Smávegis af janúar

Janúar var kaldur - miðað við það sem verið hefur á þessari öld. Taflan sýnir hvernig hiti á spásvæðum raðast - röðin nær til 25 ára. 

w-blogg030225c

Þetta reyndist kaldasti janúarmánuður það sem af er öldinni á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Að tiltölu var mildast á Miðhálendinu og við Breiðafjörð. Þar raðast hitinn í 19. hlýjasta sætið. Á landsvísu eru þrír janúarmánuðir síðustu 25 ára lítillega kaldari heldur en sá nýliðni. Næstu 25 árin á undan voru 13 janúarmánuðir kaldari heldur en sá nýliðni. 

Það er svipað og að undanförnu að hlýtt er við mestallt norðanvert Atlantshaf, sérstaklega vestan við okkur.

w-blogg030225b

Kortið hér að ofan sýnir þetta vel. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnþykktarlínur eru strikaðar (daufar), en þykktarvik eru sýnd í lit. Hér er miðað við tímabilið 1981 til 2010, sem var nokkru kaldara heldur en það sem af er öldinni. Meðalhiti á landinu í nýliðnum janúar var -0,6 stigum neðan þessa meðaltals (1981-2010), nokkru neðar heldur en vikin voru í neðri hluta veðrahvolfs (+0,5°C). Þetta er í takt við stöðuna að undanförnu, neikvæðu vikin hafa einkum gert sig gildandi í allra neðstu 1500 metrum lofthjúpsins. 

Vestanáttin í háloftunum var lítillega undir meðallagi, en sunnanáttin í slakasta þriðjungi dreifingarinnar - undir meðallagi sum sé. Skýrir það væntanlega hin neikvæðu hitavik. 


Bloggfærslur 4. febrúar 2025

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg030225b
  • w-blogg030225c
  • w-blogg030225a
  • w-blogg010225b
  • w-blogg010225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 36
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 2880
  • Frá upphafi: 2439928

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2624
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband