Ólíkar úrkomuspár

Ritstjóri hungurdiska var nú áđan í einhverju hálfgerđu rćnuleysi ađ fletta spákortum og tók eftir ţví ađ lítilli úrkomu var spáđ í Reykjavík nćsta sólarhring, í framhaldinu leit hann líka á spárit evrópureiknimiđstöđvarinnar og hélt eitt augnablik ađ ritiđ hefđi ekki endurnýjast - ţví ţar stóđ ađ líklegasta úrkoma á sama tíma yrđi meiri en 10 mm og ein 50 safnspáa sagđi úrkomuna verđa 50 mm á einum sólarhring. Ţessa misrćmis gćtti ekki á nálćgum stöđvum, t.d. á Hvanneyri í Borgarfirđi eđa fyrir austan fjall. 

Ţetta gefur tilefni til ţess ađ líta á ţessar spár á íslandskortum.

w-blogg060425a

Eins og sjá má er ekki mikilli úrkomu spáđ á landinu í ig-háupplausnarspá dönsku veđurstofunnar. Helst á venjulegum  úrkomustöđum ţegar suđvestanátt ríkir - og allsamfellt úrkomusvćđi er yfir Snćfellsnesi, Breiđafirđi og hluta Vestfjarđa - allt „eftir bókinni“. Háupplausnarlíkan Veđurstofunnar er nćr alveg sammála, sömu svćđi, en ađeins hćrri tölur. 

Spá reiknimiđstöđvarinnar er hins vegar talsvert öđru vísi. 

w-blogg060425b

Hér er kominn 35 mm blettur rétt viđ efri byggđir Reykjavíkur og sömuleiđis einkennilegir blettir hlémegin hárra fjalla, 27 mm í Ísafjarđardjúpi ţar sem engin úrkoma var á fyrra kortinu, og úrkomusvćđiđ á Snćfellsnesi er hér áberandi norđan fjallgarđsins, en ekki á honum eins og á fyrra korti. Sunnanverđir Vestfirđir aftur á móti svipađir. 

Viđ vitum ađ sjálfsögđu ađ ţessi líkön eru mjög ólík, landslag er útjafnađra hjá evrópurreiknimiđstöđinni heldur en í hinum líkönunum og ađ auki verđur úrkoma til á ólíkan hátt í líkangerđunum tveimur - lóđréttur vindhrađi er reiknađur á mjög ólíkan hátt.

Hér er hvorki rúm né rćna til ađ rćđa ţćr tćknilegu ástćđur sem kunna ađ liggja ađ baki ţessum ótrúlega mun - ađeins bent á hann. Lćrdómurinn kannski sá ađ stundum sé ţess ţörf ađ vera ekki steinsofandi viđ lestur á veđurspám. 


Bloggfćrslur 6. apríl 2025

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg170925b
  • w-blogg170925a
  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 1561
  • Frá upphafi: 2499163

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1425
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband