Vendipunktar

Viđ lítum nú á skrýtiđ línurit ritstjóra hungurdiska - eingöngu til gamans. Einhverjir skilja ţađ sjálfsagt ekki (beđist er velvirđingar á ţví) - en ađrir skilja ţađ kannski of vel - og fara ađ draga ályktanir sem svo ekki standast. 

w-blogg170325a

Lárétti ásinn sýnir ártöl, frá 1821 til loka árs 2024. Lóđrétti ásinn er torskiljanlegri en viđ hann stendur „vikasumma - afrétt“. Hvađ skyldi ţađ vera? Grunnurinn er reiknađur mánađarmeđalhiti í byggđum landsins allt frá ţví í desember 1821 ţar til í desember 2024. Međalhiti og stađalvik hvers almanaksmánađar (janúar til desember) er síđan reiknađur fyrir tímabiliđ 1931 til 2010 (80 ár). Hitavik hvers mánađar frá ţessu međaltali er nú reiknađ og sömuleiđis stađalvik. Stađalvikin eru nú lögđ saman frá upphafi til enda, mánuđi fyrir mánuđ bćtt viđ. Vegna ţess ađ viđ höfum valiđ tiltölulega hlýtt tímabil sem grunn (1931 til 2010) skilar 19. öldin lengst af neikvćđum gildum (ţá var kalt miđađ viđ síđari tíma). Ţegar kom fram á 20.öld fór jákvćđum gildum fjölgandi (en á árabilinu 1931 til 2010 voru ţau auđvitađ um ţađ bil jafnmörg og ţau neikvćđu). Lokasumman varđ mjög neikvćđ. 

Til ađ myndin yrđi lesanlegri var ákveđiđ ađ rétta ferilinn af, hann byrjar og endar í núlli. Tilgangurinn er eingöngu sá ađ leita ađ vendipunktum, mánuđum eđa árum ţar sem hneigđin hefur breyst. Viđ hefđum getađ valiđ einhver önnur tímabil til viđmiđunar, sömuleiđis hefđum viđ rétt eins getađ notađ hitavikin sjálf, en ekki stađalvikin. Séu stađalvikin valin eins og hér er gert vega sumarmánuđir jafnţungt og ađrir mánuđir - jafnvel ţótt hitavik séu ţá mun minni heldur en ađ vetri. Á öđrum myndum vćru ađrar tölur á lóđrétta ásnum, en útlit ferilsins er nćrri ţví sá sami - vendipunktar nćrri ţví ţeir sömu. 

Á köldum tímabilum hrapar ferillinn, en á hlýjum rís hann mjög ört, á skeiđum ţegar hiti er svipađur og hann var ađ međaltali 1931 til 2010 er hann flatari. Viđ eigum ekki ágiskanir um hita á landsvísu lengra aftur (og óvissa í tölunum er reyndar mjög mikil fyrir 1875). Ágiskađar eldri tölur sýna ţó kaldara skeiđ heldur en fyrstu árin sem ná inn á línuritiđ. 

Viđ sjáum allgóđ merki um hlýskeiđ 19. aldar á myndinni. Viđ getum látiđ sem ađ ţví hafi lokiđ í mars 1858 (sem er auđvitađ allt of nákvćm dagsetning, nema í veđurfarskemmtanabransanum - ţar sem viđ slökum á skynseminni). Eftir ţađ hrapar ferillinn í hinu mikla kuldaskeiđi sjöunda áratugar 19.aldar. Stjórnlaust hrap heldur áfram allt ţar til í mars 1893 - nema hvađ smáhik er í kringum 1870 - líklega raunverulegt. 

Frá og međ 1893 er hallinn á ferlinum ekki eins mikill og áđur - en niđurleiđin heldur samt áfram. Sú skođun kom fram á sínum tíma ađ verstu harđindunum hefi lokiđ međ árinu ofurkalda 1892, veđurfar hafi eftir ţađ orđiđ mildara - en samt ekki eins milt og var á hlýskeiđinu nćst á undan, ţegar ferillinn varđ nánast flatur um skeiđ. 

Mesti viđsnúningur á línuritinu öllu varđ í febrúar 1925. Kuldaskeiđinu langa var lokiđ. Ferillinn tekur á stökk upp á viđ. Minniháttar hik varđ í kringum 1950, en síđan hélt leiđin upp á viđ áfram eins og ekkert hefđi í skorist, ţar til í júní 1964. Ţá varđ enn vending. Nćstu áratugir urđu ströggl. Vendipunkturinn í lokin er ekki alveg hreinn. Viđsnúningur varđ eftir janúar 1984, en ströggliđ hélt áfram, kannski allt fram til júní 1997. Eftir ţađ hefur leiđin legiđ upp á viđ. 

Ţessi síđasta brekka hefur veriđ samfelld hlýnun, ekkert hik ađ sjá - enn sem komiđ er ađ minnsta kosti - aldrei nema rétt einn og einn stakan mánuđ eđa tvo. Hér sést vonandi vel ađ tal um ađ hćgt hafi á hlýnun síđustu 10-12 árin er einfaldlega ekki rétt - slíkt myndi hafa komiđ skýrt fram sem hik á ferlinum, ţá svipađ og viđ sjáum greinilega í kringum 1950 - ţađ hefđi ekki leynt sér. 

Hvort slíkt hik er svo yfirvofandi vitum viđ auđvitađ ekki - framtíđin er frjáls sem fyrr - en ţađ hefur ekki látiđ sjá sig. 

Hugsanlegt er ađ viđ lítum á fleiri línurit af ţessu tagi síđar - hafi ritstjórinn ţrek til ţess. 


Bloggfćrslur 17. mars 2025

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg170325a
  • w-blogg160325a
  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 694
  • Sl. sólarhring: 775
  • Sl. viku: 1884
  • Frá upphafi: 2453904

Annađ

  • Innlit í dag: 646
  • Innlit sl. viku: 1728
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 576

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband