Óformlegar úrkomuvangaveltur

Upp á síđkastiđ hefur veriđ nokkuđ rćtt um vatnsskort í lónum á landinu - og afleiđingar fyrir orkubúskapinn. Nú er ţađ svo ađ birgđastađa á hverjum tíma er háđ fjölmörgum ţáttum og ritstjórinn játar fúslega ađ hann hefur enga vitneskju um marga ţeirra. Ţví má alls ekki taka ţví sem hér fer á eftir sem einskonar svari viđ ţví hvers vegna vatnsstađan er ekki betri en hún er. 

Úrkoma hlýtur ţó ađ vera einn af ţeim ţáttum sem áhrif hafa. Um leiđ og tekiđ er á henni bćtir í flćkjustigiđ. Ţađ koma upp spurningar um hlutfall regns og snćvar - hlut vetrarúrkomu - hlut sumarúrkomu - auk auđvitađ ţátta framleiđandans - hversu mikla orku ćtlar hann ađ selja - hvađa áhćttu er hann tilbúinn ađ taka gagnvart veđurţáttunum. 

Viđ látum ţessa flćkju eiga sig - en lítum ađeins á úrkomuna - árssummu og fimm ára summu. Nćgileg álitamál ţar. Ritstjórinn hefur međ reiknikúnstum galdrađ fram úrkomugagnaröđ fyrir Suđurland (frá Reykjanesi sunnaverđu í vestri - austur á Stöđvarfjörđ í austri). Nćr röđ ţessi allt aftur til 1872. Ţađ er ađ vísu fullmikiđ í lagt - en er samt ekki alveg glórulaus skáldskapur. Tölur eru settar fram sem hlutfall ársúrkomu áranna 1971 til 2000. Ástćđa ţess ađ ţetta grunntímabil var valiđ er sú ađ ţá voru hefđbundnar úrkomumćlingar hvađ ţéttastar á landinu. Síđustu árin hafa ţćr mjög grisjast. Vonandi munu gögn sjálfvirkra stöđva verđa vel nothćf innan fárra ára - en eru ţađ ekki sem stendur. 

Vegna ţess ađ árinu 2024 er ekki lokiđ var ákveđiđ ađ líta á öll 12-mánađa tímabil áđurnefndra ára - til ţess ađ tímabiliđ september 2023 til ágúst 2024 gćti veriđ međ. Niđurstađan er sett fram á myndinni hér ađ neđan. Hún kann ađ virđast nokkuđ ógnvekjandi, en grundvallaratriđi ţó einföld. 

w-blogg260924a

Efri hluti myndarinnar (súlurnar) sýnir úrkomu sunnanlands öll 12-mánađa tímabil á árunum 1872 til 2024 sem hlutfall af ársúrkomu 1971-2000. Ţađ sem fyrst vekur athygli er ađ úrkoman virđist hafa fariđ vaxandi. Ef viđ tökum vöxtinn alveg bókstaflega er hann um 18 prósent á öld (sem er auđvitađ ótrúlega mikiđ). Langlíklegasta skýringin er sú ađ gögnin séu ekki einsleit - ţess má t.d. geta ađ hlutur snćvar í ársúrkomu er meiri á köldum tímabilum heldur en hlýjum, en snjór mćlist mun verr heldur en regn - ţađ gćti haft áhrif á ţessa yfirgengilegu (sýndar)leitni. Sömuleiđis voru mćlar án vindhlífa fram um 1950 - hefur líka áhrif á gögnin. En svo er ţađ hin almenna skođun ađ úrkoma aukist međ hlýnandi loftslagi. Ţessi (sýndar)aukning er langt umfram ţađ sem hitaleitnin nćr ađ skýra (ef viđ trúum slíkum skýringum). Hitaaukningin á ţessu tímabili er um 1,3 stig - úrkomuaukningin ćtti ţví ađ vera um 14 prósent á stig - fullmikiđ af ţví góđa. Almennt er talađ um 2-3 prósent á stig - ţeir svartsýnustu nefna 7 prósent. Ćskilegt vćri ađ reyna einskonar leiđréttingar - en sá ís er háll - og ekki tilefni hér til ađ fara út á hann. 

Viđ megum taka eftir ţví ađ síđustu 12 mánuđi hefur úrkoman veriđ 90 prósent af međallagi - fór í júní (júlí 2023-júní 2024) niđur í 80 prósent. Ţetta gćti svosem eitt og sér skýrt stöđuna í lónunum - vegna ţess ađ ađ auki var sumariđ svalt (miđađ viđ ţađ sem veriđ hefur ađ undanförnu) og jöklabráđnun (gamlar aukabirgđir af úrkomu) gaf minna heldur en vćntingar hafa stađiđ til ţegar orkusalan var ákveđin. Ţurrkurinn um ţessar mundir er reyndar sá mesti síđan 2010 - ţá fór hlutfallstalan lćgst í 74. Enn lćgri tölur má finna í fortíđinni, t.d. niđur í 69 í mars 1965 til febrúar 1966. Allra lćgsta talan er 46, í ágúst 1887 til júlí 1888. Viđ gćtum (međ kúnstum) leiđrétt hana upp í um ţađ bil 58 - slík tala er alveg hugsanleg nú á tímum (ef viđ erum óheppin). 

Rauđa línan á myndinni nćr til lengri tíma, hlutfall síđustu fimm ára. Nú er sú tala nákvćmlega 100 prósent - ţađ segir ađ úrkoma síđustu fimm ára hefur veriđ sú sem hún var  venjulega 1971 til 2000. Hún er hins vegar um 5 prósent lćgri heldur en međaltal fyrstu 23 ára aldarinnar. Spurning er viđ hvađa tímabil lónverđir miđa rekstur sinn. - Rétt ađ taka fram ađ ég hef enga skođun á ţví - (og ekki vit heldur). 

Ţađ eru nokkur eftirtektarverđ ţurr fimmáratímabil í fortíđinni, en ekkert alveg nýlegt. Ţađ er rétt ađ gefa ţessum tímabilum gaum - ákveđin áhćtta fellst í endurkomu ţeirra. 

Neđsti ferillinn á myndinni sýnir mismun á hinum ferlunum tveimur - hversu langt er á milli úrkomu síđustu 12 mánađa og síđustu 5 ára. Sé tólfmánađaúrkoman meiri heldur en fimmáraúrkoman er ákveđiđ ađ talan sé jákvćđ. Topparnir sýna ţví ţau tilvik vel ţegar skipt hefur skyndilega úr löngum ţurrkakafla yfir í úrkomutíđ - en lágmörkin hiđ öfuga - ţegar skyndilega hefur skipt yfir í ţurrka. Hér er enga leitni ađ sjá - veđriđ hefur hegđađ sér á svipađan hátt hvađ ţetta varđar í 150 ár. 

En hvađ veldur ţá ţessum sveiflum? Ţađ er ekki gott ađ segja. Gera má tilraun til ađ leita ástćđurnar uppi. Viđ látum nćgja hér ađ nefna ţađ sem ritstjórinn telur vega ţyngst. Ţađ er ţrái (afl) sunnanáttarinnar í háloftunum, (sem er í grunninn tilviljanakenndur ađ ţví er virđist). Hann er hćgt ađ mćla á ýmsa lund - viđ látum skilgreiningar á ţví eiga sig - trúum bara myndinni hér ađ neđan.

w-blogg260924b

Lárétti ásinn sýnir styrk sunnanţáttarins (úr einskonar vigurvind ársins). Lóđrétti ásinn er aftur á móti áđurnefnt úrkomuhlutfall. Ţađ er mesta furđa hvađ sambandiđ er gott (viđ látum okkur nćgja ađ fara 100 ár aftur í tímann). Tvö ár skera sig nokkuđ úr - 2010 og 2012 en ţá var sunnanáttin alveg sérlega rýr í rođinu, en fylgnistuđullinn er ţó af sterkvodkastyrk (0,68).

Svo vill til ađ ţetta (allt of) einfalda líkan hittir mjög vel í úrkomu síđustu 12 mánađa, „spáir“ hlutfallinu 90 prósentum - einmitt ţađ sem ţađ hefur veriđ. Ţađ er ţví „skortur“ á suđlćgum áttum sem veldur ţurrviđrinu ţráa. 

Međ ţví ađ bćta fleiri háloftaţáttum viđ hćkkar fylgnistuđullinn - en ekki ţó afgerandi. Viđ ađ bćta hćđ 500 hPa-flatarins viđ fer hann upp í 0,71 og nemum viđ langtímaleitnina burt ţar ađ auki fer hann upp í 0,76 - (viđ náum ekki spírastyrk). Árin tvö 2010 og 2012 fćrast ţó áberandi nćr ađfallslínunni. Hár 500 hPa-flötur dregur úr úrkomunni (lćgđagangur er minni) - fylgni hćđarinnar og úrkomunnar er marktćk ein og sér - en ekki ţó ráđandi. 

Ekki gott ađ segja hvort ţetta svarar einhverju - en ritstjórinn veit ţó ađ hćgt er ađ reikna miklu betur - međ mun meira og sterkara vísindabragđi - (og brögđum), og ritstjóri hungurdiska vonar auđvitađ ađ einhver taki ţađ verk ađ sér (orđinn allt of gamall og heiladofinn sjálfur). 


Bloggfćrslur 26. september 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • w-blogg260924b
  • w-blogg260924a
  • w-blogg230924
  • Slide11
  • Slide10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 35
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 1909
  • Frá upphafi: 2395827

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1733
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband