24.2.2025 | 19:48
Spurt var
Var spurður um snjó nú í febrúar. Hann hefur verið með minnsta móti, en ekki rétt að fara út í mikinn samanburð því enn eru fjórir dagar eftir af mánuðinum og vel hugsanlegt að einhverjir alhvítir dagar bætist við þann eina sem bókaður er - bæði í Reykjavík og á Akureyri. Febrúar er sjaldan snjólaus í Reykjavík - og enn sjaldnar á Akureyri (hefur þó komið fyrir).
Snjóleysið hefur fylgt miklum hlýindum. Fyrstu 23 dagar mánaðarins eru þeir hlýjustu á öldinni í Reykjavík - og ekki nema þrisvar frá upphafi mælinga sem þeir hafa verið hlýrri. Á Akureyri stendur hitinn örlítið neðar á listum, en ofarlega samt. En bæði snjóleysi og hiti segja lítið um framhaldið. Fyrri vetrarmánuðirnir voru ekki hlýir - og snjóhula var yfir meðallagi. Meðalfjöldi alhvítra daga í febrúar er 12 í Reykjavík, en 10 í mars. Á Akureyri eru tölurnar 17 í febrúar og 16 í mars. Mars er vetrarmánuður hér á landi sem kunnugt er.
Þetta gefur tilefni til að rifja upp fáeinar gamlar veðurvísur - pör reyndar, það fyrra tilheyrir deginum í dag (24.febrúar), Matthíasarmessu guðspjallamanns. Þessi messudagur hefur þá sérstöðu meðal slíkra daga að hann ber ekki upp á sama almanaksdag í hlaupárum - þá 25. febrúar og kallaðist þá stundum hlaupársmessa. Pétursmessa (Péturs stóll) er hins vegar 22.febrúar í öllum árum. Ástæða þessa misræmis er að í rómverska tímatalinu - var hlaupársdagur ekki 29.febrúar, heldur tróðst inn á undan Matthíasarmessu - (aldrei einföld þessi almanaksfræði).
Vísur þessar lét Jón Þorkelsson prenta í Almanak Þjóðvinafélagsins aldamótaárið 1900 (ásamt fleiri veðurvísum).
Matthías þíðir oftast ís,
er það greint í versum,
annars kæla verður vís,
ef vana bregður þessum.
Matthías ef mjúkur er,
máttugt frost þá vorið ber,
vindur, hríð og veðrið hart
verður fram á sumarið bjart.
Heldur óljóst allt saman. Skyldi dagurinn í dag hafa talist mjúkur? Fyrri vísan vísar eiginlega beint til þess sem sagt er um Pétursmessu (22.febrúar) - að þá setji Sankti Pétur vermisteininn í jörðina - það er slík sólarþíða sem væntanlega er átt við í fyrri vísunni. Sé sólarlaust (kannski með hlýindum) - er kulda að vænta.
Þessi vantrú á febrúarhlýindi kemur einnig vel fram í hinum vísunum tveimur:
Febris ef ei færir fjúk
frost né hörku neina,
kuldi sár þá kemur á búk,
karlmenn þetta reyna.
Ef þig fýsir gefa að gætur
gátum fyrri þjóða,
páskafrostið fölna lætur
februari gróða.
Það er talsvert vit í þessu með vermisteininn - eins og hungurdiskar hafa minnst á áður (eða var það ekki). Þetta með febrúarhlýindi sem bregðast eru líka almenn sannindi - tölfræðileg á sinn hátt. Það er harla ólíklegt að margir hlýir kaflar fari samfellt saman allt frá miðjum vetri til vors - en munum þó að það hefur gerst.
Hér er rétt að kveina í lokin. Hvers vegna í ósköpunum hefur Almanak Háskólans hætt að birta nöfn messudaga? Þetta var mjög til þæginda við lestur gamalla rita að geta bara flett upp í almanakinu. Stöðugt er verið að nefna suma messudagana í umfjöllun um tíðarfar - aðrir fátíðari. Ritstjóra hungurdiska er svosem engin vorkunn enda hefur hann komið sér upp sérstakri skrá til að fletta upp í. Þetta væri e.t.v. skiljanlegra ef nauðsynlegt þætti að koma öðru efni að, en svo er ekki - í langflestum tilvikum er bara eyða á blaðsíðunni.
Það er auðvitað viðurkennt að arfavitlausir veðurspádómar fylgdu sumum messudögunum, en þeir voru ekki aðalatriðið. Heldur voru þessir dagar, ásamt misseristalinu gamla og stórhátíðum, allir mikilvægir áfangar í gangi árstíðanna og auðvelda tilfinningu manna fyrir honum - sem er þrátt fyrir allt mikilvæg enn á dögum - þrátt fyrir allar framfarir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. febrúar 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 236
- Sl. sólarhring: 238
- Sl. viku: 1736
- Frá upphafi: 2447889
Annað
- Innlit í dag: 216
- Innlit sl. viku: 1575
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 193
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010