Fyrstu 20 dagar ágústmánaðar 2025

Meðalhiti fyrstu 20 daga ágústmánaðar 2025 í Reykjavík er 11,1 stig, -0,3 stig undir meðallagi sömu daga árin 1991 til 2020 í Reykjavík og -0,2 stig undir meðallagi síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 17. hlýjasta sæti (af 25) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar árið 2004, meðalhiti þá 13,5 stig, kaldastir voru þeir hins vegar 2022, meðalhiti þá 10,0 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 60. hlýjasta sæti (af 153). Sömu dagar 1912 eru lægstir á þeim lista, meðalhiti þá var aðeins 7,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti það sem af er mánuði 11,8 stig og er það +0,6 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og +0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
 
Hitavikum er nokkuð misskipt á landinu. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Austfjörðum, þar eru dagarnir 20 þeir næsthlýjustu á öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið við Faxaflóa og á Suðurlandi, hitinn raðast í 15. hlýjasta sæti aldarinnar. Önnur spásvæði raðast þarna á milli.
 
Á einstökum stöðvum hefur að tiltölu verið hlýjast á Seyðisfirði, hiti er þar +2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Að tiltölu hefur verið kaldast í Reykjavík og á Þingvöllum, hiti -0,2 stig neðan meðallags.
 
Úrkoma hefur mælst 51,7 mm í Reykjavík og er það um 40 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hafa mælst 14,4 mm, um 60 prósent meðallags og 15,9 mm á Dalatanga, sem er um fimmtungur meðallags.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 87,5 í Reykjavík, 29 færri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 104,8, 10 fleiri en að meðallagi.

Bloggfærslur 21. ágúst 2025

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 124
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 923
  • Frá upphafi: 2492051

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 793
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband