14.1.2025 | 23:17
Enn úr línuritasafninu - loftþrýstingur í þetta sinn
Við lítum nú á tvö langtímalínurit - bæði tengd loftþrýstingi. Annars vegar er það meðalsjávarmálsþrýstingur ársins en hins vegar þrýstióróavísir sem er mælikvarði á breytileika þrýstingsins frá degi til daga. Þetta eru öllu torræðari veðurfarsbreytur heldur en hitinn - og mikil vandræði hvað lítið er um þær fjallað í umræðum um veðurfarsbreytingar. Ritstjóri hungurdiska hefur fjallað um þessar tímaraðir áður, en hér eru þær uppfærðar.
Þrýstingur er mjög breytilegur frá ári til árs, munar meir en 10 hPa á ársmeðaltölum. Þótt það reiknist lítilsháttar leitni niður á við er hún samt varla marktæk. Tíu ára meðaltöl hafa þó haldist nokkuð lág í hátt í 40 ár. Við getum með góðum vilja séð einhverja áraklasa, en ekki þó svo að hald sé í. Samband er á milli þrýstings á Íslandi og hita á meginlandinu. Lágur þrýstingur á Íslandi vísar á sterka vestanvinda að vetrarlagi yfir Evrópu og þá hlýindi þar. Háþrýstingur aftur á móti segir frá kuldum í Evrópu, sérstaklega á Norðurlöndum. Hæstur var ársþrýstingurinn árið 1812 - eða þannig reiknast hann. Talan er þó ekki sérlega áreiðanleg - en benda má á að þetta var einmitt árið sem Napóleon lenti í hvað mestum vandræðum í Rússlandi.
Hlýindi voru í Evrópu milli 1860 og 1870, þegar kuldinn var hvað mestur hér á landi. Þá var þrýstingur hér sérlega lágur. Þrýstingur var einnig sérlega lágur um 1990, þá var mjög hlýtt í Evrópu - en kalt hér. Sé þrýstingur mjög lágur hér á landi er yfirleitt kalt á Grænlandi, en öfugt sé þrýstingur hár. Árið 2010 var mjög kalt í Skandinavíu (vegna norðanátta), en þá var methlýtt á Vestur-Grænlandi.
Lítið samband er á milli þrýstings og hita hér á landi, hár þrýstingur vísar ýmist á hita eða kulda eftir því hvers eðlis háþrýstingurinn er. Í lágum þrýstingi er hiti oftar nær meðallagi, vegna þess þá að vindátt er mjög breytileg þegar lægðir renna hjá. Þrálátur lágþrýstingur er þó mjög kaldur. Við bíðum enn eftir slíku ári, með norðanátt og lágþrýstingi. Það kemur fyrr eða síðar, hvað sem hnattrænni hlýnun af mannavöldum líður, rétt eins og hlýir vetur með háum þrýstingi koma endrum og sinnum á kuldaskeiðum.
Við reiknum breytingu sjávarmálsþrýstings frá degi til dags og finnum síðan ársmeðaltal breytinganna. Það er samband á milli þrýstings og breytileikans, því hærri sem þrýstingurinn er því minni vill breytileikinn verða, þrýstingur er stöðugri í háþrýstisvæðum heldur en lægðum. Þetta er þó ekki algilt. Einnig virðist vera samband á milli breytileikavísisins og illviðratíðni. Ár þegar vísirinn er hár eru að jafnaði illviðrasamari heldur en hin. Við vitum þó ekki nægilega mikið um illviðri fyrri tíðar til að geta fullyrt hvort slíkt samband hafi haldist stöðugt eða ekki öll þau 200 ár sem við höfum verið að mæla. Við vitum þó að árið 1854, óróamesta ár 19. aldar var í raun illviðrasamt. Við vitum hin síðari ár að 2015 og 2020 voru bæði illviðrasöm, en árið 2010 ekki.
Eins og áður var minnst á er hægt að nota meðalþrýsting á Íslandi sem vísi á hitafar á mjög stóru svæði frá Labrador í vestri langt austur í Evrópu. Óróleikavísirinn segir einnig af hitafari í nágrannalöndunum, en áhrifasvæði hans er minna um sig heldur en áhrifasvæði þrýstingsins. Þegar órói er mikill hér á landi er hlýtt í Evrópu, en kalt á Vestur-Grænlandi - og öfugt.
Ritstjóri hungurdiska gerir þá (að honum finnst) eðlilegu kröfu til veðurlíkana sem reyna að spá um framtíðina að þau fari ekki út af sporinu í þrýsti- og óróleikamálum. Allt of lítið er um það fjallað hver sú hegðan er. Kannski er hún komin í lag?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. janúar 2025
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 39
- Sl. sólarhring: 370
- Sl. viku: 2498
- Frá upphafi: 2432149
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 2096
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010