Enn eitt gagnafylleríiđ?

Fyrir nokkrum dögum var á ţađ minnst hér á hungurdiskum ađ hćgt vćri ađ bera fram spurningar eins og ţessa: Hver er hlýjasti norđanáttardagur sem viđ ţekkjum á landinu í febrúar? Ţađ er meira ađ segja mjög auđvelt ađ finna svar - ef viđ miđum ađeins viđ síđustu 75 árin. Vandinn hefst hins vegar ţegar kemur ađ nánari spurningum. Hvađ er ţađ sem viđ eigum viđ ţegar viđ segjum „hlýjastur“? Hvađ er norđanáttardagur? Ţetta eru öllu ţvćlnari spurningar heldur en sú fyrsta. Svörin eru ćtíđ álitamál og ţar međ verđur svariđ viđ spurningunni um hlýjasta norđanáttardaginn einhvern veginn marklausari en áđur, og jafnvel misjafnt eftir ţví hvađa skilgreiningar eru notađar - örugglega misjafnt ćtti frekar ađ segja.

Ritstjóri hungurdiska heldur úti ţremur skrám ţar sem giskađ er á ríkjandi vindátt hvers dags á landinu langt aftur í tímann (auk tveggja sem ađeins ná til ţessarar aldar - en eru nákvćmari). Sú sem hann notar mest reiknar međalvigurvindátt hvers dags eftir athugunum á mönnuđum veđurstöđvum allt aftur til 1949. Hver dagur fćr sína vindátt, međalvindhrađa og vigurvindhrađa. Af hlutfalli vigur- og međalvindhrađa má reikna ţađ sem ritstjórinn kallar festu eđa festuhlutfall. Ţví nćr sem ţađ er einum, ţví fastari hefur hann veriđ á áttinni. Festan er ađ jafnađi marktćkt meiri í miklum vindi heldur en hćgum, og ţar af leiđandi er hún ađ jafnađi meiri ađ vetri heldur en ađ sumri. Ađ sumarlagi ţegar sólfarsvindar eru ríkjandi, eđa vindur er mjög hćgur er oft nánast tilviljun úr hvađa átt vigurvindurinn blćs, festan er ţá lítil. Ţví má búast viđ ţví ađ á slíkum dögum sé áttin í raun illa ákvörđuđ eđa ónákvćm. Freistandi vćri ţví ađ sleppa slíkum dögum ţegar viđ leitum ađ hćsta eđa lćgsta hita hverrar áttar - eđa telja ţá sérstaklega. Um leiđ og viđ förum ađ gera slíkt getum viđ lent í miklum gagnaskógi og hćtt ađ sjá skóginn fyrir trjám. Í ţví sem hér fer á eftir hefur vindáttunum 360 veriđ skipađ á 8 höfuđáttir, hver átt fćr 45 gráđu bil á hringnum.

Fyrsta verkefniđ sem viđ leggjum upp međ er einfalt. Viđ viljum vita hver hefur veriđ ríkjandi vindátt ţá daga ţegar landsdćgurhámarksmet hafa veriđ sett. Byrjum á febrúarmánuđi. Svo vill til ađ dćgurmet hlaupársdagsins (29.febrúar) er frá ţví 1948, utan ţess tímabils sem áđurnefnd skrá nćr til, sama á viđ met ţess 16. og 22. En hinir 26 dagarnir skila sér. Af ţessum 26 dögum var sunnanátt ríkjandi 13 daga, en suđvestanátt 12 daga, einn dag segist austanátt hafa veriđ ríkjandi.

Ţá spyrjum viđ um alla daga ársins (viđ náum áttgreiningu á 311 dögum) - 55 dćgurmet eru eldri. Sunnan- og suđvestanáttin eiga langflesta metdagana, 225 samtals (72 prósent), austan- og suđaustanáttir eiga samtals 49 (16 prósent), vestan- og norđvestanáttir 17 (5 prósent) og norđan- og norđaustanáttir samtals 20 (7 prósent). Ţetta međ norđlćgu áttirnar kemur dálítiđ á óvart, en ţegar viđ athugum ţessi tilvik hvert og eitt eiga ţau sér sínar skýringar. Hrein norđanátt á 10 tilvik, í langflestum er vindur hćgur og festuhlutfalliđ lágt, (innan viđ 0,4). Einstöku sinnum er líka hlýtt á Suđurlandi í norđansólskini ađ hásumri. Eitt tilvik sker sig úr, međ bćđi dágóđa festu (0,9) og međalvindhrađa (9,8 m/s). Ţađ tilvik ţekkjum viđ vel, ţetta er 4.júní 1997, í upphafi hretsins mikla sem ţá gerđi. Mettalan 24,0 stig á Akureyri tilheyrir leifum dagsins áđur. Ţetta met er ţví eitt ţeirra bókahaldsmeta sem fylgir athugunarháttum - og viđ verđum ađ sćtta okkur viđ - en truflar auđvitađ athuganir eins og ţćr sem viđ stöndum hér í.

En spurningunni sem borin var fram í upphafi hefur ekki veriđ svarađ. Til ađ geta gert ţađ ţurfum viđ líka ađ ákveđa hvers konar hitaviđmiđ viđ eigum ađ nota ţegar viđ tölum um hlýjasta daginn. Ekki er óeđlilegt ađ reikna međalhita í byggđum landsins - ekki óskaplega umdeilanleg tala - en viđ sitjum ţó uppi međ hćgviđriđ - og tilviljanakennda átt. Í stađ ţess ađ leggja inn í sjálfan skóginn leitum viđ ađ ţessu sinni ađeins ađ einu tré, ţar sem viđ finnum hvađa dagur ţađ er sem hefur veriđ hlýjastur norđanáttardaga í byggđum landsins á árunum 1949 til 2024, en viđ skulum líka leyfa okkur ađ finna hann fyrir bćđi mannađar og sjálfvirkar stöđvar.

Og dagurinn er 28. febrúar 2018, međalhiti á landsvísu var 3,6 stig, hćgur dagur og loftţrýstingur hár. Á sjálfvirku stöđvunum (1997 til 2024) lendir ţessi dagur í öđru hlýjasta sćti norđanáttardaga, međalhiti líka 3,6 stig. En 15. febrúar áriđ áđur, 2017 nćr rétt ađ toppa hann, nćr 3,7 stigum - ómarktćkur munur auđvitađ.

Sannleikurinn er auđvitađ sá ađ ţađ ćrir fljótt óstöđugan ađ halda utan um öll svona met, en mađur sér nú ámóta gert í íţróttum ţar sem fariđ er ađ halda utan um ótrúlegustu hluti. Viđ látum hér stađar numiđ - ţótt freistandi sé ađ sitja áfram á millibarnum og fá sér góđan og sterkan gagnakokteil - rétt einu sinni.


Bloggfćrslur 17. febrúar 2025

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w_2009-kort-2
  • Slide5
  • Slide4
  • Slide3
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 656
  • Frá upphafi: 2487786

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband