanns fyrir réttindum eyjaskeggja, Nandor Stenlid (sjá).
Þetta er ekki löng bók en fróðleg engu að síður. Hún rekur árstíðasveiflu veðurlags á eyjunum og helstu áhrifaþætti hennar, rifjar upp helstu veðuratburði aldarinnar og tíundar auðvitað helstu met. Þótt höfundurinn telji veðurfarsbreytingar af manna völdum ekki ólíklegar man hann sjálfur hlýindin á fjórða áratugnum og sömuleiðis hina ísaldarkenndu vetur á stríðsárunum, 1940, 1941 og 1942. Hann minnir á að þrátt fyrir hlýindi kunni vetur af þessu tagi að liggja í leyni á þessari öld líkt og hinum fyrri.
Hér á landi varð ekkert vart við stríðsáraharðindin úti í Skandinavíu, Rússlandi og víðar um Evrópu. Þessir vetur voru hér mildir eða jafnvel hlýir. Stundum gustaði þó um landann á þessum tíma.
Metatöflur Stenlid eru miðaðar við höfuðborg Álandseyja, Mariehamn. Hæsti hiti sem þar mældist á 20. öld var 31,3 stig, 23. júlí 1951, en mesti kuldi -32,9 stig 15. febrúar 1979. Meðalhiti ársins er 5,2 stig, það er svipað og hefur verið hér í Reykjavík síðustu 10 árin. Árstíðaspönn hitans (hlýjasti - kaldasti mánuður) er 19,1 stig. Mörkin milli meginlands- og úthafsloftslags eru gjarnan talin vera um 20 stig. Álandseyjar eru því á mörkunum, í Reykjavík er árstíðaspönnin síðustu 10 árin aðeins 11,4 stig og nær hér á landi mest 14,3 stigum á Grímsstöðum á Fjöllum.
Af þessu má ráða að mun hlýrra er á Álandseyjum á sumrin heldur en hér á landi, en kalt er þar á vetrum. Breytileiki milli ára er geysimikill á Álandseyjum, sérstaklega að vetrarlagi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 876
- Sl. viku: 2330
- Frá upphafi: 2413764
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.