12.5.2025 | 21:59
Hlýindi framundan?
Fyrir nokkrum dögum fékk ritstjóri hungurdiska fyrirspurn erlendis frá um það hvort nýrra landshitameta fyrir maímánuð væri að vænta. Ástæðan var sú að óvenjuhlýju veðri er spáð í vikunni. Svarið sem ritstjórinn gaf var að sjálfsögðu það venjulega í stöðunni: Jú, það væri mögulegt, en kannski ekki endilega mjög líklegt samt. Síðan fylgdi mettalan svarinu [25,6 stig sem mældust á Vopnafirði 26.maí 1992] og að sjálfsögðu hin fasta rolla um fjölgun stöðva, hina kviku nútímamælihólka og allt það.
Það er þrennt sem hefur hingað til verið ábending um hlýindi í veðurspám. Í fyrsta lagi auðvitað hinar beinu spár reiknilíkana um hita á einstökum veðurstöðvum eða reitum reikninetsins. Þar hefur ekki (enn) sést tala sem er hærri heldur en mettalan. Það er ekki langt síðan beinar hitaspár af þessu tagi fóru að verða það áreiðanlegar að taka mætti mark á þeim nema kannski einn eða tvo sólarhringa fram í tímann (í allra mesta lagi). Í öðru lagi er margnefnd þykkt oft allgóður hitavísir - enda eiga reiknilíkön auðveldara með að spá henni heldur en hita á veðurstöðvum. Hún hefur þó þann ókost að hún segir aðeins hver meðalhiti á milli tveggja þrýstiflata er, í hinu venjulega tilviki milli 1000 hPa og 500 hPa-flatanna. Hún veit ekkert af grunnstæðum hitahvörfum í lægri lögum. Þau geta verið býsna snörp, úrsvöl hafgola getur spillt hlýindum stórlega. Þykktin veit ekkert af henni - og þar að auki eru líkur á hafgolu heldur meiri við mikla þykkt heldur en litla (jú). Í þriðja lagi er gjarnan notast við spár um hita í 850 hPa-fletinum. Hann er að jafnaði í um 1400 metra hæð (á góðum dögum). Sem vísir hefur hann að sjálfsögðu sama ókost og þykktin - hann veit ekki af hafgolu - og ekki heldur af mjög grunnum útgeislunarhitahvörfum yfir landi - og ýmislegt fleira getur líka truflað þessa tvo vísa.
Á síðustu árum er evrópureiknimiðstöðin einnig farin að gefa út ábendingar um óvenjulegt hitafar - svonefnda útgilda og halavísa.
Útgilda - og halavísir evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir hita. Gildir fimmtudaginn 15.maí 2025. Dökku svæðin sýna eins konar líkur á metum (miðað við samanburðartímabil líkansins). Á dekksta svæðinu er mjög líklegt að hitamet verði slegin - minni líkur á ljósari svæðunum. Heildregnar línur sýna svokallaðan halavísi - hæsta talan er 4,3 - sem er mjög óvenjulegt fyrir hita (algengara á úrkomukortum). Það er athyglisvert að líkanið telur ekki mjög miklar líkur á metum meðfram suðausturströndinni - þar er líklega skýjað og súld í líkaninu. Reykjavík er inni í næstdekksta svæðinu og sömuleiðis innan við ystu jafngildislínu halavísisins - ekki mjög miklar líkur á meti - en samt. Viðmiðun er ekki allur maí heldur hálfur mánuður í kringum dagsetninguna. Rétt að taka fram að ritstjórinn hefur takmarkaða reynslu í túlkun þessa vísis - veit bara að hann er alls ekki út í hött.
Allir þessir vísar - gamlir og nýir sýna hlýindi næstu vikuna - en enginn þeirra er samt í methæðum. Við höfum séð hærri hita í 850 hPa í maí heldur en spáð er - og sömuleiðis meiri þykkt. Við höfum kannski ekki fylgst nægilega lengi með vísum evrópureiknimiðstöðvarinnar til að vita nákvæmlega hvað þeir eru að segja - en háir eru þeir.
Fyrirspyrjandinn erlendi vissi auðvitað af öllum þessum vísum, þeirra vegna var hann að spyrja. En eftir að hann hafði lesið hið staðlaða svar ritstjórans kom frá honum annað bréf. Þar samsinnti hann hinum loðnu svörum sem hann fékk, en vildi samt fá að vita til viðbótar hvort líklegt væri að ný met í næturhlýindum yrðu sett, hvort næturlágmark hitans yrði hærra heldur en áður væri þekkt.
Auðvitað veit ritstjóri hungurdiska hver þau met eru, en en reynsla í að nýta vísa sem hjálpartæki í slíkum vangaveltum er afskaplega takmörkuð - alla vega í reynsluheimi ritstjórans. Út af fyrir sig er þetta athyglisverð spurning, en því er samt ekki að neita að ákveðinnar þreytu gætir hjá ritstjóranum gagnvart mesta metaáhuganum. Sannleikurinn er sá að lengi er hægt að finna ný met sé nægilega leitað. En látum samt vera að kvarta. Þetta varð tilefni annars svars - enn loðnara en þess fyrra. Áherslan á ábendingu um það hvað teldist óvenjulegt og hvað ekki í þessum efnum.
Fyrirspyrjandi taldi réttilega að lengd hlýindanna (gangi spár eftir) væri líklega óvenjuleg á þessum tíma árs. Hann spurði þó ekki beinlínis hvort hún væri nýtt met. Kannski langaði hann að vita það. Hér verður ritstjórinn að setja stopp - alla vega mun hann ekki reyna að svara þeirri spurningu fyrr en hlýindin eru liðin hjá - en ekki meðan þeim er bara spáð. Það gæti orðið athyglisvert - en ekki fyrirfram.
Hiti nær oft 20 stigum í maímánuði. Síðustu 145 ár hefur það að meðaltali átt sér stað annað hvort ár - sennilega oftar því mælingar voru framan af mjög gisnar. Fyrsti 20 stiga hiti í maí á skrá í gagnagrunni er frá 20.maí 1882 - árinu sem sumarið kom ekki á Norðurlandi. Mælingin var þó gerð á Hrísum í Eyjafirði - sem slapp við ísagoluna þann daginn.
Á þessari öld hefur hiti farið í 20 stig eða meira í 15 maímánuðum af 25 - og 8 sinnum síðustu 10 árin. Síðasti tuttugustigalausi maímánuðurinn var 2020. Þótt 20 stig séu þannig til þess að gera algeng eru 23 stig það ekki og 25 stig eða meira hafa aðeins mælst tvisvar. Á Vopnafirði 26.maí 1992 - eins og áður sagði og 25,0 stig á Egilsstöðum árið áður, 28.maí 1991. Spurningin er hvort við náum svo háum tölum nú. Hvernig hittir í?
Hæstu maínæturlágmörkin eru 14,0 stig, trúlega nærri lagi (þótt varla sé lesið með nákvæmni upp á 0,1 stig), sett annars vegar á Húsavík 28.maí 1991 (sama dag og 25,0 stiga hámarkið mældist á Egilsstöðum - því trúlegra en ella). Sömu nótt var lágmarkshiti á Sandi í Aðaldal 13,6 stig - bætir í trúverðugleika beggja talna. Hitt 14,0 stiga tilvikið er frá Fagradal í Vopnafirði þann 31.maí árið 1955. Ekki hefur ritstjórinn reynt að staðfesta það (eða afskrifa).
Allar lágmarkshitatölur hærri en 12,0 stig í maí eru óvenjulegar - nördin geta eytt næstu dögum í að fylgjast með þeim. Í Reykjavík liggja mörk hins óvenjulega enn neðar, metið er 11,4 stig, sett 14.maí 1988 og í öðru sæti eru 11,2 stig, sett 15.maí 1960. Sjálfvirka stöðin á Veðurstofutúni á hæst 11,2 stig 30.maí 2004. Það er óvenjulegt að fá sólarhring í Reykjavík í maí þar sem hiti fer ekki niður fyrir 10 stig. Evrópureiknimiðstöðin nefnir ekki slíkar nætur í Reykjavík næstu vikuna. Hún segir lágmarkið alla daga undir 9 stigum - en þarf auðvitað ekki að vera rétt.
Vænsta hitabylgja maímánaðar - á landsvísu (að vísu eru hitabylgjur sárasjaldan á landsvísu) gekk yfir 20. til 26. maí 1987. Ef eitthvað verður úr hlýindum nú ættum við kannski að líta til hennar varðandi lengdarsamanburð - en bara kannski.
Bloggfærslur 12. maí 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 35
- Sl. sólarhring: 314
- Sl. viku: 1608
- Frá upphafi: 2466168
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010