Fyrri hluti júnímánaðar 2024

Vegna viðvarandi tölvuvanda á Veðurstofunni eru tölur hálfsmánaðaruppgjörsins ekki jafn nákvæmar og venjulega - nægilega nákvæmar þó fyrir hinn venjulega lesanda. Fimm athuganir (af 120) vantar t.d. frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. En meðalhiti reiknast 7,8 stig, -1,5 stigi neðan meðallags 1991-2020 og -1,7 neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 21. hlýjasta sæti (af 24) meðal sömu almanaksdaga á öldinni. Hlýjastir voru þeir 2002, meðalhiti þá 12,0 stig, en kaldast var 2001, meðalhiti 7,6 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 114. sæti (af 152). Hlýjast var 2002, en kaldast 1885, þá var meðalhiti fyrri hluta júní aðeins 5,8 stig.
 
Á Akureyri er meðalhitinn nú 6,7 stig, -2,1 stigi neðan meðallags 1991-2020 og -3,0 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast í 75. hlýjasta sæti síðustu 89 ára, hlýjast var í fyrra, 2023, en kaldast 1952.
 
Að tilölu hefur verið kaldast á Ströndum- og Norðurlandi vestra, þar raðast hitinn nú í 22. sæti það sem af er öldinni, tvisvar hefur fyrri hluti júní verið kaldari þar. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Suðausturlandi, þar raðast hitinn í 16. hlýjasta sæti.
 
Nú vantar upplýsingar frá fjölmörgum stöðvum vegna áðurnefndrar tölvubilunar - en á þeim stöðvum sem lítið sem ekkert vantar hefur verið hlýjast að tiltölu í Seley þar sem hiti er -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast að tiltölu hefur verið á Grímsstöðum á Fjöllum, hiti þar -4,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Úrkoma hefur verið lítil í Reykjavík, aðeins mælst 5,7 mm, um þriðjungur meðalúrkomu - en fyrri hluti júní hefur þó oft verið enn þurrari. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 38,0 mm, meir en fjórföld meðalúrkoma (óstaðfest). Á Dalatanga hefur hún mælst 30,7 mm og er það um 70 prósent meðalúrkomu sömu daga.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 125,1 í Reykjavík, 27,3 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 78,1, 20,9 stundum færri en í meðalári.

Bloggfærslur 16. júní 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 3788
  • Frá upphafi: 2428619

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3380
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband