16.3.2025 | 22:35
Heldur óvenjulegt
Þegar litið er á 500 hPa norðurhvelsþykktarkort dagsins í dag, 16.mars 2025 er þar engan fjólubláan lit að finna.
Þetta er heldur óvenjulegt fyrir jafndægur að vori. Varla þó einstakt, en hefur ekki sést síðan farið var að framleiða kort reglulega með þessum litakvarða á Veðurstofunni fyrir 13 árum. Mörkin milli fjólubláu og bláu litanna var sett við 4920 metra þykkt, en hver litur þekur 60 metra. Oft eru tveir, þrír eða jafnvel fjórir fjólubláir litir á kortum á þessum tíma vetrar.
Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, fjarlægðin milli 1000 og 500 hPa-flatanna er notuð sem hitamælir, loftið þenst út við vaxandi hita og er ekki fjarri að 20 metra bil jafngildi einu stigi. Allgott samband er á milli þessa hita sem þykktin er vísir um og hita í mannheimum. Þó ber við að talsvert kaldara getur verið í neðstu lögum heldur en þykktin segir til um - þá liggja hitahvörf yfir, hlýrra loft er ofan á köldu. Samband hita í mannheimum og þykktar er best hér á landi yfir háveturinn. Þá er mestur munur á hita lofts og sjávar og sjávarylurinn leitast við að eyða hitahvörfum, nema í þeim tilvikum sem loftið berst mjög langt sunnan að, eða hefur lent í áköfu niðurstreymi austan Grænlands. Þegar á heildina er litið eru slík tilvik þó ekki mörg og spilla langtímasambandi hita og þykktar ekki svo mjög.
Sambandið er verra inni í sveitum heldur en við sjávarsíðuna. Til að blanda hitahvörfum þar er vindur að jafnaði nauðsynlegur. Hið almenna samband er því verra í hægum vindi heldur en miklum.
Hér við land er sjávarhiti hærri en lofthiti meginhluta ársins. Við Suður- og Vesturland er sjór að meðaltali kaldari en loft aðeins fáeinar vikur yfir hásumarið - einmitt þá getur svalur vindur af hafi kælt neðstu lög loftsins yfir landinu og lækkað hita umtalsvert frá því sem þykktin segir að hann ætti að vera, sérlega algengt í júní, júlí og framan af ágúst. Við Austurland er tíminn þegar sjór er kaldari en loftið heldur lengri en annars staðar - austfjarðaþokan er þekktari heldur en aðrar þokur - þótt hennar gæti ekki svo mjög inni á fjörðum eins og nafnið gæti gefið tilefni til að ætla.
Á kortinu að ofan eru jafnhæðarlínur heildregnar að vanda. Af þeim má ráða vindstyrk og stefnu. Sunnanátt er nú ríkjandi yfir landinu. Hlý hæð er fyrir sunnan og suðaustan land og beinir hingað lofti langt sunnan úr höfum. Þykktin er meiri en 5400 metrar. Meðalþykkt í mars er um 5240 metrar, við sjáum af því að hiti í neðri hluta veðrahvolfs er um 8 stigum yfir meðallagi við landið - ekki mjög fjarri hitavikum á veðurstöðvum. Hitavik sólarhringsins nær þó varla svo háum tölum yfirleitt - ýmsir þættir svo sem bráðnun snævar og uppgufun lækkar hita - auk þess sem einhver varmi fer í að hækka yfirborðshita jarðar - bræða jarðklakann sem er ábyggilega nokkur eftir kalda mánuði fyrr í vetur.
Þessi staða á ekki að breytast mikið næstu daga, einhverjir svalari dagar þó innan um. Svo fylgjumst við með því hvort norðurslóðakuldapollarnir taka sig eitthvað saman í andlitinu og verða fjólubláir að nýju. Þeir gætu það vel því ef ekki kemur loft að sunnan til að hræra upp í þeim er sól enn það lágt á lofti að töluvert svigrúm er til frekari kólnunar gefist friður til þess. Taki kuldapollar sig upp eru þeir til alls vísir - þótt líkur á að einstök svæði á okkar breiddarstigi verði fyrir þeim séu greinilega minni nú heldur en stundum áður. Það eru heldur færri kaldir miðar í vorlotteríinu heldur en venjulega kringum jafndægrin.
16.3.2025 | 15:25
Fyrri hluti marsmánaðar 2025
Bloggfærslur 16. mars 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 204
- Sl. sólarhring: 207
- Sl. viku: 1401
- Frá upphafi: 2453132
Annað
- Innlit í dag: 174
- Innlit sl. viku: 1269
- Gestir í dag: 162
- IP-tölur í dag: 158
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010