20.5.2025 | 22:01
Molar úr hitabylgjunni
Hitabylgjunni er ekki alveg lokið - og uppgjörs varla að vænta fyrr en þá. En þó má þegar nefna nokkur sundurlaus atriði.
Ritstjórinn heldur úti lista um hámarkshita hvers almanaksdags á landinu (dægurhámarksmet). Rétt að taka fram að þetta er ekki opinber listi, sjá má þar fáeinar vafasamar tölur sem mætti nota hreinsiefni á, en það er líka ágætt að láta þessar gömlu tölur berjast fyrir tilveru sinni og verjast í lengstu lög. Eins og fram hefur komið var sett nýtt landshitamet fyrir maímánuð á dögunum og mun Veðurstofan trúlega lýsa því yfir opinberlega fljótlega. En ný dægurmet hafa nú verið sett átta daga í röð, það er einsdæmi. Við vitum af fáeinum 5 daga syrpum, en ekki átta. Og það er ekki þannig að eldri met hafi verið naumlega slegin, tvo daga munar meir en fimm stigum á gömlu og nýju landsmeti.
Hér á landi eru hitasveiflur meiri á vetrum heldur en að sumarlagi, vik frá meðallagi eru því að jafnaði meiri á vetrum. Mestu vikin nú eru á háfjallastöðvum á Austur- og Norðurlandi (sjávaráhrifa gætir þar síst). Mesta vikið var á Gagnheiði í gær (19.maí). Meðalhiti sólarhringsins var þá 14,6 stig yfir meðallagi síðustu tíu ára og daginn áður, þann 18. var vikið nær hið sama, 14,5 stig. Vik yfir 13 stig hafa verið á Hallormsstaðahálsi, Vaðlaheiði og Austurárdalshálsi í Húnavatnssýslu.
Upplagt var að bera þetta saman við það mesta sem við vitum um frá aldamótum. Allra mesta jákvæða vikið á því tímabili var 14,8 stig á Torfum í Eyjafirði þann 18.nóvember 2018, síðan koma Gagnheiðarvikin. Fáeinar stöðvar aðrar eiga staka daga með meiri vikum en +13 stigum, þar af eitt tilvik í apríl, á Kollaleiru 3.apríl 2007.
Allnokkur fjöldi er af stærri neikvæðum vikum, þau eru öll að vetrarlagi, mest -23,4 stig við Mývatn 25.janúar 2002. Leit hefur ekki farið fram í eldri gögnum. Trúlega mun hún skila enn stærri neikvæðum vikum, en óvissara er með þau jákvæðu.
Frést hefur af nýjum maímetum á stöðvunum á Norðaustur-Grænlandi og á Jan Mayen.
Ritstjóri hungurdiska hefur undanfarin ár skilgreint og talið sumardaga í Reykjavík. Að meðaltali er tæplega einn sumardagur í Reykjavík í maí, þegar þetta er skrifað (20.maí) eru þeir orðnir sjö í röð. Röðin nær aftur til 1949 og flestir hafa sumardagar í maí, áður, orðið fimm. Það var í árið 2002 og þeir voru fjórir í maí 1960. Árin 1991 til 2020 voru að meðaltali 28 slíkir dagar á ári í Reykjavík. Síðasta vika hefur því skilað fjórðungi meðaltalsins og fleiri heldur en ýmis fyrri sumur alls, t.d. 1995 og 1989, svo ekki sé talað um 1983 þegar aðeins einn slíkur dagur skilaði sér í hús allt árið.
Það er alltaf verið að spá kólnandi veðri og má segja að nú fari átakanlega að skorta einhverja úrkomu. Sumarið í framhaldi af því er flestum (eða kannski réttara, öllum) hulið.
Bloggfærslur 20. maí 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 44
- Sl. sólarhring: 357
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 2469520
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2370
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010