Fyrri hluti júlímánađar 2025

Hlýindin undanfarna daga hafa ţokađ međalhita mánađarins vel upp á viđ og fyrstu 15 daga júlí er međalhiti í Reykjavík kominn í 11,8 stig. Ţađ er +0,6 stig ofan međallags 1991 til 2020 og +0,7 stig ofan međallags sömu daga síđustu tíu árin. Rađast hitinn nú í 7. hlýjasta sćti (af 25) á öldinni. Ţessir sömu dagar voru hlýjastir áriđ 2007, međalhiti ţá 13,3 stig, en kaldastir voru ţeir 2013, međalhiti ţá 9,6 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 27. hlýjasta sćti (af 153). Hlýjast var1991, međalhiti 13,5 stig, en kaldast 1874, međalhiti 7,7 stig, 8,1 1885 og 8,2 1983.
 
Á Akureyri er međalhiti fyrri hluta júlí 13,2 stig ţađ er +2,3 stigum ofan međallags 1991-2020 og +2,2 stigum ofan međallags síđustu tíu ára. Síđustu 90 árin hefur fyrri hluti júlí ađeins ţrisvar veriđ hlýrri en nú á Akureyri (2021, 1976 og 1991).
 
Á spásvćđunum öllum er fyrri hluti júlí međal ţeirra 4 hlýjustu á öldinni (af 25). Ađ tiltölu hefur veriđ hlýjast á Austfjörđum og Suđausturlandi ţar sem hann er hlýjastur, en situr í fjórđa sćti viđ Faxaflóa og á Suđurlandi.
 
Á einstökum stöđvum er vik miđađ viđ síđustu tíu ár mest á Gagnheiđi. Ţar er hiti +4,4 stigum ofan međallags og +4,0 stig á Grímsstöđum á Fjöllum. Minnst er vikiđ á Mikladal viđ Patreksfjörđ, +0,2 stig, og +0,5 á Bíldudal.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 24,3 mm og er ţađ í rétt tćpu međallagi. Á Akureyri hefur úrkoman ađeins mćlst 2,7 mm og er ţađ ađeins 15 prósent af međallagi. Á Dalatanga hafa ađeins mćlst 2,5 mm sem er ađeins 4 prósent af međallagi ţar. Hefur ţó á báđum stöđvum mćlst enn minni fyrri hluta júlí.
 
Sólskinsstundir hafa mćlst 100,7 í Reykjavík, 15 stundum umfram međallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mćlst 111,4, 35,8 fleiri en í međalári.
 
Mánudagurinn í ţessari viku (14.júlí) var sérlega hlýr um mestallt land. Hiti komst í 20 stig á 65 prósent stöđva í byggđum landsins. Ţađ eru ekki margir dagar sem hafa náđ slíkum árangri (meir um ţađ síđar). Árshitamet voru sett á fjölmörgum stöđvum. Sérstaklega skal nefnt met á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum, en ţar fór hiti í 22,2 stig og hefur aldrei mćlst jafnmikill eđa meiri frá upphafi mćlinga ţar (1921). Einnig voru sett met á Hellu á Rangárvöllum (mćlt frá 1957), á Vatnsskarđshólum (mćlt frá 1978 - og lengur ţar í grennd). Líklega mćldist nú hćsti hiti sem vitađ er um í Hornafirđi - líta ţarf ţó betur á mćlingu úr Hólum frá 1934. Met var sett á Hjarđarlandi (29,5 stig) og hefur hiti hér á landi sárasjaldan mćlst meiri. Líklega var einnig sett hálendismet (eđa ţađ jafnađ), en ritstjóri hungurdiska á eftir ađ athuga ţađ betur (meira síđar).
 
Viđbót - síđar sama dag:
Undanfarna daga hefur veriđ mjög hlýtt loft yfir Keflavíkurflugvelli - sérstaklega í neđsta hluta veđrahvolfsins. Ađ kvöldi 14. var sett júlíhitamet í 925 hPa-fletinum (í rúmlega 600 metra hćđ) ţegar hiti fór ţar í 18,0 stig. Í ágúst áriđ 2004 fór hiti í fletinum hins vegar í 18,6 stig (ţ.9.). Í 850 hPa fór hiti í 13,0 stig í gćrkvöldi (15.). Ţađ er óvenjulegt. Í 20 km hćđ var hins vegar óvenju kalt - ţó ekki met.

Sömuleiđis hefur slatti af daggarmarks- og eimţrýstingsmetum falliđ. Daggarmark og eimţrýstingur (hlutţrýstingur vatnsgufu) er mćlikvarđi á magn eims (vatnsgufu) í lofti. Í dag (16.) hefur loft veriđ sérlega rakt. Hćsta daggarmark sem enn hefur frést af í dag er 18,3 stig sem mćldist á Hallormsstađ kl.16, ţađ hćsta sem ţar hefur mćlst. Opinber landsmet eru ekki til fyrir daggarmarkiđ. Mćlingar á ţví eru mjög óáreiđanlegar en ţó er ljóst ađ áreiđanlegt daggarmark hefur ekki oft mćlst hćrra heldur en ţetta á landinu, vantar sennilega innan viđ 1 stig upp á met sjálfvirkra stöđva. Nokkuđ af augljósum villum er í hćstu daggarmarksmćlingum mannađra stöđva, meira ađ segja í Reykjavík ţar sem hćsta áreiđanlega gildiđ er líklega um 16 stig. Ítarleg villuhreinsun hefur (ţví miđur) ekki fariđ fram. Hafa má í huga ađ dagar ţegar daggarmarkiđ er langtímum saman ofan viđ 10 til 12 stig eru óskastundir kjallaraslaga og myglu. Ţađ kann ađ hljóma sem öfugmćli ađ helst ţurfi ađ kynda kalda kjallara á hlýjustu og rökustu dögum ársins - og fremur heldur en á öđrum tímum árs - en ţannig er ţađ.
 

Bloggfćrslur 16. júlí 2025

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 206
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1988
  • Frá upphafi: 2485274

Annađ

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 1763
  • Gestir í dag: 170
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband