2.5.2025 | 21:58
Smávegis af apríl 2025
Apríl var hlýr hér á landi, rétt eins og febrúar og mars, en þó vantar aðeins upp á methlýindi. Taflan sýnir hvernig hiti á spásvæðunum raðast. Hún nær til 25 ára - í aprílpistli Veðurstofunnar má finna meðaltal og röðun á einstökum stöðvum.
Að tiltölu var hlýjast við Breiðafjörð þar sem þetta var næsthlýjasti apríl á öldinni, en talsvert hlýrra var í apríl 2019. Á öðrum spásvæðum er algengast að hitinn raðist í 3. til 5. hlýjasta sæti aldarinnar, á Austurlandi að Glettingi þó í sjötta sæti. Apríl 2019 er hlýjasti aprílmánuður aldarinnar á flestum spásvæðum, á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum er það 2011 og apríl 2003 á Suðausturlandi.
Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Hér á landi var þykktin 40 til 60 metrum yfir meðallagi, hiti var því 2,0 til 3,0 stig ofan meðallags í neðri hluta veðrahvolfs. Við megum taka eftir horninu á milli jafnhæðar- og jafnþykktarlína, sýnir hlýtt aðstreymi.
Vestanáttin í háloftunum var heldur undir meðallagi, en sunnanáttin aftur á móti vel yfir því - eins og kortið sýnir. Svipuð vindastaða var uppi í apríl 2003, en þá voru hlýindin afmarkaðri á kortinu í heild heldur en nú. Sjá má að hlýindi eru um mestallt svæðið sem kortið sýnir, þykkt rétt undir meðallagi við Labrador. Leifar kuldapolla vetrarins eru fjarri, við sjáum þó í jaðar eins slíks efst til hægri á kortinu, hann snertir Norður-Noreg. Þar var óvenju kalt. Víða í Suður-Noregi var þetta hins vegar hlýjasti apríl mælisögunnar (þykktarvikin eru enn meiri en hér við land). Á Svalbarða var apríl hins vegar sá kaldasti í 16 ár (upplýsingar frá norsku veðurstofunni).
Eins og áður sagði er þetta þriðji hlýi mánuðurinn í röð. Í yfirliti Veðurstofunnar (sjá vef hennar) er sagt frá því að meðalhitinn í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins sé sá fjórði hæsti frá upphafi mælinga. Sömu mánuðir 2003 voru nokkru hlýrri en nú, en 1964 og 1929 voru þeir talsvert hlýrri, hlýjast 1964. Ef við tökum aðeins síðustu þrjá mánuði, hækka þeir um eitt sæti á listanum, aðeins 1964 og 1929 eru hlýrri, 1929 nær efsta sætinu.
Svo verður auðvitað keppni með maí. Líklegast er að fimm mánaða meðaltalið verði ekki meðal þeirra fimm efstu, ekki þó ómögulegt. Það er þannig harla ólíklegt að maí einn og sér muni koma hitanum ofar á keppnislistum því það þarf 7,7 stig til að verjast ásókn ársins 2014, og tæp 8 stig til að ná þriðja sætinu úr höndum fyrstu fimm mánaða ársins 2003. Slíkt er rétt hugsanlegt að vísu, 8 stiga maí kom síðast í Reykjavík árið 2017. Til að ná öðru sætinu úr höndum ársins 1929 þarf hins vegar 10,5 stiga maí - sem ekki gerist, hlýjasti maí sem við vitum um í Reykjavík (1935) á 8,9 stig og til að ná 1964 þyrfti 13,3 stiga maí - fullkomlega fráleit tala. Janúar í ár - þó ekki væri hann sérlega kaldur - útilokar möguleika á margra mánaða methlýindum - hann er þungur í drætti. Fleiri mjög hlýir mánuðir mundu ná því um síðir, en verður þó að telja harla ólíklegt eins og staðan er.
Við þökkum BP fyrir kortagerðina - að vanda.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. maí 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 174
- Sl. sólarhring: 281
- Sl. viku: 1114
- Frá upphafi: 2463869
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 951
- Gestir í dag: 156
- IP-tölur í dag: 152
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010