Kíkjum á septembermetin 3

Hér eru hitamet í september í Reykjavík og á Akureyri. Enn er taflan kauðaleg.

ármándageinkunn°Cstaður 
1954927 landslágmark-19,6 Möðrudalur 
1899929 stöðvarlágmark-4,8 Lægsti hiti í  Reykjavík
1954927 stöðvarlágmark-8,4 Lægsti hiti á Akureyri
1949912 landshámark26,0 Dalatangi 
193993 stöðvarhámark20,1 Hæsti hiti í  Reykjavík
193991 stöðvarhámark22,0 Hæsti hiti á Akureyri

 

Það er alveg raunhæft að hámarksmet Reykjavíkur eða Akureyrar verði slegin næstu daga (skrifað að kvöldi 2.). Ég tel að líkur á hvoru um sig sé um 30% (góður þessi). Líkur á að bæði metin verði slegin reiknuðust þá 9%, en í september eru metalíkur staðanna ekki óháðar, þegar mjög hlýtt loft er yfir landinu er líklega hlýtt á báðum stöðum. Líkur á metum á báðum stöðum myndi því reiknast aðeins hærri en 9%. En þessar tölur eru auðvitað út í bláinn - hringið frekar í alvöru veðmangara.

Vonandi verður fjallað um fleiri septembermet á næstunni, en kíkjum þó á eina töflu til viðbótar. Hún nær reyndar ekki lengra aftur en til 1949 og sýnir hæsta hita á hverjum einstökum athugunartíma í Reykjavík í september. Aldrei að vita nema einhver af þeim metum verði slegin sem sýnir að lengi má finna atriði til að leita að metum. Fleiri tölur gera þó hlutina meira spennandi - er það ekki?

 

Hæsti hiti á einstökum athugunartímum í september í Reykjavík og á Akureyri 1949-2009:

Reykjavík   
kldagurmán ár °C
3149200615,5
619199814,9
929199814,6
12109197116,3
15119196818,3
18109197118,1
21249200016,8
24139200615,5
     
Akureyri   
kldagurmán ár °C
369199118,0
6129195817,0
929200317,8
12129194919,0
15239199721,1
18119195820,1
2159198420,2
2459198419,0

 

Segjum nú pass.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12
  • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 1890
  • Frá upphafi: 2454558

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband