Ritstjórinn hrökk aðeins við

Við höfum stöku sinnum í gegnum tíðina litið á ýmsar ólíkindaspár „skemmtideildar“ evrópureiknimiðstöðvarinnar. Þær hafa langflestar verið þannig að ólíkindin hafa blasað við. Langalgengast er að slíkar spár rætist ekki. Spáin sem hér er bent á er þannig séð í svipuðum flokki nema hvað nokkuð þjálfað auga þarf til að átta sig á því hver ólíkindin eru. 

w-blogg140225a

Hér má sjá spá um hæð 500 hPa-flatarins og þykkt mánudaginn 24. febrúar 2025. Þetta er það langt í framtíðinni að ólíklegt er að þessi staða verði uppi þennan ákveðna mánudag. Í fljótu bragði virðist kannski ekki mikið „að“. Maður hrekkur þó við þegar maður áttar sig á því að það er febrúar, en ekki apríl - og það er norðanátt - og 500 hPa-flöturinn er nokkuð neðan meðallags - og að þykktin yfir landinu er nærri 100 metrum hærri en að meðallagi (það er 4-5 stigum hlýrra en í meðallagi) - í norðanátt. 

Leit að svipaðri stöðu í fortíðinni skilar líka heldur rýrri niðurstöðu. Það má kannski finna 2 eða 3 tilvik á því 75 ára tímabili sem áreiðanlegar háloftaathuganir hafa verið gerðar, en ekki fleiri - og þá aðeins að sveigjanleikaleyfi sé gefið. 

En ritstjórinn veit að skemmtideildin er ekki alveg áreiðanleg (mjög óáreiðanleg - ætti að segja) og hann vill því ekki enn leggja vinnu í að reyna að svara spurningunni um það hver sé hlýjasti norðanáttadagurinn sem komið hefur í febrúar - en ef þessi spá heldur - er sennilega rétt að leggja í alvöruleit. Leitargögn og fararskjótar eru fyrir hendi í þann leiðangur - ef frekara tilefni gefst til. En lesendur verða bara að trúa því að þetta er óvenjulegt - það sýna skyndiflettingar. 


Bloggfærslur 14. febrúar 2025

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 1583
  • Frá upphafi: 2457243

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1436
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband