2.1.2025 | 23:56
Ævihiti (nýtt hugtak)
Eftir nýliðið ár, sem varð til þess að gera kalt miðað við það sem verið hefur að undanförnu hefur ritstjóranum verið hugsað til þess hitaviðmiðs sem býr með honum sjálfum. Í reynd er að sjálfsögðu ekki svo auðvelt að reikna það, háð ýmsum huglægum þáttum - auk þess breytileika sem hitamælingar sýna að hann hefur upplifað.
En honum datt þó í hug að reikna meðalhita ævinnar - ævihita - og miða við byggðameðaltal landsins. Hann man að sjálfsögðu ekki fyrstu árin - hið mikla rigningasumar 1955 fór t.d. alveg framhjá honum - var í öðru eins og sagt er. Svo tók líka mörg ár að norma ástandið, að það væri munur á sumri og vetri og síðan að munur væri á þessum árstíðum frá ári til árs. Í framhaldi af því varð svo til einskonar huglægt væntisumar (varð til á undan væntivetri). Væntisumarið fór að verða til um 1960, og væntiveturinn síðan ekki löngu síðar - frá og með vetri 1961-1962. Fyrstu árin voru þó býsna stór vik frá þessum væntingum - vetur reyndust mun fjölbreyttari heldur en hugur og tilfinning hafði gert ráð fyrir - rétt eins og áður hafði komið fram með sumrin.
Þrátt fyrir þetta ákvað ritstjórinn samt að miða við fæðingarárið - til einföldunar fyrst og fremst. Kom þá í ljós að ævihiti hans reiknast 3,7 stig (eða 3,72 stig sé reiknað með tveimur aukastöfum). Næst var síðan að reikna hvernig þessi ævihiti hefði breyst í áranna rás og kom þá út niðurstaða sem sjá má á myndinni hér að neðan.
Blái ferillinn sýnir einfaldlega meðalhita í byggðum landsins frá ári til árs - við höfum séð hann hér áður. Rauði ferillinn er hins vegar ævihitinn. Byrjaði á frekar köldum árum 1951 og 1952 og var þá lægstur á allri ævinni (og verður víst ekki lægri). Síðan hlýnaði og fór hann í 3,87 stig árið 1961 - en svo vill til að þá var 30 ára meðalhiti meginhlýskeiðs 20. aldarinnar einmitt líka í hámarki. Eftir það lækkaði hitinn hægt og bítandi og náði ævihitinn staðbundnu lágmarki árið 1986 3,38 stig. Þá var ritstjórinn 35 ára. Eftir það hækkaði hitinn og náði hámarki við áramót í fyrra, 3,73 stigum, lækkaði nú um 0,01 stig. Svo stutt er eftir af ævinni að mjög mikið þyrfti að ganga á til að verulegar breytingar verði á ævihita ritstjórans úr þessu. Eins og áður sagði reiknast meðalhiti ársins 2024 3,36 stig sem er auðvitað sama tala og 3,38 stiga meðalhiti fyrstu 35 ára ritstjórans.
Til gamans var einnig reiknaður ævihiti þeirra sem eru áratugum eldri eða yngri heldur en ritstjórinn og má sjá þær tölur í ramma. Mjög litlu munar á þeim sem fæddir eru fyrir 1970, en ævihiti þeirra sem fæddir eru eftir 1990 er áberandi hærri, hæstur hjá þeim sem fæddust 2001, 4,33 stig. Þeir sem fæddir eru eftir það mega búast við mun meira flökti á sínum tölum heldur við sem eldri erum - mun færri ár eru komin í pottinn.
Bloggfærslur 2. janúar 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 74
- Sl. sólarhring: 329
- Sl. viku: 2841
- Frá upphafi: 2427393
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 2544
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010