Ritstjóri hungurdiska hefur nú reiknað einkunn sumarsins 2025 í Reykjavík og á Akureyri. Aðferðin hefur verið skýrð áður (og er auðvitað umdeilanleg). Sumarið nær hér til mánaðanna júní til ágúst - aðferðin gæti gengið fyrir maí líka en varla september. Hæsta mögulega einkunn í þessu kerfi er talan 48 - ekkert sumar hefur náð slíkum hæðum - hvorki í Reykjavík né á Akureyri, hæsta einkunn fær nú sumarið á Akureyri 2021, 43. Lægsta mögulega tala er núll, sumarið 1983 komst nærri henni í Reykjavík - einkunn þess sumars var einn. Rétt er að taka fram að einkunnin er háð hverjum stað - hún gefur engan tölulegan samanburð milli stöðva. Auk þessa getur einkunn sumars breyst frá ári til árs - vegna þess að þegar nýtt sumar bætist í safnið getur það stolið stigum frá fyrri sumrum.
Sumareinkunn Reykjavíkur 2024 er 24. Það er í meðallagi og 11 stigum meira heldur en 2024 fær. Súlurnar á myndinni sýna einkunn hvers árs. Mánuðirnir þrír, júní, júlí og ágúst skila hver um sig átta stigum. Júní var svalur, en sólskin og fremur rýr úrkoma eykur veg hans.
Það vekur alltaf athygli á sumareinkunnarmyndinni í Reykjavík hversu tímabilaskipting er mikil. Tíuárameðaltal fór lægst niður í 15 stig á árunum 1975 til 1984, en hæst í 32 stig, á árunum 2003 til 2012 - árin 2009 til 2012 skera sig sérstaklega úr fyrir gæði - og 2019 síðan í sama flokki. Almennt má segja að sumur hafi síðasta áratug verið alveg á pari við það sem best gerðist áður en kuldaskeiðið alræmda skall á af fullum þunga á sjöunda áratug 20. aldar.
Eins og áður sagði telst maí ekki með - hefði sá mánuður verið með hefði einkunnin væntanlega orðið eitthvað hærri - stolið af öðrum árum.
Sumarið telst á þessum kvarða einnig í meðallagi fyrir norðan, fær 25 stig. En hér er misskipting milli mánaða mikil. Júní fékk ekki nema eitt stig (kalt og blautt), júlí 11 stig og ágúst 13 stig - vantar ekki nema 3 stig í toppeinkunn.
Heildaútlit línurits fyrir Akureyri er nokkuð annað en fyrir Reykjavík. Lægsta tíu ára meðaltalið er þannig 19 (1966 til 1975) og það hæsta 29 (2000 til 2009) - munar 10 stigum, en 17 í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska túlkar það svo að meiri þráviðri séu syðra heldur en nyrðra - mánuðirnir sjálfstæðari á Akureyri heldur en í Reykjavík. Þannig eru það 5 sumur í Reykjavík sem ekki ná 10 stigum, en aðeins 1 á Akureyri (1985). Ellefu sumur ná 35 stigum eða meira í Reykjavík - en ekki nema fimm á Akureyri. Þetta bendir til þess að mánuðir í Reykjavík vinni fremur sem heild heldur en fyrir norðan. Ekki er þó á þessari hegðan byggjandi við langtímaveðurspár - eins og sumarið 2023 sýndi glögglega.
Það er nákvæmlega ekkert samband á milli sumareinkunnar nyrðra og syðra. Þó eru fleiri sumur góð á báðum stöðum (samtímis) heldur en vond á báðum. Frábærlega góð á báðum stöðum voru 1931, 1939, 1957, 2004, 2007, 2008 og 2012, en 1959, 1969, 1992 og sumarið í ár voru slök á báðum stöðum - 1983 var ekki sérlega gott á Akureyri heldur - á mörkum hins slaka.
Munum að lokum að þetta er bara ábyrgðarlaus leikur - ekki má nota þessar niðurstöður í neinni alvöru. Svo er september eftir - hann telst formlega til sumarsins í árstíðaskiptingu Veðurstofunnar.
Alþjóðasumarið - landsmeðalhiti í byggð.
Við höfum oft áður litið á meðalhita mánaðanna júní til ágúst saman. Þetta er sá tími ársins sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin skilgreinir sem sumar á norðurhveli jarðar, Veðurstofan telur september með. Skipting þessi hefur komið til ítarlegrar umræðu hér á hungurdiskum.
Að þessu sinni var meðalhiti í byggðum landsins 10,4 stig. Ef við teljum frá og með 1874 hefur hann tíu sinnum verið jafnhár eða hærri heldur en nú, þar af fimm sinnum á þessari öld (2003, 2021, 2014, 2004 og 2010). Á fyrri tíð var hann hærri 1933, 1880, 1939 og 1934, og jafnhár 1953. Munum að júní var fremur kaldur í ár.
Heildarleitni sumarhitans er um 0,8 stig á öld. Sumur sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar liggja mjög í huga ritstjóra hungurdiska, þegar hann var á tánings- og þrítugssaldri. Á þeim 50 til 60 árum sem síðan eru liðin hefur hlýnað um meir en 1,2 stig. Er nokkur furða að honum finnist öll sumur nú hlýrri og betri en áður - jafnvel þau lakari. Köld sumur hafa lengi látið bíða eftir sér. Við skulum þó muna að hnattræn hlýnun mun seint útrýma þeim og enginn má verða hissa þótt það gerist. En ekkert (alþjóða-) sumar hefur enn náð því að lenda út úr kortinu hvað hlýindi snertir. Við bíðum enn 12 stiga sumars. Það gæti komið.
Bloggfærslur 1. september 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 16
- Sl. sólarhring: 456
- Sl. viku: 1576
- Frá upphafi: 2495360
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1376
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010