Fyrri hluti ágústmánaðar 2025

Fyrri hluti ágústmánaðar 2025 var fremur daufur suðvestanlands, en þurrari og hlýrri um landið austanvert. Meðalhiti í Reykjavík er 10,9 stig og er það -0,6 stigum neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020, og -0,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 20. hlýjasta sæti aldarinnar (af 25). Fyrri hluti ágúst var hlýjastur í Reykjavík árið 2004, meðalhiti þá 14,0 stig. Kaldastur var hann 2022, meðalhiti 10,0 stig. Á langa listanum raðast hitinn nú í 84. hlýjasta sæti (af 153). Kaldast var 1912, meðalhiti 7,4 stig (en hlýjast 2004).
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta ágúst 11,3 stig. Það er -0,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020, en +0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
 
Hiti á spásvæðunum raðast nokkuð misjafnt. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Austfjörðum - það 5.hlýjasta á öldinni, en kaldast að tiltölu við Faxaflóa þar sem hiti raðast í 18. hlýjasta sæti á öldinni.
 
Á einstökum veðurstöðvum hefur að tiltölu verið hlýjast á Seyðisfirði. Þar er hiti +2,1 stig ofan meðallags, en -0.7 stig neðan þess í Þúfuveri.
 
Úrkoma er um 80 prósent ofan meðallags í Reykjavík. Hefur mælst 50,1 mm. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 12,0 mm og er það um tveir þriðju hlutar meðalúrkomu þar. Á Dalatanga hafa mælst 15,5 mm og er það aðeins fjórðungur meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 79,8 í Reykjavík - og er það í meðallagi (það hafa komið nokkrir mjög sólríkir dagar). Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 74,7 og er það einnig mjög nærri meðallagi.
 
Loftþrýstingur var mjög lágur framan af (hefur heldur hækkað síðustu daga), en samt hefur meðalþrýstingur ekki nema um tíu sinnum verið lægri en nú á þessum tíma síðustu 200 árin.
 
Undir kvöld í gær hlýnaði mjög austan- og suðaustanlands og í dag (16. ágúst) eru þar sums staðar methlýindi, m.a. virðist landshitamet ágústmánaðar vera fallið. Meir um það síðar. 

Bloggfærslur 16. ágúst 2025

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 155
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 1986
  • Frá upphafi: 2491457

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 1797
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband