Sumardagafjöldi í Reykjavík 2025

Talning „sumardaga“ í Reykjavík og á Akureyri hefur veriđ fastur liđur á bloggi hungurdiska frá ţví 2013. Uppgjöriđ hefur ćtíđ veriđ gert um mánađamótin ágúst-september. Ađ međaltali er ađeins einn dagur í september í Reykjavík sem nćr ţessum (algjörlega) tilbúna stađli ritstjórans. Skilgreiningu á hungurdiskasumardegi má finna í pistli [20.júní 2013] - (nokkuđ frjálslegt - enda er ţetta bara leikur).

Ritstjórinn hefur neyđst til ţess ađ hćtta talningu sumardaga á Akureyri. Ástćđan er sú ađ mannađar athuganir hafa veriđ felldar niđur ţar á bć. Jú, ţađ vćri vel hćgt ađ nota sjálfvirkar athuganir auk athugana frá flugvellinum - en eftir smáíhugun hefur ritstjórinn komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţađ sé viđfangsefni yngri veđurnörda ađ búa til annađ ámóta kerfi - kannski hefur ekkert ţeirra áhuga á ţví - en ţađ verđur ţá bara ađ hafa ţađ.

Sumariđ 2025 var nokkuđ óvenjulegt, í maí voru sumardagarnir sjö, sex fleiri heldur en í međalári og hafa aldrei veriđ svo margir í ţeim mánuđi. Júní var mun daufari. Ađ međaltali eru ţó ekki nema 5 sumardagar í ţeim mánuđi ađ jafnađi, voru fjórir ađ ţessu sinni. Í júlí eru sumardagarnir ađ međaltali 12, en voru 8 ađ ţessu sinni. Í ágúst voru sumardagarnir 14 og er ţađ sex fleiri en í međalári. Ađ međaltali er ađeins einn sumardagur í september, en eftir spám ađ dćma virđast líkur vera nokkrar á ađ ţeir gćtu orđi fleiri ađ ţessu sinni. Myndi slíkt ţá enn bćta ásýnd sumarsins.

 

w-blogg310825-sumardagafjoldi-rvk

Sumardagar í september hafa flestir orđiđ 11. Ţađ var áriđ 1958. Slík viđbót er ekki líkleg nú - en kćmi ţá sumrinu upp í hóp ţeirra gćfustu. Lengst til vinstri á myndinni hefur veriđ gerđ tilraun til ţess ađ telja sumardaga áranna 1936 til 1948. Ekki er víst ađ sú talning sé fyllilega samanburđarhćf hinni „venjulegu“ talningu, en ćtti samt ađ sýna innbyrđis mun á mánuđum og árum ţess tímabils. Sumrin 1936, 1939, 1941 og 1944 skora öll sérlega vel og keppa viđ bestu sumur ţessarar aldar í fjölda sumardaga í Reykjavík. 

Síđan er „sumareinkunn“ hungurdiska - ritstjórinn reiknar hana eftir ađ Veđurstofan hefur reiknađ međalhita, úrkomusummu og taliđ úrkomudaga og sólskinsstundir bćđi í Reykjavík og á Akureyri (jú, ţar ráđum viđ viđ Akureyri líka). Ekki er fullvíst ađ hún segi nákvćmlega sömu sögu (en ţađ kemur í ljós).

En viđ minnum á ađ ţetta er ađeins leikur - viđ gćtum notađ ađrar skilgreiningar og fengiđ út allt ađrar tölur. Ef svo ólíklega fer ađ sumardagar „hrúgist inn“ í september (og október) verđur myndin endurskođuđ.


Bloggfćrslur 31. ágúst 2025

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg010925c
  • w-blogg010925b
  • w-blogg010925b
  • w-blogg010925a
  • w-blogg310825-sumardagafjoldi-rvk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 1721
  • Frá upphafi: 2495923

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1507
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband