14.9.2025 | 00:37
Frostleysulengd á Akureyri
Fyrir nokkrum árum litum við hér á hungurdiskum á lengd þess tíma á ári sem frostlaus er í Reykjavík. Að meðaltali líða um 146 dagar á milli síðasta frosts að vori í Reykjavík og þess fyrsta að hausti. Meðaldagsetning fyrsta frosts á haustin í Reykjavík er 4. október. Þetta er þó mjög breytilegt frá ári til árs. Það hefur frosið í ágúst (1956) og svo hefur það líka dregist fram í miðjan nóvember (2016). Meðaldagsetningin segir því ekki svo mikið. Það er dálítil leitni þegar litið er á síðustu 100 árin, fyrsta frost verður að jafnaði heldur síðar en var áður fyrr á árunum. Þeir sem vilja rifja þennan gamla pistil upp geta flett honum upp í safni hungurdiska (24.október 2019).
Við lítum nú á frostleysulengd á Akureyri. Í gagnagrunni Veðurstofunnar má fletta upp daglegum hámarks- og lágmarksmælingum á Akureyri aftur til miðs árs 1938. Svo vildi til að á byrjunarárinu fraus óvenjusnemma eða 30.ágúst. Það er þó ekki met því fyrsta dagsetning frosts að hausti á Akureyri á þessu tímabili er 27. ágúst 1974 og sömuleiðis mældist frost þann 28. ágúst árin 1952, 1956 og 1982. Nokkrum sinnum hefur sáralitlu munað að frost mældist á Akureyri fyrr í ágúst. Trúlega hefur þá frosið annars staðar í bænum heldur en á Lögreglustöðinni.
Það var haustið 2002 sem lengst þurfti að bíða eftir fyrsta frosti á Akureyri, þá kom það ekki fyrr en 18. október og árið 2016 kom það 15. október.
Á þessum 86 árum mælinga var frostlausa tímabilið lengst árið 1972, 159 dagar. Ekki hefði ritstjórinn giskað á þetta ár, heldur frekar á 2016, þegar frostleysan varði 158 daga. Styst var frostleysan á Akureyri árið 1959, 84 dagar. Meðallengdin er 118 dagar, nærri mánuði styttri heldur en í Reykjavík (146 dagar).
Lítum nú á nokkuð hlaðna mynd (ofhlaðna).
Á myndinni eru þrír meginferlar. Tveir þeirra, sá neðsti og efsti eiga við vinstri lóðréttan kvarða. Sá sýnir dag ársins. Neðri ferillinn sýnir síðasta frost vorsins, en sá efri fyrsta frost haustsins. Á milli er grænn ferill sem sýnir lengd frostlausa tímans, vísar hann til lóðrétta kvarðans til hægri á myndinni.
Til gamans höfum við reiknað leitni ferlanna. Hún heldur því fram að frostlausi tíminn hafi lengst um hálfan mánuð á síðustu 100 árum, um það bil viku á hvora hlið, vor og haust. Ekki gott að segja hvort mark sé á slíku takandi.
Við getum spurt fleiri spurninga, til dæmis hver er lengsta samfellda hlákan á Akureyri í janúar. Það eru 11 dagar, hefur reyndar gerst fjórum sinnum á þessum 86 árum (1946, 1947, 2001 og 2010). Í febrúar er lengsta samfellda hlákan 12 dagar, það var 2017. Í mars eru það 14 dagar, 1948 og 2003. Í apríl 1974 fraus ekki eftir þann 10. - en aftur á móti komu þrjár frostnætur seint í maí - og aftur fraus í ágúst, eins og nefnt var hér að ofan.
Í nóvember 2011 var 21 dagur í röð frostlaus á Akureyri og þann 8.desember 2002 endaði 20 daga frostlaust tímabil á Akureyri. Lengsta tímabil inni í desember stóð í 15 daga samfellt árið 1953.
Látum þetta duga að sinni.
Bloggfærslur 14. september 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 32
- Sl. sólarhring: 240
- Sl. viku: 1507
- Frá upphafi: 2498027
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 1361
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010