13.9.2025 | 15:41
Sumri hallar
Það hefur í aðalatriðum farið vel með veður síðasta mánuðinn (og jafnvel lengur). Að vísu hefur úrkoma verið í mesta lagi víða um landið norðaustan- og austanvert, jafnvel til ama sumstaðar. Rigning næturinnar um landið vestanvert var nokkuð hráslagaleg og minnti á það að sumri hallar.
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting á Norður-Atlantshafi síðustu tíu daga (heildregnar línur) og litirnir sýna þrýstivik, þau eru neikvæð á bláu svæðunum. Þessi vik eru með mesta móti miðað við árstíma og er meðalþrýstingur í Reykjavík fyrstu 12 daga mánaðarins ekki nema 992,9 hPa. Við eigum sæmilega áreiðanlegar upplýsingar um daglegan þrýsting á landinu í rúm 200 ár og hefur þrýstingur fyrstu tíu daga september ekki verið svona lágur nema sex sinnum áður á þeim tíma, síðast árið 1999. Reyndar var það svo að þrýstingur var líka sérlega lágur í byrjun ágústmánaðar - en sneri síðan við blaðinu þannig að mánuðurinn í heild endaði aðeins rétt neðan við meðallag. Í ágúst í fyrra (2024) var þrýstingur metlágur allan mánuðinn - en í september sama ár var meðalþrýstingur hins vegar með allra hæsta móti. Rennum við því nokkuð öfganna á milli.
Kortið hér að ofan sýnir stöðuna á norðurhveli um þessar mundir. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og af þeim ráðum við vindstyrk og stefnu. Litirnir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Fram undir þetta höfum við lengst af upp á síðkastið verið í gulu litunum, sumarmegin í lífinu, en nú eru grænu litirnir að sækja að. Meðalþykkt í september yfir landinu er um 5400 metrar - á mörkum ljósasta og næstljósasta græna litarins - á svipuðum slóðum og kortið sýnir að búist er við á morgun, sunnudag. Um miðjan október hefur meðalþykktin fallið um 60 metra, niður að mörkum dekksta græna litsins. Það táknar 3 stiga hitafall á einum mánuði - munar um minna. Þannig læðist haustið að.
En breytileiki frá degi til dags er að sjálfsögðu mikill, minnsta þykkt sem við vitum um yfir Keflavíkurflugvelli í september er 5140 metrar - það var í kuldakastinu mikla seint í mánuðinum árið 1954. Mesta þykkt sem mælst hefur í september er hins vegar 5640 metrar, það var í hlýindunum miklu snemma í september 1958 - sem fáir muna enn.
Upp á síðkastið hafa austlægar áttir verið ríkjandi. Það má rekja til þess að fyrir norðan land hefur verið hæðarhryggur og lægðasvæði suður undan. Hryggurinn hefur alveg skilið á milli meginkuldans í norðurhöfum og svæðisins við Ísland. Hryggjarins gætir er (rauð strikalína á kortinu), en hann veikist dag frá degi og getur varla lengur haldið við ef alvarlega verður að honum sótt úr norðri. Þar er fyrsti stóri kuldapollur haustsins að grafa um sig, en langt í burtu frá okkur - að minnsta kosti í bili. Þykktin í miðju hans er um 5060 metrar, lægri en við höfum nokkru sinni séð hér í september. Vonandi lætur hann okkur í friði sem lengst. En þótt hann láti okkur vera kólnar lofthjúpurinn dag frá degi. Í grófum dráttum er kólnunin eftir jafndægur um það bil 1 stig á dag - en þeirri kólnun er mætt með síauknu aðstreymi úr suðri - átök í veðrakerfinu stigmagnast með haustinu. Afköst flutninga úr suðri halda furðuvel í við hina almennu norðurhvelskólnun - hér á landi á sjórinn líka stóran þátt í að halda á móti vetrarkuldanum.
Bloggfærslur 13. september 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 144
- Sl. sólarhring: 172
- Sl. viku: 1505
- Frá upphafi: 2497921
Annað
- Innlit í dag: 130
- Innlit sl. viku: 1356
- Gestir í dag: 120
- IP-tölur í dag: 118
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010