Kíkjum á septembermetin 2

Ekki er hægt að skilja lágmörkin útundan fyrst hámörk voru auglýst. Taflan sýnir lægsta lágmarkshita í nokkrum septembermánuðum. Stöðvarnar sem eiga allra lægstu tölurnar eru í byggð, en á síðari árum er algengast að hálendisstöðvar eigi lægstu tölu mánaðarins. Svo vill hins vegar til að við höfum ekki fengið mjög heiftarleg kuldaköst í september á síðari árum. Því má búast við því að hart verði sótt að þessum lægstu lágmörkum á næstu árum - hvað sem líður hlýnandi tíðarfari. Annars er Möðrudalur alveg í sama flokki hvað vetrarkulda áhrærir og hálendið, það er helst að stöðin á Brúarjökli sé skæður keppinautur. Stuðning við byggðina er einnig að fá á sjálfvirku stöðvunum í Svartárkoti og Mývatn er ekki liðleskja heldur. En hér er taflan:

ármándagurstöð°Cnafn
1954927490-19,6 Möðrudalur
1943926468-16,1 Reykjahlíð
1918929490-15,0 Möðrudalur
1975930447-13,3 Vaglir
1995929490-13,2 Möðrudalur
20039266657-13,0 Veiðivatnahraun
20059256975-12,9 Sandbúðir

 

Dálkurinn stöð sýnir sem fyrr stöðvanúmer í kerfi Veðurstofunnar. Áður fyrr, áður en sjálvirku stöðvarnar komu til sögunnar hafði maður öll númerin á reiðum höndum og þurfti enga minnislista, en nú er öldin önnur, ný stöðvanúmer hrúgast inn og eldri stöðvar deyja.

Kuldakastið í september 1954 var mjög óvenjulegt, en þó ekki nema svosem eins og viku til tíu dögum á undan ámóta köstum snemma í október. Einhver man kannski eftir þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 154
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 1119
  • Frá upphafi: 2421003

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 985
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband