Fyrstu 20 dagar júnímánaðar 2024

Fyrstu 20 dagar júnímánaðar hafa verið í svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík 8,2 stig, -1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991-2020 og raðast í 21. hlýjasta sæti (af 24) sömu daga á þessari öld. Hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002, meðalhiti þá 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001, 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti (af 152). Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 1885, meðalhiti þá 6,6 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig, -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020, í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023, meðalhiti þá 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig.

Að tiltölu hefur verið einna hlýjast á Suðausturlandi, hiti þar raðast í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni.

Miðað við síðustu tíu ár er neikvæða hitavikið minnst við Miðfitjahól á Skarðsheiði, -0,4 stig (en við segjum þó að sú tala sé óstaðfest) og á stöð Vegagerðarinnar við Kvísker í Öræfum. Neikvæða vikið er mest á Grímsstöðum á Fjöllum, -3,7 stig.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 mm og er það rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 mm sem er ríflega þreföld meðalúrkoma (óstaðfest) og 52,2 mm á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi.

Það kemur nokkuð á óvart (miðað við kvarttóninn) að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík og er það í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi.


Bloggfærslur 21. júní 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 3788
  • Frá upphafi: 2428619

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3380
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband