9.2.2025 | 21:19
Vattarneshviður (og hugtökin snúði og snælda)
Ritstjóri hungurdiska þykist hafa séð fréttir af foktjóni í miklum vindhviðum við Vattarnes í illviðrinu á dögunum. (Illa gengur þó að finna fréttir um það á netinu - ábendingar vel þegnar). Á Vattarnesi var sett upp sjálfvirk veðurstöð árið 2000 og hefur athugað síðan. Fyrir löngu, á árunum 1931 til 1944 var þar skeytastöð, athugunarmenn þeir Þórarinn Grímsson Víkingur (1931-1941) og síðan Sigurbjörn Guðjónsson. Skeytasendingum var síðan haldið áfram á Djúpavogi, 1944 til 1961 og á Kambanesi 1961 til 1992, en þar var þá sett upp ein fyrsta af sjálfvirkum stöðvum Veðurstofunnar. Tókst þannig allan þennan tíma að halda uppi skeytasendingum frá stöðvum á sunnanverðum Austfjörðum þar sem sá á haf út.
En veðrið á dögunum var mjög hart víða á Austfjörðum, eftir fréttum að dæma varð mest tjón í Stöðvarfirði, en einnig fauk á Vattarnesi. Þar hefur ritstjóri hungurdiska aldrei komið og á síðari árum er staðurinn kominn mjög úr alfaraleið. Ritstjórinn fékk senda ábendingu um frétt af tjóni í veðrinu á Vattarnesi - og kann sendanda bestu þakkir fyrir.
Kortaklippunni hér að ofan er nappað úr atlaskortasafni Landmælinga Ísland og sýnir Vattarnes og nágrenni. Við þykjumst strax sá að um hviðuvænan stað er að ræða, fjallshryggur með bröttum tindum og hafið þar fyrir utan. Hviðurnar gætu svosem verið af fleiri en einni gerð.
Línuritið tekur saman vind á veðurstöðinni frá því kl.1 aðfaranótt miðvikudagsins 5. febrúar (2025) til kl.16 laugardaginn 8. Bláu súlurnar sýna mesta 10-mínútna meðalvind hverrar klukkustundar. Það vekur athygli að hann er ekki sérlega hár, fór mest í 21,5 m/s að kvöldi þess 5. Rauði ferillinn les aftur á móti vindhviðurnar. Þær eru ógurlegar, allmargar fara upp fyrir 50 m/s og sú stríðasta sem mældist fór upp í 54,8 m/s. Menn reikna gjarnan svokallað hviðuhlutfall. Hægt er að skilgreina það á fleiri en einn veg, en hér reiknum við hlutfallið á milli hámarksvinds klukkustundar (10-mínútur) og mestu hviðu sömu klukkustundar (hægri kvarði á línuritinu, grænir punktar). Oft er hviðuhlutfallið hærra en 3, vindhraði í mestu hviðu er meir en þrisvar sinnum meiri heldur en meðalvindurinn. Hér er mikið í lagt. Algengasta hviðuhlutfall er 1,2 til 1,4, en tölur um 2 og þar rétt fyrir ofan má einnig teljast algengt, en tíðni á hærri tölum er töluvert minni.
Fleiri en ein ástæða getur verið fyrir hviðum af þessu tagi. Oftast er talað um að vindi úr efri loftlögum (þar sem vindur er mun meiri en nær jörðu) slái niður vegna kviku vegna bylgjumyndunar eða bylgjubrots við fjöll. Í sjálfu sér ekki ólíklegt hér.
Fyrir mjög mörgum árum fór ritstjóri hungurdiska að fylgjast með vindhviðum við Borgarnes. Það var auðvelt, fjörðurinn blasti við út um glugga á heimili foreldra hans og hviðurnar sáust sem særok, og var særokið oft í til þess að gera kröppum hvirflum sem bárust með vindinum, en í hvirflunum sjálfum var vindhraði mun meiri heldur en utan við. Hvirflar þessir héldu loft lögun og afli kílómetrum sama og ef þeir komu inn á Nesið fuku lausir hlutir gjarnan til.
Eftir að hafa fylgst með þessu árum saman fór ritstjórinn að taka eftir því að langflestir sveipirnir (ekki alveg allir þó) höfðu vinstrihandarsnúning - öfugt við snúning jarðar og þann sem er í kringum lægðir. Þessi hegðan var svo áberandi að leita varð skýringa. Ekki gott að segja hvort sú skýring sem hér er gripið til er sú rétta, en það má reyna að nota hana. [Það sem hér fer á eftir flokkast sem fimbulfamb - er við fárra hæfi].
Núningur á milli vindstrengsins við Austfirði annars vegar og fjallshlíðar/strandar hins vegar býr til (hægri) iðu yfir ströndinni. Í grófum dráttum er hægt að segja að margfeldi vindhraða og iðu varðveitist. Þetta margfeldi heitir á erlendum málum helicity. Ritstjórinn vill, með góðu eða illu, hafa íslensk nöfn á hugtökum. Eftir töluverð vandræði datt honum í hug að kalla þetta snúða upp á íslensku. Nafnið ber þá í sér einhverja tilvísun til snúnings.
Það er snúðinn sem varðveitist. Þegar vindstrengurinn sterki er kominn fyrir Hafnarnesið missir hann aðhald landmegin, úr honum dregur, en við það losnar um iðuna, hún fær að leika lausum hala sem skrúfvindar og rokur, nánast logn á milli, en fárviðri í byljunum. Þessa kenningu (ef kenningu skyldi kalla) mætti kanna með því að telja hlutfall hægri og vinstrisnúnings á hvirflunum yst í Reyðarfirði - í sunnanátt. Sé hlutfall hægrisnúnings mun hærra heldur en vinstrisnúnings (öfugt við það sem er á Borgarfirði) vaxa mjög líkur á að eitthvað sé til í þessari kenningu. Sé hlutfallið jafnt eru önnur ferli líklegri sem skýring - sé vinstrisnúningur algengari gætu aðrir landslagsþættir komið við sögu.
Fyrst að búið er að nefna snúðann er freistandi að fullgera brandarann með því að nefna einnig hugtakið snældu - því tengist annað ótrúlegt (en næsta raunverulegt) varðveislulögmál. Hér er snælda þýðing á erlenda hugtakinu enstrophy. Iða er vigureigind eins og áður sagði. Jörðin snýst í hægrisnúningi, jarðiðan er skilgreind sem jákvæð, vinstrihandarsnúningur neikvæður. Snælda er skilgreind sem iða í öðru veldi (deilt með tveimur) - og mælir því magn iðunnar - hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð. Snælda er því mælikvarði á beygjumagn (sem er miklu ljótara orð). Komi kröpp beygja á loft - verður að rétta úr einhvers staðar nærri - segir lögmálið. En til huggunar má segja að snældulögmála er aðeins getið í örfáum veðurfræðitextum - ritstjóri hungurdiska vill bara eiga þýðinguna á lager - aldrei að vita hvenær hún kemur að gagni (eins og Hans klaufi sagði gjarnan).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 9. febrúar 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.2.): 377
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 2901
- Frá upphafi: 2442793
Annað
- Innlit í dag: 333
- Innlit sl. viku: 2456
- Gestir í dag: 320
- IP-tölur í dag: 301
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010